Skotárásarmaðurinn á Dubliner fær tíu ára dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 21. júní 2024 15:50 Fannar þegar hann var færður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn málsins. vísir/Ívar Fannar Landsréttur þyngdi í dag fangelsisdóm Fannars Daníels Guðmundssonar sem hann hlaut vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars á síðasta ári og vegna frelsissviptingar og nauðgunar. Landsréttur dæmir Fannar í tíu ára fangelsi, en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í átta ára fangelsi í nóvember á síðasta ári. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Hinn maðurinn, Ari Ívars hlýtur þriggja ára fangelsisdóm í Landsrétti, en hann hafði hlotið tveggja og hálfs árs dóm í héraði. Fannar Daníel var ákærður fyrir að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars á síðasta ári. Landsréttur féllst á það að um tilraun til manndráps væri að ræða. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner í miðbæ Reykjavíkur, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins. Án viðvörunar og fyrirvaralaust hafi hann hleypt af einu skoti, þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir fólkið. Fimm klukkutíma frelsissvipting Mikið var fjallað um skotárásina á Dubliner í fjölmiðlum á sínum tíma, en minna hefur farið fyrir frelsissviptingarmálinu, en með dómi Landsréttar er dómur héraðsdóms jafnframt birtur í fyrsta skipti og því minna vitað um það fyrr en nú. Í því máli voru Fannar og Ari sakfelldir fyrir að svipta annan mann frelsi í um fimm klukkustundir á heimili hans. Þeir beittu hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná verðmætum af manninum, en þeir bundu hann höndum og fótum við rúm hans, hótuðu honum lífláti og annars konar ofbeldi. Fannar neyddi hann til að gefa upp lykilorð að farsíma og heimabanka sínum og Ari safnaði á sama tíma lausafé í eigu mannsins. Þeir eru sagðir hafa borið lausaféð í sameiningu út í bifreið og horfið á braut og skilið manninn bundinn eftir. Rétt er að vara lesendur við lýsingum sem fram koma í fréttinni að neðan. Einnig sakfelldur fyrir nauðgun Fannar var jafnframt sakfelldur fyrir að nauðga manninum og beita hann annars konar kynferðisbrotum á meðan hann var bundinn í rúminu. Í ákæru segir að í því hafi falist að þrýsta klaufhamri í endaþarmsop mannsins og skakað hamrinum fram og til baka. Þá hafi hann tvívegis slegið hamrinum í getnaðarlim mannsins. Á sama tíma hafi hann tekið athæfið upp á farsíma og hótað að dreifa því ef maðurinn myndi leita til lögreglu. Fyrir dómi sagði Fannar Daníel að á þessum tíma hefði hann verið í partíum „út um allt“ og myndi lítið en það væri út í hött að hann hefði misnotað karlmann. Hann sagðist aldrei myndu gera það. Ari var einnig sakfelldur fyrir ýmis konar önnur brot sem vörðuðu fíkniefni, þjófnað og brot á umferðarreglum. Sérstaklega meiðandi og niðurlægjandi Í dómi héraðsdóms segir að Fannar hafi framið alvarleg og gróf brot og hann hafi sýnt af sér skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola málanna. Varðandi frelsissviptingar- og nauðgunarmálið segir að hann hafi á grófan hátt brotið gegn kynfrelsi mannsins og að háttsemin hafi verið sérstaklega meiðandi og niðurlægjandi. Fannari var gert að greiða fjórum þolendum Dubliner-málsins 900 þúsund krónur hverjum um sig, og manninum sem hann frelsissvipti og nauðgaði tæplega 3,4 milljónir króna. Ara var gert að greiða honum tæplega 1,9 milljónir. Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Reykjavík Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. 16. nóvember 2023 15:03 Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. 11. apríl 2023 17:52 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Landsréttur dæmir Fannar í tíu ára fangelsi, en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hann í átta ára fangelsi í nóvember á síðasta ári. Tvö mál gegn Fannari Daníel voru sameinuð og dæmd í einu. Hitt málið varðaði frelsissviptingu sem Fannar Daníel framdi í félagi við annan mann. Í því máli var hann ákærður fyrir kynferðisbrot og því var þinghald lokað til þess að verja nafnleynd brotaþola. Hinn maðurinn, Ari Ívars hlýtur þriggja ára fangelsisdóm í Landsrétti, en hann hafði hlotið tveggja og hálfs árs dóm í héraði. Fannar Daníel var ákærður fyrir að hleypa af haglabyssu inni á skemmtistaðnum The Dubliner í mars á síðasta ári. Landsréttur féllst á það að um tilraun til manndráps væri að ræða. Í ákæru á hendur honum sagði að hann hafi farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni og afsagaðri haglabyssu, inn á veitingastaðinn The Dubliner í miðbæ Reykjavíkur, og beint henni í átt að þremur viðskiptavinum og einum barþjóni, sem voru við barborð staðarins. Án viðvörunar og fyrirvaralaust hafi hann hleypt af einu skoti, þannig að höglin höfnuðu í innréttingu staðarins og áfengisflöskum með þeim afleiðingum að flöskurnar splundruðust og glerbrotum rigndi yfir fólkið. Fimm klukkutíma frelsissvipting Mikið var fjallað um skotárásina á Dubliner í fjölmiðlum á sínum tíma, en minna hefur farið fyrir frelsissviptingarmálinu, en með dómi Landsréttar er dómur héraðsdóms jafnframt birtur í fyrsta skipti og því minna vitað um það fyrr en nú. Í því máli voru Fannar og Ari sakfelldir fyrir að svipta annan mann frelsi í um fimm klukkustundir á heimili hans. Þeir beittu hann ofbeldi og hótunum í því skyni að ná verðmætum af manninum, en þeir bundu hann höndum og fótum við rúm hans, hótuðu honum lífláti og annars konar ofbeldi. Fannar neyddi hann til að gefa upp lykilorð að farsíma og heimabanka sínum og Ari safnaði á sama tíma lausafé í eigu mannsins. Þeir eru sagðir hafa borið lausaféð í sameiningu út í bifreið og horfið á braut og skilið manninn bundinn eftir. Rétt er að vara lesendur við lýsingum sem fram koma í fréttinni að neðan. Einnig sakfelldur fyrir nauðgun Fannar var jafnframt sakfelldur fyrir að nauðga manninum og beita hann annars konar kynferðisbrotum á meðan hann var bundinn í rúminu. Í ákæru segir að í því hafi falist að þrýsta klaufhamri í endaþarmsop mannsins og skakað hamrinum fram og til baka. Þá hafi hann tvívegis slegið hamrinum í getnaðarlim mannsins. Á sama tíma hafi hann tekið athæfið upp á farsíma og hótað að dreifa því ef maðurinn myndi leita til lögreglu. Fyrir dómi sagði Fannar Daníel að á þessum tíma hefði hann verið í partíum „út um allt“ og myndi lítið en það væri út í hött að hann hefði misnotað karlmann. Hann sagðist aldrei myndu gera það. Ari var einnig sakfelldur fyrir ýmis konar önnur brot sem vörðuðu fíkniefni, þjófnað og brot á umferðarreglum. Sérstaklega meiðandi og niðurlægjandi Í dómi héraðsdóms segir að Fannar hafi framið alvarleg og gróf brot og hann hafi sýnt af sér skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola málanna. Varðandi frelsissviptingar- og nauðgunarmálið segir að hann hafi á grófan hátt brotið gegn kynfrelsi mannsins og að háttsemin hafi verið sérstaklega meiðandi og niðurlægjandi. Fannari var gert að greiða fjórum þolendum Dubliner-málsins 900 þúsund krónur hverjum um sig, og manninum sem hann frelsissvipti og nauðgaði tæplega 3,4 milljónir króna. Ara var gert að greiða honum tæplega 1,9 milljónir.
Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Reykjavík Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. 16. nóvember 2023 15:03 Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. 11. apríl 2023 17:52 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Átta ára fangelsi fyrir skotárás og fleiri brot Fannar Daníel Guðmundsson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar vegna skotárásar á skemmtistaðnum The Dubliner í mars síðastliðnum auk fleiri brota. 16. nóvember 2023 15:03
Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. 11. apríl 2023 17:52