Táknmyndir íslenska lýðveldisins 17. júní 2024 15:01 Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag. Það að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Í dag megum við því vera þakklát fyrir hugsjónir og trú þeirra hugrökku Íslendinga sem börðust fyrir fullveldi lýðveldisins. Við Íslendingar eigum mörg falleg sameiningartákn sem við megum vera stolt af. Þetta eru til dæmis íslenski fáninn, skjaldamerki lýðveldisins Íslands, fjallkonan, landið okkar, náttúran, auðlindirnar og þau sameiginilegu gildi sem við getum sammælst um að séu Íslendingum til sóma. Íslenski fáninn ber rauðan kross sem umlukinn er hvítum lit á bláum grunni. Krossinn er tenging þjóðarinnar við kristni en krossinn er sigurtákn og minnir okkur á tenginguna við himinn og jörð. Rauði liturinn í krossinum táknar eldinn sem ólgar undir Íslandi og einnig þann eldmóð sem Íslendingar bera í brjósti. Rauður táknar hugrekki og ástríðu. Hvíti liturinn merkir ísinn í jöklunum en hvítur táknar einnig sannleika, vernd og æðri mátt. Blái liturinn stendur fyrir fjallablámann en blár stendur fyrir tjáningu og tryggð. Skjaldamerki Íslands er silfurlitaður kross á himinbláum skildi með rauðum krossi inn í silfurkrossinum. Silfurlitur merkir von, næmni og skilyrðislausa ást. Hinar fjóru landvættir Íslands prýða skjaldamerkið, ein fyrir hvern landsfjórðung: Griðungur verndar Vesturland, gammur Norðurland, dreki Austurland og bergrisi Suðurland. Allar standa vættirnar á helluhrauni. Griðungur (ógelt naut) táknar líkamlegan styrk, innri seiglu og hæfileikann til að standa þétt gegn mótlæti. Gammur (örn) táknar yfirsýn og djúpt innsæi. Drekinn stendur fyrir andlega leiðsögn og visku. Risinn merkir ótakmarkaða möguleika og getu til að sigra erfiðleika. Fáir vita að þessar fjórar vættir eiga rætur að rekja til postulana Jóhannesar, Matthíasar, Markúsar og Lúkasar þar sem tákn Jóhannesar er örn (gammur), tákn Mattíasar er engill (risi), tákn Markúsar er ljón (dreki) og tákn Lúkasar er uxi (griðungur). Þessar táknmyndir má sjá í mörgum kirkjum landsins. Fjallkonan er táknmynd Íslands. Fjallkonan er íklædd sjálfri náttúrunni. Hún ber fegurð Íslands með sér, klæðist bláum kjól sem táknar hafið, blámann í fjöllunum og frjálsa tjáningu. Fjallkonan ber ískórónu á höfði sem eldur gýs upp úr. Á hægri öxl hennar er hrafn sem er einkennandi fugl Íslands en hann merkir styrk, miðlun, skilaboð og spádóma. Í hægri hendi heldur fjallkonan á sverði sem er tákn fyrir sannleikann. Vinstra megin flýgur mávur sem táknar þrautseigju, óttaleysi og frelsi. Rúnakeflið sem hún heldur á í vinstri hendi er tákn bókmennta okkar og sögu. Í næturmyrkri situr fjallkonan undir stirndum himni og hálfmána. Allt eru þetta tákn um kvenlegt innsæi, kvenorkuna, andlegan vöxt, guðlega vernd og leiðsögn. Í fjarska eru fjöll með upplýsta tinda, tákn um drauma okkar og þrár. Fögnum afmæli lýðveldisins og fegurð landsins okkar, frelsi þess og fullveldi. Megi Guð og allar góðar vættir vaka yfir landinu okkar fagra og íslensku þjóðinni um ókomna tíð. Höfundur er kennari með áhuga á táknfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag. Það að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Í dag megum við því vera þakklát fyrir hugsjónir og trú þeirra hugrökku Íslendinga sem börðust fyrir fullveldi lýðveldisins. Við Íslendingar eigum mörg falleg sameiningartákn sem við megum vera stolt af. Þetta eru til dæmis íslenski fáninn, skjaldamerki lýðveldisins Íslands, fjallkonan, landið okkar, náttúran, auðlindirnar og þau sameiginilegu gildi sem við getum sammælst um að séu Íslendingum til sóma. Íslenski fáninn ber rauðan kross sem umlukinn er hvítum lit á bláum grunni. Krossinn er tenging þjóðarinnar við kristni en krossinn er sigurtákn og minnir okkur á tenginguna við himinn og jörð. Rauði liturinn í krossinum táknar eldinn sem ólgar undir Íslandi og einnig þann eldmóð sem Íslendingar bera í brjósti. Rauður táknar hugrekki og ástríðu. Hvíti liturinn merkir ísinn í jöklunum en hvítur táknar einnig sannleika, vernd og æðri mátt. Blái liturinn stendur fyrir fjallablámann en blár stendur fyrir tjáningu og tryggð. Skjaldamerki Íslands er silfurlitaður kross á himinbláum skildi með rauðum krossi inn í silfurkrossinum. Silfurlitur merkir von, næmni og skilyrðislausa ást. Hinar fjóru landvættir Íslands prýða skjaldamerkið, ein fyrir hvern landsfjórðung: Griðungur verndar Vesturland, gammur Norðurland, dreki Austurland og bergrisi Suðurland. Allar standa vættirnar á helluhrauni. Griðungur (ógelt naut) táknar líkamlegan styrk, innri seiglu og hæfileikann til að standa þétt gegn mótlæti. Gammur (örn) táknar yfirsýn og djúpt innsæi. Drekinn stendur fyrir andlega leiðsögn og visku. Risinn merkir ótakmarkaða möguleika og getu til að sigra erfiðleika. Fáir vita að þessar fjórar vættir eiga rætur að rekja til postulana Jóhannesar, Matthíasar, Markúsar og Lúkasar þar sem tákn Jóhannesar er örn (gammur), tákn Mattíasar er engill (risi), tákn Markúsar er ljón (dreki) og tákn Lúkasar er uxi (griðungur). Þessar táknmyndir má sjá í mörgum kirkjum landsins. Fjallkonan er táknmynd Íslands. Fjallkonan er íklædd sjálfri náttúrunni. Hún ber fegurð Íslands með sér, klæðist bláum kjól sem táknar hafið, blámann í fjöllunum og frjálsa tjáningu. Fjallkonan ber ískórónu á höfði sem eldur gýs upp úr. Á hægri öxl hennar er hrafn sem er einkennandi fugl Íslands en hann merkir styrk, miðlun, skilaboð og spádóma. Í hægri hendi heldur fjallkonan á sverði sem er tákn fyrir sannleikann. Vinstra megin flýgur mávur sem táknar þrautseigju, óttaleysi og frelsi. Rúnakeflið sem hún heldur á í vinstri hendi er tákn bókmennta okkar og sögu. Í næturmyrkri situr fjallkonan undir stirndum himni og hálfmána. Allt eru þetta tákn um kvenlegt innsæi, kvenorkuna, andlegan vöxt, guðlega vernd og leiðsögn. Í fjarska eru fjöll með upplýsta tinda, tákn um drauma okkar og þrár. Fögnum afmæli lýðveldisins og fegurð landsins okkar, frelsi þess og fullveldi. Megi Guð og allar góðar vættir vaka yfir landinu okkar fagra og íslensku þjóðinni um ókomna tíð. Höfundur er kennari með áhuga á táknfræði.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun