Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 13:43 Stóraukið álag á vegum valdi bikblæðingu sama hvaða bindiefni sé notað. Aðsend Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og umferðaröryggissérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í gær að hættuleg bikblæðing, sem valdi flughálku á vegum landsins og hefur verið að gera vart við sig í auknum mæli undanfarin ár, væri fyrst og fremst hægt að rekja til þess að hætt hafi verið að nota terpentínu sem bindiefni. Bergþóra segir þetta ekki vera rétt heldur sé málið talsvert flóknara en það. Hætt hafi verið að nota terpentínu við slitlagsbindingu fyrir mörgum árum síðan en blæðingar hafi verið þekkt fyrirbæri á íslenskum vegum í langan tíma fyrir það. „Fyrir það voru oft blæðingar. Það eru þekkt og skráð dæmi hjá Vegagerðinni um blæðingar í klæðingum alveg til áttatíu og eitthvað. Þetta er líka þekkt erlendis. Það er ekki beint orsakasamhengi. Það er ekki bara ein lausn og þá leysist málið,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. „Klæðing er fyrirbæri sem er í grunninn vand með farið. Það þarf að vanda vel til verka og það þarf allt að passa. Það þarf að vera rétt steinefni, það þarf að vera rétt íblöndunarefni í bikinu, rétta þjálniefnið, magnið. Það skiptir líka máli hvernig klæðingin er undir,“ bætir hún við. Vandamálið óhjákvæmilegt Bergþóra segir að aukin bikblæðing á Íslandi sé fyrst og fremst vegna aukinnar umferðar og álags á vegakerfið. „Þetta er alltaf viðfangsefni þegar við erum komin með mikla umferð á vegum með klæðingu. Og á heitum sumardögum eins og hefur verið síðustu daga verður of mikil umferð þá verðru vandamálið stærra og meira. Það er óhjákvæmilegt,“ segir hún. „Það sem er mikilvægast er að við merkjum að fólk virði merkingarnar og hægi á sér og tryggi öryggi bæði sjálfs síns og annarra vegfarenda,“ segir Bergþóra jafnframt. Álagið ekki í hlutfalli við fjármagn Vandamálið stafi frekar af því að klæðing sé notuð þar sem æskilegast væri að malbika. Það er að segja, að fjölfarnir vegir fái klæðingu sem sem stendur ekki undir umferðarmagninu. „Við erum ekki fjármögnuð þannig að við getum malbikað meira,“ segir Berþóra þó. Bergþóra segir umferð hafa aukist gríðarlega á Íslandi vegna ferðamanna en að breyttir búsetuhættir Íslendinga hafi einnig ýtt undir umferðina. Vinnusóknarsvæði hafi stækkað með tilheyrandi fjölgun á daglegum ferðum um áður sjaldfarna vegi. „Þar af leiðandi hefur umferð á vegakerfinu aukist mjög mikið. Kannski töluvert mikið meira en fjármagn til viðhaldsins á vegakerfinu hefur vaxið,“ segir Bergþóra. Hvetur fólk til að tilkynna „Okkur vantar meiri pening til þess að geta malbikað meira en malbikið er fimm sinnum dýrara,“ segir hún. Til skamms tíma brýnir Bergþóra það fyrir ökumönnum að hægja á ferðinni þegar þeir verða varir við bikblæðingu. „Við hvetjum fólk til þess að draga úr hraða þegar það kemur að blæðingarkafla. við reynum að setja skilti alltaf til þess að vara við. Ef að fólk verður vart við svona þar sem ekki er búið að merkja þá bara endilega hringja inn í þjónustusímann okkar og láta vita,“ segir Bergþóra. Umferðaröryggi Vegagerð Umferð Bílar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Ólafur Kr. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og umferðaröryggissérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í gær að hættuleg bikblæðing, sem valdi flughálku á vegum landsins og hefur verið að gera vart við sig í auknum mæli undanfarin ár, væri fyrst og fremst hægt að rekja til þess að hætt hafi verið að nota terpentínu sem bindiefni. Bergþóra segir þetta ekki vera rétt heldur sé málið talsvert flóknara en það. Hætt hafi verið að nota terpentínu við slitlagsbindingu fyrir mörgum árum síðan en blæðingar hafi verið þekkt fyrirbæri á íslenskum vegum í langan tíma fyrir það. „Fyrir það voru oft blæðingar. Það eru þekkt og skráð dæmi hjá Vegagerðinni um blæðingar í klæðingum alveg til áttatíu og eitthvað. Þetta er líka þekkt erlendis. Það er ekki beint orsakasamhengi. Það er ekki bara ein lausn og þá leysist málið,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. „Klæðing er fyrirbæri sem er í grunninn vand með farið. Það þarf að vanda vel til verka og það þarf allt að passa. Það þarf að vera rétt steinefni, það þarf að vera rétt íblöndunarefni í bikinu, rétta þjálniefnið, magnið. Það skiptir líka máli hvernig klæðingin er undir,“ bætir hún við. Vandamálið óhjákvæmilegt Bergþóra segir að aukin bikblæðing á Íslandi sé fyrst og fremst vegna aukinnar umferðar og álags á vegakerfið. „Þetta er alltaf viðfangsefni þegar við erum komin með mikla umferð á vegum með klæðingu. Og á heitum sumardögum eins og hefur verið síðustu daga verður of mikil umferð þá verðru vandamálið stærra og meira. Það er óhjákvæmilegt,“ segir hún. „Það sem er mikilvægast er að við merkjum að fólk virði merkingarnar og hægi á sér og tryggi öryggi bæði sjálfs síns og annarra vegfarenda,“ segir Bergþóra jafnframt. Álagið ekki í hlutfalli við fjármagn Vandamálið stafi frekar af því að klæðing sé notuð þar sem æskilegast væri að malbika. Það er að segja, að fjölfarnir vegir fái klæðingu sem sem stendur ekki undir umferðarmagninu. „Við erum ekki fjármögnuð þannig að við getum malbikað meira,“ segir Berþóra þó. Bergþóra segir umferð hafa aukist gríðarlega á Íslandi vegna ferðamanna en að breyttir búsetuhættir Íslendinga hafi einnig ýtt undir umferðina. Vinnusóknarsvæði hafi stækkað með tilheyrandi fjölgun á daglegum ferðum um áður sjaldfarna vegi. „Þar af leiðandi hefur umferð á vegakerfinu aukist mjög mikið. Kannski töluvert mikið meira en fjármagn til viðhaldsins á vegakerfinu hefur vaxið,“ segir Bergþóra. Hvetur fólk til að tilkynna „Okkur vantar meiri pening til þess að geta malbikað meira en malbikið er fimm sinnum dýrara,“ segir hún. Til skamms tíma brýnir Bergþóra það fyrir ökumönnum að hægja á ferðinni þegar þeir verða varir við bikblæðingu. „Við hvetjum fólk til þess að draga úr hraða þegar það kemur að blæðingarkafla. við reynum að setja skilti alltaf til þess að vara við. Ef að fólk verður vart við svona þar sem ekki er búið að merkja þá bara endilega hringja inn í þjónustusímann okkar og láta vita,“ segir Bergþóra.
Umferðaröryggi Vegagerð Umferð Bílar Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira