Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 19:08 Saga Kjartansdóttir er verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ segist vera undirbúin undir það ef Quang Le hafi samband við brotaþola. Vísir Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. Á fimmtudag réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir á Gríska húsinu á Laugavegi. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum, ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar. Lögreglumennirnir voru með fíkniefnaleitarhund meðferðis. Þrír voru handteknir í aðgerðunum grunaðir um vinnumansal. Þá voru tveir aðrir handteknir á nuddstofu í Reykjavík í síðustu viku, einnig grunaðir um mansal. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, fagnar því að lögreglan sé komin í átak hvað varðar mansalsmál. „Við, ASÍ og stéttarfélögin, sendum töluvert mikið af ábendingum til lögreglu. Við höfum alltaf gert það, í gegnum síðustu ár höfum við sent þónokkrar á ári. Þeim hefur farið fjölgandi eftir aðgerðirnar til mars. Þá höfum við verið að senda og fá fleiri ábendingar,“ segir Saga. Ábendingarnar eru af ýmsum toga. „Við erum líka að fá, sem er kannski verðmætast, innan úr fyrirtækjum frá starfsfólki sjálfu. Sem er í slæmum aðstæðum og veit ekki hvernig það á að losna. Ég held að það sé af því að fólk hefur séð að niðurstaðan sé ekki endilega sú að þú sért sendur úr landi eða missir réttinn til að dvelja og vinna á Íslandi. Heldur er hægt að fá einhverja aðstoð,“ segir Saga. Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar átti sér stað á þessu ári þegar átta manns voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi athafnamannsins Quang Le. Honum var nýlega sleppt úr haldi og óttast Saga að hann reyni að hafa samband við þolendurna. „Þannig að við upplýstum meinta þolendur um það rétt áður, þannig þau vissu af því. Við erum auðvitað búin að margendurtaka og ítreka að þeim ber ekki að borga honum neinar skuldir eða svoleiðis. Við erum tilbúin að vera með viðbrögð ef til þess kemur, ef hann er að reyna að hafa áhrif á þolendurna,“ segir Saga. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Á fimmtudag réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir á Gríska húsinu á Laugavegi. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum, ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar. Lögreglumennirnir voru með fíkniefnaleitarhund meðferðis. Þrír voru handteknir í aðgerðunum grunaðir um vinnumansal. Þá voru tveir aðrir handteknir á nuddstofu í Reykjavík í síðustu viku, einnig grunaðir um mansal. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, fagnar því að lögreglan sé komin í átak hvað varðar mansalsmál. „Við, ASÍ og stéttarfélögin, sendum töluvert mikið af ábendingum til lögreglu. Við höfum alltaf gert það, í gegnum síðustu ár höfum við sent þónokkrar á ári. Þeim hefur farið fjölgandi eftir aðgerðirnar til mars. Þá höfum við verið að senda og fá fleiri ábendingar,“ segir Saga. Ábendingarnar eru af ýmsum toga. „Við erum líka að fá, sem er kannski verðmætast, innan úr fyrirtækjum frá starfsfólki sjálfu. Sem er í slæmum aðstæðum og veit ekki hvernig það á að losna. Ég held að það sé af því að fólk hefur séð að niðurstaðan sé ekki endilega sú að þú sért sendur úr landi eða missir réttinn til að dvelja og vinna á Íslandi. Heldur er hægt að fá einhverja aðstoð,“ segir Saga. Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar átti sér stað á þessu ári þegar átta manns voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi athafnamannsins Quang Le. Honum var nýlega sleppt úr haldi og óttast Saga að hann reyni að hafa samband við þolendurna. „Þannig að við upplýstum meinta þolendur um það rétt áður, þannig þau vissu af því. Við erum auðvitað búin að margendurtaka og ítreka að þeim ber ekki að borga honum neinar skuldir eða svoleiðis. Við erum tilbúin að vera með viðbrögð ef til þess kemur, ef hann er að reyna að hafa áhrif á þolendurna,“ segir Saga.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira