Stjórnmálamenn sem reiða sig á gleymsku kjósenda Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. júní 2024 07:30 Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. Ég hef ítrekað vakið athygli á þessum vanda með skrifum og á Alþingi. Enda þótt börnin mín séu komin af leikskólaaldri er þessi tími mér í mjög fersku minni. Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum. Krafa fólks um að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað endurspeglar breytta atvinnu- og samfélagshætti þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Ég lagði því fram beiðni á Alþingi sl. haust, ásamt hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfa að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur. Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það verður fróðlegt að fá loksins skýrslu ráðherrans inn í umræðuna um þessa erfiðu stöðu barna og foreldra. Lögbundinn réttur foreldra til fæðingarorlofs var nýlega lengdur úr samtals níu mánuðum í tólf. Með lagasetningunni vildu stjórnvöld minnka þetta bil. Framlag sveitarfélaga hefur hins vegar verið misjafnt. Það er brýnt að forgangsraða vegna þessarar óásættanlegu stöðu barnafólks. Stjórnmálamenn mega ekki reiða sig á að endurnýjun „kúnnahópsins“ sé hröð þar sem börnin eldist og vandamálin gleymist því fljótt. Baráttufólk eins og Sylvía á hrós skilið fyrir að halda okkur við efnið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Fæðingarorlof Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir samfélagsmiðlafærslu um erfiða stöðu nýbakaðra foreldra. Sylvía á ung börn og gerði bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar að umtalsefni. Hún spurði hreinlega hvort það væri orðinn „lúxus að fjölga sér“. Varaþingmaður Viðreisnar, María Rut Kristinsdóttir, benti á málflutninginn undir liðnum störf þingsins - fjölskyldufólk væri að bugast undan álaginu sem fylgir þessu bili. Ég hef ítrekað vakið athygli á þessum vanda með skrifum og á Alþingi. Enda þótt börnin mín séu komin af leikskólaaldri er þessi tími mér í mjög fersku minni. Ég taldist lánsöm, en í tvö ár keyrði ég úr Grafarvogi vestur í bæ þar sem ég fékk ungbarnapláss fyrir þau frá eins árs aldri. Ég greiddi m.a.s. fyrir annað plássið í nokkra mánuði á meðan ég kláraði fæðingarorlofið til að halda því fráteknu. Svona af því að fjárhæðin sem ég fékk greidda í framlengdu orlofi dugðu fyrir svo miklum útgjöldum. Krafa fólks um að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað endurspeglar breytta atvinnu- og samfélagshætti þar sem flestir foreldrar eru útivinnandi. Ég lagði því fram beiðni á Alþingi sl. haust, ásamt hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um skýrslu frá innviðaráðherra um kostnað sem foreldrar þurfa að standa straum af eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til dagvistunarúrræði bjóðast. Í því skyni er lykilatriði að afla upplýsinga um hvaða hlutfall foreldra er í þessari stöðu. Þá er mikilvægt að skoða ýmsar breytur í þessu samhengi, m.a. hjúskaparstöðu, félagslega stöðu og tekjur. Eins og Sylvía bendir réttilega á bera konur hitann og þungann af því að brúa bilið. Þær taka lengra fæðingarorlof og missa jafnvel atvinnu sína ef engin dagvistunarúrræði eru í boði að loknu orlofi. Konur verða því fyrir enn meiri tekjumissi, dragast aftur úr framgangsröð í starfi og verða af lífeyristekjum í framtíðinni. Dagvistunarmálin eru þannig gríðarlega mikilvægt jafnréttismál. Það verður fróðlegt að fá loksins skýrslu ráðherrans inn í umræðuna um þessa erfiðu stöðu barna og foreldra. Lögbundinn réttur foreldra til fæðingarorlofs var nýlega lengdur úr samtals níu mánuðum í tólf. Með lagasetningunni vildu stjórnvöld minnka þetta bil. Framlag sveitarfélaga hefur hins vegar verið misjafnt. Það er brýnt að forgangsraða vegna þessarar óásættanlegu stöðu barnafólks. Stjórnmálamenn mega ekki reiða sig á að endurnýjun „kúnnahópsins“ sé hröð þar sem börnin eldist og vandamálin gleymist því fljótt. Baráttufólk eins og Sylvía á hrós skilið fyrir að halda okkur við efnið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar