„Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Jón Þór Stefánsson skrifar 15. júní 2024 19:54 Kristján Loftsson framkvæmdastjóri og stærsti eigandi Hvals hf. Vísir/Vilhelm Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. „Þeir ættu þá að vinna eftir þessum lögum,“ sagði Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þessa skoðun Vinstri grænna. „Þeir hanga hér frá því í janúar þangað til núna. Það sýnir bara hvað þetta fólk er framtakssamt.“ Kristján segir að allt hafi verið gert til að setja Hval stólinn fyrir dyrnar. „Þetta byrjar á Katrínu Jakobsdóttur, hún er þarna lengst ráðherra matvælaráðuneytisins, síðan er Svandís Svavarsdóttir í einhverja daga, og svo kemur Olsen þarna í restina. Ef það er svona þá eru þau ekki að fara eftir lögum. Þau draga tímann því þetta er bara þeirra stefna.“ Munu ekki hreyfa sig í sumar Kristján segir að það veiðileyfi sem hafi verið gefið út gangi ekki. Það þurfi miklu lengri tíma til að undirbúa hvalveiðar. „Það er alveg vonlaust dæmi. Bæði að fá vant fólk og ná í ýmislegt sem þarf til þess. En þetta er gert af ásettu ráði.“ Þannig það verða ekki hvalveiðar? „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar.“ Hvernig líður þér með það? „Þetta er bara Ísland í dag.“ Hann segist ætla að sækja um hvalveiðileyfi aftur á næsta ári og þá telur hann að það hljóti að taka minni tíma að samþykkja veiðarnar en í ár, vegna þess að lögin séu þannig að sögn Vinstri grænna. Part of the game Kristján segist stefna ótrauður áfram og ætlar ekki að láta mótmæli stoppa sig. „Mótmæli, þau hafa verið alltaf. Þetta eru einhverjir nokkrir aðilar. Þetta er alltaf sama fólkið. Þetta er eins og ég segi: Part of the game. Það væri eitthvað skrýtið ef þetta væri ekki.“ Skoðanakönnun frá Maskínu frá því maí sýndi að rétttæpur helmingur þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum en rúmur þriðjungur hlynntur þeim. Kristján segist ekki botna í andstöðu fólks á veiðunum. Þá segir hann að fólk sé oft spurt hvort það sé á móti hvalveiðum, en aldrei hvers vegna það sé á móti þeim. „Ef þú gerir skoðanakönnun á íslandi þá muntu aldrei fá alla til að vera samþykka öllu sem gert er. Það eru alltaf einhverjir á móti einhversstaðar.“ Stjórnvöldum alveg sama um lögin í landinu Kristján segir stjórnvöld virða lögin í landinu að vettugi. „Þetta fólk kann ekki annað. Svandís Svavarsdóttir fékk nú heldur betur rassskellingu frá umboðsmanni. En þessu fólki er nákvæmlega sama. Það skiptir engu máli“ Munuð þið leita réttar ykkar? „Eflaust. En við erum nú ekkert farnir að spá í það enn þá.“ Hann segir lagaumhverfið þó erfitt og nefnir sem dæmi að Hvalur hf. hafi sent ríkislögmanni bréf í janúar og að fyrirtækinu hafi enn ekki borist svör. Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
„Þeir ættu þá að vinna eftir þessum lögum,“ sagði Kristján í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þessa skoðun Vinstri grænna. „Þeir hanga hér frá því í janúar þangað til núna. Það sýnir bara hvað þetta fólk er framtakssamt.“ Kristján segir að allt hafi verið gert til að setja Hval stólinn fyrir dyrnar. „Þetta byrjar á Katrínu Jakobsdóttur, hún er þarna lengst ráðherra matvælaráðuneytisins, síðan er Svandís Svavarsdóttir í einhverja daga, og svo kemur Olsen þarna í restina. Ef það er svona þá eru þau ekki að fara eftir lögum. Þau draga tímann því þetta er bara þeirra stefna.“ Munu ekki hreyfa sig í sumar Kristján segir að það veiðileyfi sem hafi verið gefið út gangi ekki. Það þurfi miklu lengri tíma til að undirbúa hvalveiðar. „Það er alveg vonlaust dæmi. Bæði að fá vant fólk og ná í ýmislegt sem þarf til þess. En þetta er gert af ásettu ráði.“ Þannig það verða ekki hvalveiðar? „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar.“ Hvernig líður þér með það? „Þetta er bara Ísland í dag.“ Hann segist ætla að sækja um hvalveiðileyfi aftur á næsta ári og þá telur hann að það hljóti að taka minni tíma að samþykkja veiðarnar en í ár, vegna þess að lögin séu þannig að sögn Vinstri grænna. Part of the game Kristján segist stefna ótrauður áfram og ætlar ekki að láta mótmæli stoppa sig. „Mótmæli, þau hafa verið alltaf. Þetta eru einhverjir nokkrir aðilar. Þetta er alltaf sama fólkið. Þetta er eins og ég segi: Part of the game. Það væri eitthvað skrýtið ef þetta væri ekki.“ Skoðanakönnun frá Maskínu frá því maí sýndi að rétttæpur helmingur þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum en rúmur þriðjungur hlynntur þeim. Kristján segist ekki botna í andstöðu fólks á veiðunum. Þá segir hann að fólk sé oft spurt hvort það sé á móti hvalveiðum, en aldrei hvers vegna það sé á móti þeim. „Ef þú gerir skoðanakönnun á íslandi þá muntu aldrei fá alla til að vera samþykka öllu sem gert er. Það eru alltaf einhverjir á móti einhversstaðar.“ Stjórnvöldum alveg sama um lögin í landinu Kristján segir stjórnvöld virða lögin í landinu að vettugi. „Þetta fólk kann ekki annað. Svandís Svavarsdóttir fékk nú heldur betur rassskellingu frá umboðsmanni. En þessu fólki er nákvæmlega sama. Það skiptir engu máli“ Munuð þið leita réttar ykkar? „Eflaust. En við erum nú ekkert farnir að spá í það enn þá.“ Hann segir lagaumhverfið þó erfitt og nefnir sem dæmi að Hvalur hf. hafi sent ríkislögmanni bréf í janúar og að fyrirtækinu hafi enn ekki borist svör.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira