Táknmyndir íslenska lýðveldisins 17. júní 2024 15:01 Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag. Það að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Í dag megum við því vera þakklát fyrir hugsjónir og trú þeirra hugrökku Íslendinga sem börðust fyrir fullveldi lýðveldisins. Við Íslendingar eigum mörg falleg sameiningartákn sem við megum vera stolt af. Þetta eru til dæmis íslenski fáninn, skjaldamerki lýðveldisins Íslands, fjallkonan, landið okkar, náttúran, auðlindirnar og þau sameiginilegu gildi sem við getum sammælst um að séu Íslendingum til sóma. Íslenski fáninn ber rauðan kross sem umlukinn er hvítum lit á bláum grunni. Krossinn er tenging þjóðarinnar við kristni en krossinn er sigurtákn og minnir okkur á tenginguna við himinn og jörð. Rauði liturinn í krossinum táknar eldinn sem ólgar undir Íslandi og einnig þann eldmóð sem Íslendingar bera í brjósti. Rauður táknar hugrekki og ástríðu. Hvíti liturinn merkir ísinn í jöklunum en hvítur táknar einnig sannleika, vernd og æðri mátt. Blái liturinn stendur fyrir fjallablámann en blár stendur fyrir tjáningu og tryggð. Skjaldamerki Íslands er silfurlitaður kross á himinbláum skildi með rauðum krossi inn í silfurkrossinum. Silfurlitur merkir von, næmni og skilyrðislausa ást. Hinar fjóru landvættir Íslands prýða skjaldamerkið, ein fyrir hvern landsfjórðung: Griðungur verndar Vesturland, gammur Norðurland, dreki Austurland og bergrisi Suðurland. Allar standa vættirnar á helluhrauni. Griðungur (ógelt naut) táknar líkamlegan styrk, innri seiglu og hæfileikann til að standa þétt gegn mótlæti. Gammur (örn) táknar yfirsýn og djúpt innsæi. Drekinn stendur fyrir andlega leiðsögn og visku. Risinn merkir ótakmarkaða möguleika og getu til að sigra erfiðleika. Fáir vita að þessar fjórar vættir eiga rætur að rekja til postulana Jóhannesar, Matthíasar, Markúsar og Lúkasar þar sem tákn Jóhannesar er örn (gammur), tákn Mattíasar er engill (risi), tákn Markúsar er ljón (dreki) og tákn Lúkasar er uxi (griðungur). Þessar táknmyndir má sjá í mörgum kirkjum landsins. Fjallkonan er táknmynd Íslands. Fjallkonan er íklædd sjálfri náttúrunni. Hún ber fegurð Íslands með sér, klæðist bláum kjól sem táknar hafið, blámann í fjöllunum og frjálsa tjáningu. Fjallkonan ber ískórónu á höfði sem eldur gýs upp úr. Á hægri öxl hennar er hrafn sem er einkennandi fugl Íslands en hann merkir styrk, miðlun, skilaboð og spádóma. Í hægri hendi heldur fjallkonan á sverði sem er tákn fyrir sannleikann. Vinstra megin flýgur mávur sem táknar þrautseigju, óttaleysi og frelsi. Rúnakeflið sem hún heldur á í vinstri hendi er tákn bókmennta okkar og sögu. Í næturmyrkri situr fjallkonan undir stirndum himni og hálfmána. Allt eru þetta tákn um kvenlegt innsæi, kvenorkuna, andlegan vöxt, guðlega vernd og leiðsögn. Í fjarska eru fjöll með upplýsta tinda, tákn um drauma okkar og þrár. Fögnum afmæli lýðveldisins og fegurð landsins okkar, frelsi þess og fullveldi. Megi Guð og allar góðar vættir vaka yfir landinu okkar fagra og íslensku þjóðinni um ókomna tíð. Höfundur er kennari með áhuga á táknfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag 17. júní 2024 er lýðveldið Ísland 80 ára og því ber að fagna. Það er ekki sjálfgefið að vera frjáls og fullvalda þjóð. Forfeður okkar og formæður þráðu eflaust ekkert heitar en það frelsi sem við búum við í dag. Það að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki kostaði mikla vinnu og fyrirhöfn. Í dag megum við því vera þakklát fyrir hugsjónir og trú þeirra hugrökku Íslendinga sem börðust fyrir fullveldi lýðveldisins. Við Íslendingar eigum mörg falleg sameiningartákn sem við megum vera stolt af. Þetta eru til dæmis íslenski fáninn, skjaldamerki lýðveldisins Íslands, fjallkonan, landið okkar, náttúran, auðlindirnar og þau sameiginilegu gildi sem við getum sammælst um að séu Íslendingum til sóma. Íslenski fáninn ber rauðan kross sem umlukinn er hvítum lit á bláum grunni. Krossinn er tenging þjóðarinnar við kristni en krossinn er sigurtákn og minnir okkur á tenginguna við himinn og jörð. Rauði liturinn í krossinum táknar eldinn sem ólgar undir Íslandi og einnig þann eldmóð sem Íslendingar bera í brjósti. Rauður táknar hugrekki og ástríðu. Hvíti liturinn merkir ísinn í jöklunum en hvítur táknar einnig sannleika, vernd og æðri mátt. Blái liturinn stendur fyrir fjallablámann en blár stendur fyrir tjáningu og tryggð. Skjaldamerki Íslands er silfurlitaður kross á himinbláum skildi með rauðum krossi inn í silfurkrossinum. Silfurlitur merkir von, næmni og skilyrðislausa ást. Hinar fjóru landvættir Íslands prýða skjaldamerkið, ein fyrir hvern landsfjórðung: Griðungur verndar Vesturland, gammur Norðurland, dreki Austurland og bergrisi Suðurland. Allar standa vættirnar á helluhrauni. Griðungur (ógelt naut) táknar líkamlegan styrk, innri seiglu og hæfileikann til að standa þétt gegn mótlæti. Gammur (örn) táknar yfirsýn og djúpt innsæi. Drekinn stendur fyrir andlega leiðsögn og visku. Risinn merkir ótakmarkaða möguleika og getu til að sigra erfiðleika. Fáir vita að þessar fjórar vættir eiga rætur að rekja til postulana Jóhannesar, Matthíasar, Markúsar og Lúkasar þar sem tákn Jóhannesar er örn (gammur), tákn Mattíasar er engill (risi), tákn Markúsar er ljón (dreki) og tákn Lúkasar er uxi (griðungur). Þessar táknmyndir má sjá í mörgum kirkjum landsins. Fjallkonan er táknmynd Íslands. Fjallkonan er íklædd sjálfri náttúrunni. Hún ber fegurð Íslands með sér, klæðist bláum kjól sem táknar hafið, blámann í fjöllunum og frjálsa tjáningu. Fjallkonan ber ískórónu á höfði sem eldur gýs upp úr. Á hægri öxl hennar er hrafn sem er einkennandi fugl Íslands en hann merkir styrk, miðlun, skilaboð og spádóma. Í hægri hendi heldur fjallkonan á sverði sem er tákn fyrir sannleikann. Vinstra megin flýgur mávur sem táknar þrautseigju, óttaleysi og frelsi. Rúnakeflið sem hún heldur á í vinstri hendi er tákn bókmennta okkar og sögu. Í næturmyrkri situr fjallkonan undir stirndum himni og hálfmána. Allt eru þetta tákn um kvenlegt innsæi, kvenorkuna, andlegan vöxt, guðlega vernd og leiðsögn. Í fjarska eru fjöll með upplýsta tinda, tákn um drauma okkar og þrár. Fögnum afmæli lýðveldisins og fegurð landsins okkar, frelsi þess og fullveldi. Megi Guð og allar góðar vættir vaka yfir landinu okkar fagra og íslensku þjóðinni um ókomna tíð. Höfundur er kennari með áhuga á táknfræði.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun