Flokkurinn standi ekki lengur með mannréttindum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 11:52 Þorbjörg Þorvaldsdóttir hefur sagt sig úr Samfylkingunni, vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Baldur Hrafnkell Jónsson Bæjarfulltrúi í Garðabæ segist hafa sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslna flokksins í útlendingamálum. Hann treystir flokknum ekki lengur í mannréttindamálum. Kornið sem fyllti mælinn hjá Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa og verkefnastjóra hjá Samtökunum 78, var hjáseta þingflokks Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Hún segir flokkinn hafa sýnt fram á það með atkvæðagreiðslunni og framgöngu sinni í þinginu að þau geti ekki staðið með mannréttindum. Athugasemdir við takmarkanir á fjölskyldusameiningum „Ég er að tala um útlendingafrumvarpið. Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ segir Þorbjörg. Samfylkingin gerði athugasemdir við ákvæði frumvarpsins sem snéru að takmörkunum á fjölskyldusameiningum. Logi Einarsson þingmaður flokksins sagði í viðtali við mbl í síðustu viku, að flokkurinn hefði tekið undir markmið laganna er lutu að því að auka skilvirkni, mannúð og samræmingu við önnur nágrannalönd í verklagi.“ Hann segir frumvarpið hins vegar hafa fallið á prófum er varða þessi atriði, með tilliti til takmarkana á fjölskyldusameiningum. Flokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þorbjörg gerir einnig athugasamdir við fleiri atriði nýju útlendingalaganna. „Ég er líka mjög óánægð með þær breytingar sem snúa að því að fólk getur ekki fengið efnislega meðferð hafi það fengið vernd í öðru landi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að fólk sem hún hittir í sinni vinnu hafi sumt fengið vernd í Grikklandi og orðið þar fyrir ofbeldi og búi við óviðunandi aðstæður. Þau hafi núna engan séns á því að fá efnislega meðferð hér á landi. Hún segir ljóst að fólk með hennar áherslur muni ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum, eftir stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum. „Ég myndi segja fyrst og fremst þessi breyting að vera endalaust að tala um að við þurfum að verja hérna landamærin, að það þurfi að setja flóttafólk upp sem einhvers konar ógn við innviði, og það er allt gert með óbeinum hætti. Mér fannst þetta bara kristallast í þessari atkvæðagreiðslu, að þau eru ekki tilbúin til þess að standa með jaðarsettasta fólkinu, sem þarf á sterkum jafnaðarmannaflokki að halda,“ segir Þorbjörg. Hún greindi frá úrsögninni á Feisbúkksíðu sinni í gær: Samfylkingin Garðabær Mannréttindi Alþingi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kornið sem fyllti mælinn hjá Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa og verkefnastjóra hjá Samtökunum 78, var hjáseta þingflokks Samfylkingarinnar í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í síðustu viku. Hún segir flokkinn hafa sýnt fram á það með atkvæðagreiðslunni og framgöngu sinni í þinginu að þau geti ekki staðið með mannréttindum. Athugasemdir við takmarkanir á fjölskyldusameiningum „Ég er að tala um útlendingafrumvarpið. Ef að fólk er tilbúið til að gefa afslátt þar, þá veit ég ekki hvar það endar, og það er það sem mér finnst óþægilegt,“ segir Þorbjörg. Samfylkingin gerði athugasemdir við ákvæði frumvarpsins sem snéru að takmörkunum á fjölskyldusameiningum. Logi Einarsson þingmaður flokksins sagði í viðtali við mbl í síðustu viku, að flokkurinn hefði tekið undir markmið laganna er lutu að því að auka skilvirkni, mannúð og samræmingu við önnur nágrannalönd í verklagi.“ Hann segir frumvarpið hins vegar hafa fallið á prófum er varða þessi atriði, með tilliti til takmarkana á fjölskyldusameiningum. Flokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið. Þorbjörg gerir einnig athugasamdir við fleiri atriði nýju útlendingalaganna. „Ég er líka mjög óánægð með þær breytingar sem snúa að því að fólk getur ekki fengið efnislega meðferð hafi það fengið vernd í öðru landi,“ segir Þorbjörg. Hún segir að fólk sem hún hittir í sinni vinnu hafi sumt fengið vernd í Grikklandi og orðið þar fyrir ofbeldi og búi við óviðunandi aðstæður. Þau hafi núna engan séns á því að fá efnislega meðferð hér á landi. Hún segir ljóst að fólk með hennar áherslur muni ekki fá svigrúm til þess að hafa áhrif innan flokksins á næstu misserum, eftir stefnubreytingu flokksins í útlendingamálum. „Ég myndi segja fyrst og fremst þessi breyting að vera endalaust að tala um að við þurfum að verja hérna landamærin, að það þurfi að setja flóttafólk upp sem einhvers konar ógn við innviði, og það er allt gert með óbeinum hætti. Mér fannst þetta bara kristallast í þessari atkvæðagreiðslu, að þau eru ekki tilbúin til þess að standa með jaðarsettasta fólkinu, sem þarf á sterkum jafnaðarmannaflokki að halda,“ segir Þorbjörg. Hún greindi frá úrsögninni á Feisbúkksíðu sinni í gær:
Samfylkingin Garðabær Mannréttindi Alþingi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira