Hafa ekki hug á inngöngu í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 23. júní 2024 10:31 Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg, formaður flokksins, segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn ennfremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í sambandið. Hliðstæða sögu er að segja af Sviss. Svisslendingar vilja hvorki ganga í Evrópusambandið sé gerast aðilar að EES-samningnum. Samningnum var hafnað í þjóðaratkvæði fyrir rúmum þremur áratugum síðan og sömdu svissnesk stjórnvöld þess í stað um tvíhliða samninga við sambandið. Var þar byggt á fríverzlunarsamningi Sviss við sambandið frá 1972 en við Íslendingar höfum einnig slíkan samning við það. Telja Brussel skárri kost en Moskvu Hvað Bretland varðar gengu Bretar sem kunnugt er formlega úr Evrópusambandinu árið 2020 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu fjórum árum fyrr þar sem útgangan var samþykkt. Kosið verður til brezka þingsins 4. júlí næstkomandi og hefur enginn stjórnmálaflokkur sem í framboði er það á stefnuskrá sinni að Bretland gangi aftur í sambandið að undanskildum Græningjum sem mælast með einungis 7% fylgi. Meira að segja Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, hafa einungis það markmið samkvæmt stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að Bretland verði aftur aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Með hliðstæðum hætti og felst í aðild að EES-samningnum. Þeir stefna þó ekki að aðild að samningnum. Fylgi flokksins mælist hins vegar einungis um 8% samkvæmt nýjustu könnuninni. Með öðrum orðum er ekkert ríki í vestanverðri Evrópu sem stendur utan Evrópusambandsins með áform um það að ganga þar inn. Þau ríki sem sækjast eftir inngöngu eru öll í Austur-Evrópu. Einkum vegna þess að þau eru landfræðilega í þerri stöðu að telja sig annað hvort þurfa að halla sér að Rússlandi eða sambandinu. Mjög skiljanlegt er að þau telji það skárri kost að halla sér að Brussel en Moskvu. Forsendan er samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn einhuga um það. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta þannig ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Meira að segja lítur Evrópusambandið sjálft á málið með þeim hætti. Þannig lýstu fulltrúar þess ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga um það að ganga þar inn. Vert er að hafa í huga í þeim efnum að umsóknarferlið að sambandinu tekur mörg ár. Fylgi eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisnar, mældist 7,7% í síðustu könnun Gallups. Minna fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu. Væri einhver raunverulegur áhugi á því að ganga í sambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við hann. Deginum ljósara er hins vegar að sú hefur alls ekki verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg, formaður flokksins, segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn ennfremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í sambandið. Hliðstæða sögu er að segja af Sviss. Svisslendingar vilja hvorki ganga í Evrópusambandið sé gerast aðilar að EES-samningnum. Samningnum var hafnað í þjóðaratkvæði fyrir rúmum þremur áratugum síðan og sömdu svissnesk stjórnvöld þess í stað um tvíhliða samninga við sambandið. Var þar byggt á fríverzlunarsamningi Sviss við sambandið frá 1972 en við Íslendingar höfum einnig slíkan samning við það. Telja Brussel skárri kost en Moskvu Hvað Bretland varðar gengu Bretar sem kunnugt er formlega úr Evrópusambandinu árið 2020 í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu fjórum árum fyrr þar sem útgangan var samþykkt. Kosið verður til brezka þingsins 4. júlí næstkomandi og hefur enginn stjórnmálaflokkur sem í framboði er það á stefnuskrá sinni að Bretland gangi aftur í sambandið að undanskildum Græningjum sem mælast með einungis 7% fylgi. Meira að segja Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, hafa einungis það markmið samkvæmt stefnuskrá sinni fyrir kosningarnar að Bretland verði aftur aðili að innri markaði Evrópusambandsins. Með hliðstæðum hætti og felst í aðild að EES-samningnum. Þeir stefna þó ekki að aðild að samningnum. Fylgi flokksins mælist hins vegar einungis um 8% samkvæmt nýjustu könnuninni. Með öðrum orðum er ekkert ríki í vestanverðri Evrópu sem stendur utan Evrópusambandsins með áform um það að ganga þar inn. Þau ríki sem sækjast eftir inngöngu eru öll í Austur-Evrópu. Einkum vegna þess að þau eru landfræðilega í þerri stöðu að telja sig annað hvort þurfa að halla sér að Rússlandi eða sambandinu. Mjög skiljanlegt er að þau telji það skárri kost að halla sér að Brussel en Moskvu. Forsendan er samstíga ríkisstjórn Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu Íslands í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn einhuga um það. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Flokkar andvígir inngöngu í sambandið geta þannig ekki staðið að slíku nema með því að hafa það að engu sem þeir sögðu kjósendum fyrir síðustu kosningar. Meira að segja lítur Evrópusambandið sjálft á málið með þeim hætti. Þannig lýstu fulltrúar þess ítrekað yfir áhyggjum sínum af því, þegar misheppnuð umsókn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var í gangi á sínum tíma, að ríkisstjórn flokkanna væri ekki samstíga um það að ganga þar inn. Vert er að hafa í huga í þeim efnum að umsóknarferlið að sambandinu tekur mörg ár. Fylgi eina stjórnmálaflokksins sem leggur áherzlu á inngöngu í Evrópusambandið, Viðreisnar, mældist 7,7% í síðustu könnun Gallups. Minna fylgi en flokkurinn hlaut í síðustu kosningum, í stjórnarandstöðu. Væri einhver raunverulegur áhugi á því að ganga í sambandið hér á landi ætti það auðvitað að skila sér í stórauknu fylgi við hann. Deginum ljósara er hins vegar að sú hefur alls ekki verið raunin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun