Táknmyndir íslenska lýðveldisins 17. júní 2024 15:01 Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag. Það að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Í dag megum við því vera þakklát fyrir hugsjónir og trú þeirra hugrökku Íslendinga sem börðust fyrir fullveldi lýðveldisins. Við Íslendingar eigum mörg falleg sameiningartákn sem við megum vera stolt af. Þetta eru til dæmis íslenski fáninn, skjaldamerki lýðveldisins Íslands, fjallkonan, landið okkar, náttúran, auðlindirnar og þau sameiginilegu gildi sem við getum sammælst um að séu Íslendingum til sóma. Íslenski fáninn ber rauðan kross sem umlukinn er hvítum lit á bláum grunni. Krossinn er tenging þjóðarinnar við kristni en krossinn er sigurtákn og minnir okkur á tenginguna við himinn og jörð. Rauði liturinn í krossinum táknar eldinn sem ólgar undir Íslandi og einnig þann eldmóð sem Íslendingar bera í brjósti. Rauður táknar hugrekki og ástríðu. Hvíti liturinn merkir ísinn í jöklunum en hvítur táknar einnig sannleika, vernd og æðri mátt. Blái liturinn stendur fyrir fjallablámann en blár stendur fyrir tjáningu og tryggð. Skjaldamerki Íslands er silfurlitaður kross á himinbláum skildi með rauðum krossi inn í silfurkrossinum. Silfurlitur merkir von, næmni og skilyrðislausa ást. Hinar fjóru landvættir Íslands prýða skjaldamerkið, ein fyrir hvern landsfjórðung: Griðungur verndar Vesturland, gammur Norðurland, dreki Austurland og bergrisi Suðurland. Allar standa vættirnar á helluhrauni. Griðungur (ógelt naut) táknar líkamlegan styrk, innri seiglu og hæfileikann til að standa þétt gegn mótlæti. Gammur (örn) táknar yfirsýn og djúpt innsæi. Drekinn stendur fyrir andlega leiðsögn og visku. Risinn merkir ótakmarkaða möguleika og getu til að sigra erfiðleika. Fáir vita að þessar fjórar vættir eiga rætur að rekja til postulana Jóhannesar, Matthíasar, Markúsar og Lúkasar þar sem tákn Jóhannesar er örn (gammur), tákn Mattíasar er engill (risi), tákn Markúsar er ljón (dreki) og tákn Lúkasar er uxi (griðungur). Þessar táknmyndir má sjá í mörgum kirkjum landsins. Fjallkonan er táknmynd Íslands. Fjallkonan er íklædd sjálfri náttúrunni. Hún ber fegurð Íslands með sér, klæðist bláum kjól sem táknar hafið, blámann í fjöllunum og frjálsa tjáningu. Fjallkonan ber ískórónu á höfði sem eldur gýs upp úr. Á hægri öxl hennar er hrafn sem er einkennandi fugl Íslands en hann merkir styrk, miðlun, skilaboð og spádóma. Í hægri hendi heldur fjallkonan á sverði sem er tákn fyrir sannleikann. Vinstra megin flýgur mávur sem táknar þrautseigju, óttaleysi og frelsi. Rúnakeflið sem hún heldur á í vinstri hendi er tákn bókmennta okkar og sögu. Í næturmyrkri situr fjallkonan undir stirndum himni og hálfmána. Allt eru þetta tákn um kvenlegt innsæi, kvenorkuna, andlegan vöxt, guðlega vernd og leiðsögn. Í fjarska eru fjöll með upplýsta tinda, tákn um drauma okkar og þrár. Fögnum afmæli lýðveldisins og fegurð landsins okkar, frelsi þess og fullveldi. Megi Guð og allar góðar vættir vaka yfir landinu okkar fagra og íslensku þjóðinni um ókomna tíð. Höfundur er kennari með áhuga á táknfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag. Það að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Í dag megum við því vera þakklát fyrir hugsjónir og trú þeirra hugrökku Íslendinga sem börðust fyrir fullveldi lýðveldisins. Við Íslendingar eigum mörg falleg sameiningartákn sem við megum vera stolt af. Þetta eru til dæmis íslenski fáninn, skjaldamerki lýðveldisins Íslands, fjallkonan, landið okkar, náttúran, auðlindirnar og þau sameiginilegu gildi sem við getum sammælst um að séu Íslendingum til sóma. Íslenski fáninn ber rauðan kross sem umlukinn er hvítum lit á bláum grunni. Krossinn er tenging þjóðarinnar við kristni en krossinn er sigurtákn og minnir okkur á tenginguna við himinn og jörð. Rauði liturinn í krossinum táknar eldinn sem ólgar undir Íslandi og einnig þann eldmóð sem Íslendingar bera í brjósti. Rauður táknar hugrekki og ástríðu. Hvíti liturinn merkir ísinn í jöklunum en hvítur táknar einnig sannleika, vernd og æðri mátt. Blái liturinn stendur fyrir fjallablámann en blár stendur fyrir tjáningu og tryggð. Skjaldamerki Íslands er silfurlitaður kross á himinbláum skildi með rauðum krossi inn í silfurkrossinum. Silfurlitur merkir von, næmni og skilyrðislausa ást. Hinar fjóru landvættir Íslands prýða skjaldamerkið, ein fyrir hvern landsfjórðung: Griðungur verndar Vesturland, gammur Norðurland, dreki Austurland og bergrisi Suðurland. Allar standa vættirnar á helluhrauni. Griðungur (ógelt naut) táknar líkamlegan styrk, innri seiglu og hæfileikann til að standa þétt gegn mótlæti. Gammur (örn) táknar yfirsýn og djúpt innsæi. Drekinn stendur fyrir andlega leiðsögn og visku. Risinn merkir ótakmarkaða möguleika og getu til að sigra erfiðleika. Fáir vita að þessar fjórar vættir eiga rætur að rekja til postulana Jóhannesar, Matthíasar, Markúsar og Lúkasar þar sem tákn Jóhannesar er örn (gammur), tákn Mattíasar er engill (risi), tákn Markúsar er ljón (dreki) og tákn Lúkasar er uxi (griðungur). Þessar táknmyndir má sjá í mörgum kirkjum landsins. Fjallkonan er táknmynd Íslands. Fjallkonan er íklædd sjálfri náttúrunni. Hún ber fegurð Íslands með sér, klæðist bláum kjól sem táknar hafið, blámann í fjöllunum og frjálsa tjáningu. Fjallkonan ber ískórónu á höfði sem eldur gýs upp úr. Á hægri öxl hennar er hrafn sem er einkennandi fugl Íslands en hann merkir styrk, miðlun, skilaboð og spádóma. Í hægri hendi heldur fjallkonan á sverði sem er tákn fyrir sannleikann. Vinstra megin flýgur mávur sem táknar þrautseigju, óttaleysi og frelsi. Rúnakeflið sem hún heldur á í vinstri hendi er tákn bókmennta okkar og sögu. Í næturmyrkri situr fjallkonan undir stirndum himni og hálfmána. Allt eru þetta tákn um kvenlegt innsæi, kvenorkuna, andlegan vöxt, guðlega vernd og leiðsögn. Í fjarska eru fjöll með upplýsta tinda, tákn um drauma okkar og þrár. Fögnum afmæli lýðveldisins og fegurð landsins okkar, frelsi þess og fullveldi. Megi Guð og allar góðar vættir vaka yfir landinu okkar fagra og íslensku þjóðinni um ókomna tíð. Höfundur er kennari með áhuga á táknfræði.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun