Boston Celtics NBA-meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 06:30 Jaylen Brown og liðsfélagar hans í Boston Celtics fagna titlinum í nótt. Getty/Elsa Boston Celtics endaði sextán ára bið félagsins eftir NBA titli í nótt en liðið tryggði sér sigur í úrslitaeinvíginu á móti Dallas Mavericks með afar sannfærandi átján stiga sigri, 106-88, á heimavelli sínum í Boston. Þetta er átjándi meistaratitill Celtics í sögunni og með því komst félagið fram úr Los Angeles Lakers sem sigursælasta félag NBA-sögunnar. Boston hafði ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008 og aðeins einu sinni á síðustu 37 árum. Tvíeykið Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir mjög góðan leik. Tatum var með 31 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst en Brown skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. The #NBAFinals MVP put on the finishing touches in Game 5!21 PTS8 REB6 AST2 STL1 Larry O'Brien Trophy 1 Bill Russell Trophy @FCHWPO, NBA Champion 🏆 pic.twitter.com/iH4Be4WfOh— NBA (@NBA) June 18, 2024 Brown var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm auk þess að hafa það vandasama hlutverk að dekka súperstjörnu Dallas, Luka Doncic. Boston gat tryggt sér titillinn í fjórða leiknum á föstudaginn en átti þá sinn versta leik á leiktíðinni. Það var ekkert svoleiðis á dagskrá í nótt því Boston keyrði yfir Mavericks menn frá fyrstu mínútu. Liðið vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 28-18, og var komið 21 stigi yfir í hálfleik, 67-46. HUGE GAME 5 FOR JAYSON TATUM.HE'S NOW AN NBA CHAMPION.31p | 11a | 8r | 2s | 🏆@playstation #PlayHasNoLimits pic.twitter.com/3dKMiP6qd0— NBA (@NBA) June 18, 2024 Boston landaði sigrinum örugglega í seinni hálfleiknum og vann þar með úrslitaeinvígið 4-1. Liðið vann enn fremur 16 af 19 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Aðeins eitt lið hefur náð betra sigurhlutfalli í úrslitakeppninni frá 2003 eða síðan að vinna þurftu sextán leiki til að vinna titilinn. Golden State Warriors vann 16 af 17 leikjum sínum árið 2017. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 2 af 9 þriggja stiga skotum og aðeins úr 2 af 5 vítum. Hann var líka með sjö tapaða bolta. Kyrie Irving var með 15 stig og 9 stoðsendingar en hélt uppteknum hætti og hitti illa á gamla heimavelli sínum í Boston. How often does your backcourt give you 19 boards and 2 blocks in an #NBAFinals closeout game?These Celtics guards are something special.@Jrue_Holiday11: 15 PTS, 11 REB, 4 AST, 1 BLK@Dwhite921: 14 PTS, 8 REB, 4 3PM, 2 STL, 1 BLK pic.twitter.com/Vg5sXFCvKc— NBA (@NBA) June 18, 2024 Þetta Boston lið hefur verið lengi á leiðinni að titlinum enda með flott lið síðustu ár. Liðið tapaði í úrslitum Austurdeildarinnar í sjöunda leik í fyrra og tapaði fyrir Warriors í úrslitaeinvíginu árið 2022. Ekkert félag hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppninni undanfarin átta ár. Þeir Tatum og Brown voru líka búnir að spila 107 leiki saman í úrslitakeppninni án þess að vinna titilinn sem var met. Nú er allt svoleiðis tal hins vegar úr sögunni og Boston Celtics er loksins kominn á toppinn á nýjan leik. Nú þegar þessi titill er í höfn eftir mjög sannfærandi frammistöðu allt tímabilið er allt til alls í Boston til að vinna fleiri titla á næstu árum. Boston hefur sett saman frábært lið sem er þegar farið að banka á dyrnar sem eitt það besta í sögunni. Með fleiri titlum á næstu árum væri ekki hægt að mótmæla því mikið að þeir teljist með í þeim eftirsótta hópi. Jayson Tatum was mic'd up as he won his first NBA Championship.It was unreal. 🔊💚 pic.twitter.com/v8yWX4QeNg— NBA (@NBA) June 18, 2024 NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Þetta er átjándi meistaratitill Celtics í sögunni og með því komst félagið fram úr Los Angeles Lakers sem sigursælasta félag NBA-sögunnar. Boston hafði ekki unnið NBA-titilinn síðan 2008 og aðeins einu sinni á síðustu 37 árum. Tvíeykið Jayson Tatum og Jaylen Brown áttu báðir mjög góðan leik. Tatum var með 31 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst en Brown skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. The #NBAFinals MVP put on the finishing touches in Game 5!21 PTS8 REB6 AST2 STL1 Larry O'Brien Trophy 1 Bill Russell Trophy @FCHWPO, NBA Champion 🏆 pic.twitter.com/iH4Be4WfOh— NBA (@NBA) June 18, 2024 Brown var kosinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann var með 20,8 stig, 5,4 fráköst og 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum fimm auk þess að hafa það vandasama hlutverk að dekka súperstjörnu Dallas, Luka Doncic. Boston gat tryggt sér titillinn í fjórða leiknum á föstudaginn en átti þá sinn versta leik á leiktíðinni. Það var ekkert svoleiðis á dagskrá í nótt því Boston keyrði yfir Mavericks menn frá fyrstu mínútu. Liðið vann fyrsta leikhlutann með tíu stigum, 28-18, og var komið 21 stigi yfir í hálfleik, 67-46. HUGE GAME 5 FOR JAYSON TATUM.HE'S NOW AN NBA CHAMPION.31p | 11a | 8r | 2s | 🏆@playstation #PlayHasNoLimits pic.twitter.com/3dKMiP6qd0— NBA (@NBA) June 18, 2024 Boston landaði sigrinum örugglega í seinni hálfleiknum og vann þar með úrslitaeinvígið 4-1. Liðið vann enn fremur 16 af 19 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár. Aðeins eitt lið hefur náð betra sigurhlutfalli í úrslitakeppninni frá 2003 eða síðan að vinna þurftu sextán leiki til að vinna titilinn. Golden State Warriors vann 16 af 17 leikjum sínum árið 2017. Luka Doncic var atkvæðamestur hjá Dallas með 28 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar en hitti aðeins úr 2 af 9 þriggja stiga skotum og aðeins úr 2 af 5 vítum. Hann var líka með sjö tapaða bolta. Kyrie Irving var með 15 stig og 9 stoðsendingar en hélt uppteknum hætti og hitti illa á gamla heimavelli sínum í Boston. How often does your backcourt give you 19 boards and 2 blocks in an #NBAFinals closeout game?These Celtics guards are something special.@Jrue_Holiday11: 15 PTS, 11 REB, 4 AST, 1 BLK@Dwhite921: 14 PTS, 8 REB, 4 3PM, 2 STL, 1 BLK pic.twitter.com/Vg5sXFCvKc— NBA (@NBA) June 18, 2024 Þetta Boston lið hefur verið lengi á leiðinni að titlinum enda með flott lið síðustu ár. Liðið tapaði í úrslitum Austurdeildarinnar í sjöunda leik í fyrra og tapaði fyrir Warriors í úrslitaeinvíginu árið 2022. Ekkert félag hefur spilað fleiri leiki í úrslitakeppninni undanfarin átta ár. Þeir Tatum og Brown voru líka búnir að spila 107 leiki saman í úrslitakeppninni án þess að vinna titilinn sem var met. Nú er allt svoleiðis tal hins vegar úr sögunni og Boston Celtics er loksins kominn á toppinn á nýjan leik. Nú þegar þessi titill er í höfn eftir mjög sannfærandi frammistöðu allt tímabilið er allt til alls í Boston til að vinna fleiri titla á næstu árum. Boston hefur sett saman frábært lið sem er þegar farið að banka á dyrnar sem eitt það besta í sögunni. Með fleiri titlum á næstu árum væri ekki hægt að mótmæla því mikið að þeir teljist með í þeim eftirsótta hópi. Jayson Tatum was mic'd up as he won his first NBA Championship.It was unreal. 🔊💚 pic.twitter.com/v8yWX4QeNg— NBA (@NBA) June 18, 2024
NBA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira