Faðir handtekinn á nærbuxunum á heimili sonar Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júní 2024 13:34 Sérsveit Ríkislögreglustjóra handtók manninn. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða manni 170 þúsund krónur vegna handtöku sérsveitarinnar á honum árið 2022. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Að mati dómsins var handtakan sjálf lögmæt en vegna þess að maðurinn varð fyrir skaða vegna hennar á hann rétt á bótum. Þegar handtakan fór fram var sonur mannsins grunaður um að hafa skotið á bíl mannsins, föður síns. Nágrannar sonarins höfðu upplýst lögreglu um að hann væri að haga sér undarlega. Lögreglan hafi skoðað bíl föðurins og séð að öll hægri hlið hans væri sundurskotin. Hann hafi setið í bílnum og upplýst lögreglu um að sonurinn hefði skotið bílinn, sem væri ónýtur og til stæði að henda honum. Sonurinn á hins vega að hafa sagt að „hópur af svertingjum“ hefði ekið hjá og skotið á bílinn með vélbyssum. Var við það að sofna og náði ekki að klæða sig Faðirinn sagði við lögreglu að sonurinn ætti fleiri skotvopn en skráð væru í skotvopnaskrá. Þá væri skotvopnaleyfi hans útrunnið. Honum þætti mikilvægt að lögreglan myndi leita og leggja hald á skotvopn sonarins. Í kjölfarið fékk lögregla heimild til að leita í iðnaðarhúsnæði, geymslum og bílum sonarins. Lögreglan fékk sérsveitina til að aðstoða sig við að framfylgja úrskurðinum. Óskað var eftir því að sérsveitin myndi handtaka soninn og tryggja ástand í húsnæðinu, til dæmis með því að handtaka og færa alla á vettvangi í handjárn. Það var meðal annars gert til að tryggja að ekki væri hægt að spilla sönnunargögnum. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þegar þessi lögregluaðgerð fór fram var faðirinn staddur á heimili sonarins. Hann sagði að sér hafi brugðið mjög við þess aðgerð, en hann hafi legið í rúmi í nærbuxum einum fata og verið að sofna þegar hann hafi hrokkið upp við mikinn hávaða. Greinilegt væri að lögreglan væri komin í húsið. Áður en honum hafi tekist að komast fram úr og klæða sig hefðu sérsveitarmenn ruðst inn í herbergið, að sögn mannsins með fyrirgangi og ógnandi látbragði. Hann hafi verið handjárnaður og tilkynnt um að hann hefði réttarstöðu sakbornings en honum var ekki kynnt sakarefnið. Í stefnu mannsins sagði að hann hafi verið látinn liggja á grúfu, nánast nakinn, á meðan húsleit fór fram, en hún hafi í heildina tekið rúma klukkustund. Lögreglan vildi meina að hann hafi fengið sæng eða teppi til að hylja sig og í fyrstu legið uppi í rúmi og síðan sest upp. Hrekkur upp þegar hann heyrir í þyrlu Maðurinn vildi meina að hann fyndi fyrir áhrifum handtökunnar. Hann hrykki upp þegar hann heyrði í þyrlu þar sem það minnti hann á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem hafi sótt sérsveitarmennina sem tóku þátt í aðgerðinni. Hann krafðist einnar milljónar króna í miskabætur frá ríkinu. Íslenska ríkið, fyrir hönd lögreglunnar, féllst á bótaábyrgð, en krafðist þess að upphæðin myndi lækka verulega. Að mati dómsins var handtakan lögmæt og ekki hægt að fallast á að sérsveitarmennirnir hafi valdið ólögmætri meingerð gegn frelsi, firði, æru eða persónu mannsins. Dómurinn komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að ríkið skyldi greiða manninum 170 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Þegar handtakan fór fram var sonur mannsins grunaður um að hafa skotið á bíl mannsins, föður síns. Nágrannar sonarins höfðu upplýst lögreglu um að hann væri að haga sér undarlega. Lögreglan hafi skoðað bíl föðurins og séð að öll hægri hlið hans væri sundurskotin. Hann hafi setið í bílnum og upplýst lögreglu um að sonurinn hefði skotið bílinn, sem væri ónýtur og til stæði að henda honum. Sonurinn á hins vega að hafa sagt að „hópur af svertingjum“ hefði ekið hjá og skotið á bílinn með vélbyssum. Var við það að sofna og náði ekki að klæða sig Faðirinn sagði við lögreglu að sonurinn ætti fleiri skotvopn en skráð væru í skotvopnaskrá. Þá væri skotvopnaleyfi hans útrunnið. Honum þætti mikilvægt að lögreglan myndi leita og leggja hald á skotvopn sonarins. Í kjölfarið fékk lögregla heimild til að leita í iðnaðarhúsnæði, geymslum og bílum sonarins. Lögreglan fékk sérsveitina til að aðstoða sig við að framfylgja úrskurðinum. Óskað var eftir því að sérsveitin myndi handtaka soninn og tryggja ástand í húsnæðinu, til dæmis með því að handtaka og færa alla á vettvangi í handjárn. Það var meðal annars gert til að tryggja að ekki væri hægt að spilla sönnunargögnum. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Þegar þessi lögregluaðgerð fór fram var faðirinn staddur á heimili sonarins. Hann sagði að sér hafi brugðið mjög við þess aðgerð, en hann hafi legið í rúmi í nærbuxum einum fata og verið að sofna þegar hann hafi hrokkið upp við mikinn hávaða. Greinilegt væri að lögreglan væri komin í húsið. Áður en honum hafi tekist að komast fram úr og klæða sig hefðu sérsveitarmenn ruðst inn í herbergið, að sögn mannsins með fyrirgangi og ógnandi látbragði. Hann hafi verið handjárnaður og tilkynnt um að hann hefði réttarstöðu sakbornings en honum var ekki kynnt sakarefnið. Í stefnu mannsins sagði að hann hafi verið látinn liggja á grúfu, nánast nakinn, á meðan húsleit fór fram, en hún hafi í heildina tekið rúma klukkustund. Lögreglan vildi meina að hann hafi fengið sæng eða teppi til að hylja sig og í fyrstu legið uppi í rúmi og síðan sest upp. Hrekkur upp þegar hann heyrir í þyrlu Maðurinn vildi meina að hann fyndi fyrir áhrifum handtökunnar. Hann hrykki upp þegar hann heyrði í þyrlu þar sem það minnti hann á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem hafi sótt sérsveitarmennina sem tóku þátt í aðgerðinni. Hann krafðist einnar milljónar króna í miskabætur frá ríkinu. Íslenska ríkið, fyrir hönd lögreglunnar, féllst á bótaábyrgð, en krafðist þess að upphæðin myndi lækka verulega. Að mati dómsins var handtakan lögmæt og ekki hægt að fallast á að sérsveitarmennirnir hafi valdið ólögmætri meingerð gegn frelsi, firði, æru eða persónu mannsins. Dómurinn komst, líkt og áður segir, að þeirri niðurstöðu að ríkið skyldi greiða manninum 170 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira