Flughált víðs vegar vegna nýrrar aðferðar við vegaklæðningu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júní 2024 18:40 Ólafur segir ástandið sums staðar vera eins og hellt hafi verið olíu yfir veginn. Vísir/Vilhelm Ólafur Kr. Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir nýja aðferð við vegaklæðningu á umferðarvegum valda bikblæðingu sem getur verið lífshættuleg. Hann lýsir ástandi sumra vega með þungri umferð þannig að sé eins og hellt hafi verið olíu yfir veginn. Binding vega er gerð með tvenns konar hætti, að sögn Ólafs. Annars vegar eru vegir malbikaðir og hins vegar klæddir. Mismunandi ástæður séu fyrir því að ákveðið sé að klæða eða malbika en fyrst og fremst dugi klæðning á vegum með litla sem enga daglega umferð. Það sé þó ekki staðan á þjóðveginum eða Gullna hringnum sem hafi þó verið klæddir. Fiskiolía í stað terpentínu „Þetta er ómerkilegasta bindiefni sem hægt er að hugsa sér á vegi. Þetta er ekki nema tveir og hálfur sentimetri á þykkt og þetta er bara möl sem er sáldrað yfir bik eða tjöru sem er sprautað á veginn. Til þess að þetta virki þarf að þynna bikið. Það er samkvæmt uppskrift gert með terpentínu. En á Íslandi er búið að ákveða það eða einhverjir sérfræðingar hér að terpentína sé olíuvara, það er vond lykt af henni, hún er mengun og ef þú drekkur hana verðurðu veikur,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Mynd sem Ólafur tók við aðkomuna að Geysi sem sýnir hvert ástandið getur orðið á fjölförnum vegum vegna bikblæðingar.Ólafur Kr. Guðmundsson Lengi hafi verið unnið að því að finna bindiefni sem komið gæti í staðinn fyrir terpentínu og var niðurstaðan sú að úrgangslýsi yrði notað. „Þeir eru lengi búnir að vera að reyna að finna eitthvað í staðinn fyrir terpentínuna og eru núna að setja fiskiolíu, úrgangslýsi, í staðinn fyrir terpentínuna í bikið. Það er fita og hún gufar ekki upp. Það sem gerist þegar þú notar terpentínu, það er það að þetta þynnir bikið á meðan þú ert að leggja þetta þannig að mölin þjappast ofan í bikið, síðan gufar terpentínan upp og þá storknar bikið og verður eins og vax og límir grjótið niður. Þannig á að gera þetta en ef þú notar fiskiolíu, þá geturðu sprautað þessu á, en fitan gufar ekki upp. Hún er þarna áfram,“ segir Ólafur. Álag á klæðninguna valdi flughálku Þegar hitasveifla verði eins og síðustu vikur á Norðurlandi sem og þegar umferðin sé þung á vegunum fari bikið að blæða. Þetta eigi það sérstaklega til að gerast þar sem vegur fer upp brekku, á gatnamótum eða á öðrum stöðum þar sem umferðin beygir. Þar er meira álag á klæðninguna. Ólafur segir þetta geta gerst allan ársins hring og þá löðri allt í blæðingum á umferðaræðum. „Þá verður þetta bara eins og hellt hafi verið olíu á veginn. Þetta verður flughált,“ segir Ólafur. Ólafur segir að íslenskir flutningabíla- og rútubílstjórar séu margir hverjir vel kunnugir þessu en að óvanir bílstjórar eins og til dæmis erlendir þekki ekki hvaða áhrif þetta geti haft á yfirborð vegarins. „Við vissum þetta ekki fyrst og Vegagerðin ekki heldur en eftir að hafa horft á þetta í nokkur ár og fylgst með því í hvaða kringumstæðum þetta gerist þá held ég að þetta sé tilfellið,“ segir Ólafur. Yfirvöld þurfi að bregðast við Ólafur segir að þegar umferðin sé orðin eins mikil og raun ber vitni á veginum um Öxnadalsheiði, þar sem ferðamannarúta hafnaði á dögunum utan vegar, sé ekki hægt að nota klæðningu. Heldur þurfi þá að malbika vegin. Ólafur telur sjálfur að hámark notagildis klæðningarinnar sé á bilinu 1500 til 2000 bíla umferð dalega. Hann segir jafnframt að vandinn sé í sjálfu sér ekki Vegagerðinni að kenna heldur þurfi yfirvöld að setja þá kröfu að fari umferðin yfir ákveðinn daglegan bílafjölda verði að malbika. „Klæðning er fín á sveitavegum og bílaplönum en á umferðaræðum eins og hringveginum og Gullna hringnum í dag þá bara dugar hún ekki,“ segir Ólafur. Vegagerð Umferðaröryggi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Binding vega er gerð með tvenns konar hætti, að sögn Ólafs. Annars vegar eru vegir malbikaðir og hins vegar klæddir. Mismunandi ástæður séu fyrir því að ákveðið sé að klæða eða malbika en fyrst og fremst dugi klæðning á vegum með litla sem enga daglega umferð. Það sé þó ekki staðan á þjóðveginum eða Gullna hringnum sem hafi þó verið klæddir. Fiskiolía í stað terpentínu „Þetta er ómerkilegasta bindiefni sem hægt er að hugsa sér á vegi. Þetta er ekki nema tveir og hálfur sentimetri á þykkt og þetta er bara möl sem er sáldrað yfir bik eða tjöru sem er sprautað á veginn. Til þess að þetta virki þarf að þynna bikið. Það er samkvæmt uppskrift gert með terpentínu. En á Íslandi er búið að ákveða það eða einhverjir sérfræðingar hér að terpentína sé olíuvara, það er vond lykt af henni, hún er mengun og ef þú drekkur hana verðurðu veikur,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Mynd sem Ólafur tók við aðkomuna að Geysi sem sýnir hvert ástandið getur orðið á fjölförnum vegum vegna bikblæðingar.Ólafur Kr. Guðmundsson Lengi hafi verið unnið að því að finna bindiefni sem komið gæti í staðinn fyrir terpentínu og var niðurstaðan sú að úrgangslýsi yrði notað. „Þeir eru lengi búnir að vera að reyna að finna eitthvað í staðinn fyrir terpentínuna og eru núna að setja fiskiolíu, úrgangslýsi, í staðinn fyrir terpentínuna í bikið. Það er fita og hún gufar ekki upp. Það sem gerist þegar þú notar terpentínu, það er það að þetta þynnir bikið á meðan þú ert að leggja þetta þannig að mölin þjappast ofan í bikið, síðan gufar terpentínan upp og þá storknar bikið og verður eins og vax og límir grjótið niður. Þannig á að gera þetta en ef þú notar fiskiolíu, þá geturðu sprautað þessu á, en fitan gufar ekki upp. Hún er þarna áfram,“ segir Ólafur. Álag á klæðninguna valdi flughálku Þegar hitasveifla verði eins og síðustu vikur á Norðurlandi sem og þegar umferðin sé þung á vegunum fari bikið að blæða. Þetta eigi það sérstaklega til að gerast þar sem vegur fer upp brekku, á gatnamótum eða á öðrum stöðum þar sem umferðin beygir. Þar er meira álag á klæðninguna. Ólafur segir þetta geta gerst allan ársins hring og þá löðri allt í blæðingum á umferðaræðum. „Þá verður þetta bara eins og hellt hafi verið olíu á veginn. Þetta verður flughált,“ segir Ólafur. Ólafur segir að íslenskir flutningabíla- og rútubílstjórar séu margir hverjir vel kunnugir þessu en að óvanir bílstjórar eins og til dæmis erlendir þekki ekki hvaða áhrif þetta geti haft á yfirborð vegarins. „Við vissum þetta ekki fyrst og Vegagerðin ekki heldur en eftir að hafa horft á þetta í nokkur ár og fylgst með því í hvaða kringumstæðum þetta gerist þá held ég að þetta sé tilfellið,“ segir Ólafur. Yfirvöld þurfi að bregðast við Ólafur segir að þegar umferðin sé orðin eins mikil og raun ber vitni á veginum um Öxnadalsheiði, þar sem ferðamannarúta hafnaði á dögunum utan vegar, sé ekki hægt að nota klæðningu. Heldur þurfi þá að malbika vegin. Ólafur telur sjálfur að hámark notagildis klæðningarinnar sé á bilinu 1500 til 2000 bíla umferð dalega. Hann segir jafnframt að vandinn sé í sjálfu sér ekki Vegagerðinni að kenna heldur þurfi yfirvöld að setja þá kröfu að fari umferðin yfir ákveðinn daglegan bílafjölda verði að malbika. „Klæðning er fín á sveitavegum og bílaplönum en á umferðaræðum eins og hringveginum og Gullna hringnum í dag þá bara dugar hún ekki,“ segir Ólafur.
Vegagerð Umferðaröryggi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira