Grindvíkingar tengdu saman tvo punkta Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 18:21 Grindvíkingar fögnuðu sínum öðrum sigri í röð og öðrum sigri sumarsins Grindavík - Petra Rós Þrír leikir fóru fram í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Grindvíkingar lönduðu öðrum sigri sumarsins í Safamýrinni og Leiknir sótti sigur norður yfir heiðar. Grindvíkingar hafa verið jafntefliskóngar í sumar en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í hús í síðustu umferð. Þeir náðu að tengja saman tvo punkta í dag í endurkomusigri á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Áki Sölvason skoraði mark úr aukaspyrnu. Grindvíkingar voru mun beittari í seinni hálfleik og jafnaði Kwame Quee leikinn á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Degi Inga Hammer. Dagur lagði svo upp annað mark á 63. mínútu fyrir Hassan Jalloh. Hinn 16 ára Helgi Hafsteinn Jóhannsson gulltryggði svo sigur Grindvíkinga rétt fyrir leikslok, lokatölur í Safamýrinni 3-1. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem mjakast nær efri hluta deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 5. sæti. Leiknir vann botnslaginn Á Akureyri mættust botnliðin í deildinni, Þór og Leiknir, en Leiknismenn voru aðeins með einn sigur og þrjú stig á botni deildarinnar fyrir daginn í dag. Omar Sowe kom gestunum yfir á 58. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Þórsarar jöfnuðu með marki úr víti á 79. mínútu og var þar Birkir Heimisson að verki. Þórsarar höfðu verið meira með boltann fram að markinu en ekki náð að skapa sér nein færi að viti. Shkelzen Veseli tryggði Leiknismönnum svo öll þrjú stigin með marki á 87. mínútu. Sowe lagði markið upp og var svo næstum búinn að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en brást bogalistin og leikurinn endaði 1-2. Þór og Leiknir því jöfn að stigum á botni deildarinnar, bæði með sex stig, jafn mörgum og Þróttur og stigi á eftir Dalvík/Reyni. Mikilvæg stiga til Eyja Í Vestmanneyjum sóttu heimakonur þrjú gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttu Lengjudeildar kvenna þegar liðið tók á móti Selfossi. Thelma Sól Óðinsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Olgu Sevcova. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-0 og ÍBV því aðeins einu stigi á eftir Selfossi og Fram en þó enn í fallsæti þegar flest liðin hafa leikið sjö leiki. Fótbolti Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Grindvíkingar hafa verið jafntefliskóngar í sumar en liðið hafði gert fjögur jafntefli í röð áður en fyrsti sigurinn kom í hús í síðustu umferð. Þeir náðu að tengja saman tvo punkta í dag í endurkomusigri á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Gestirnir komust yfir í blálok fyrri hálfleiks þegar Áki Sölvason skoraði mark úr aukaspyrnu. Grindvíkingar voru mun beittari í seinni hálfleik og jafnaði Kwame Quee leikinn á 51. mínútu eftir stoðsendingu frá Degi Inga Hammer. Dagur lagði svo upp annað mark á 63. mínútu fyrir Hassan Jalloh. Hinn 16 ára Helgi Hafsteinn Jóhannsson gulltryggði svo sigur Grindvíkinga rétt fyrir leikslok, lokatölur í Safamýrinni 3-1. Mikilvægur sigur fyrir heimamenn sem mjakast nær efri hluta deildarinnar með tíu stig, jafn mörg og Keflavík sem er í 5. sæti. Leiknir vann botnslaginn Á Akureyri mættust botnliðin í deildinni, Þór og Leiknir, en Leiknismenn voru aðeins með einn sigur og þrjú stig á botni deildarinnar fyrir daginn í dag. Omar Sowe kom gestunum yfir á 58. mínútu eftir vel útfærða skyndisókn en Þórsarar jöfnuðu með marki úr víti á 79. mínútu og var þar Birkir Heimisson að verki. Þórsarar höfðu verið meira með boltann fram að markinu en ekki náð að skapa sér nein færi að viti. Shkelzen Veseli tryggði Leiknismönnum svo öll þrjú stigin með marki á 87. mínútu. Sowe lagði markið upp og var svo næstum búinn að gulltryggja sigurinn í uppbótartíma en brást bogalistin og leikurinn endaði 1-2. Þór og Leiknir því jöfn að stigum á botni deildarinnar, bæði með sex stig, jafn mörgum og Þróttur og stigi á eftir Dalvík/Reyni. Mikilvæg stiga til Eyja Í Vestmanneyjum sóttu heimakonur þrjú gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttu Lengjudeildar kvenna þegar liðið tók á móti Selfossi. Thelma Sól Óðinsdóttir skoraði eina mark leiksins á 60. mínútu eftir góðan undirbúning frá Olgu Sevcova. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 1-0 og ÍBV því aðeins einu stigi á eftir Selfossi og Fram en þó enn í fallsæti þegar flest liðin hafa leikið sjö leiki.
Fótbolti Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira