Börn hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. júní 2024 12:35 Lögregla greinir talsverða aukningu í stórfelldum líkamsárásum sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára fremja. Þær voru 69 talsins árið 2023, miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest. Getty Lögregla greinir mikla aukningu þegar kemur að stórfelldum líkamsárásum sem framin eru af ungmennum á aldrinum 10 til 17 ára. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. Niðurstöður nýrrar skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna leiða í ljós að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007. Hins vegar er aukning í aldurshópnum 13 til 15 ára þar sem fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Þá hefur alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað og hafa raunar aldrei verið fleiri. „Lögreglan er að sjá að meiriháttar, stórfelldum líkamsárásum er að fjölga. Þær voru 69 talsins árið 2023 miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Katrín Sif Oddgeirsdóttir hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra kom að gerð nýútkomnar skýrslu um ofbeldi meðal barna og ungmenna. Ríkislögreglustjóri Í skýrslunni kemur fram að lögregla hafi sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. „Þau eru þá aukaaðilar eða tengd málum þar sem líkamsárásir, hótanir eða fíkniefnasala fer fram. Við göngum út frá því þegar talað er um hagnýtingu að börn jafnvel viti ekki hvaða aðstæður þau eru komin í og eru jafnvel beitt þvingunum eða hótunum af eldri einstaklingum.“ Gróf ofbeldismyndbönd birt á samfélagsmiðlum Einnig eru uppi áhyggjur af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar eru birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Ofbeldi er markvisst tekið upp og streymt á miðla. Það er umhugsunarvert hvort samfélagsmiðlar hafi breytt birtingarmynd ofbeldis og jafnvel stuðlað að neikvæðri þróun,“ segir Katrín Sif. Aðspurð um hvað sé hægt að gera til að bregðast við þessari þróun, segir Katrín að lykilaðilar þurfi að taka höndum saman og halda áfram vitundarvakningu og afbrotavörnum. Þá sé einnig mikilvægt að greina betur áhrif samfélagsmiðla á alvarleg ofbeldisbrot. Jafnframt þurfi að huga að inngildingu barna af erlendum uppruna. Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Niðurstöður nýrrar skýrslu ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna leiða í ljós að heilt yfir hafi ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað frá árinu 2007. Hins vegar er aukning í aldurshópnum 13 til 15 ára þar sem fleiri fremja ítrekuð ofbeldisbrot. Þá hefur alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað og hafa raunar aldrei verið fleiri. „Lögreglan er að sjá að meiriháttar, stórfelldum líkamsárásum er að fjölga. Þær voru 69 talsins árið 2023 miðað við 33 árið 2007 þegar brotin voru sem flest,“ segir Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Katrín Sif Oddgeirsdóttir hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra kom að gerð nýútkomnar skýrslu um ofbeldi meðal barna og ungmenna. Ríkislögreglustjóri Í skýrslunni kemur fram að lögregla hafi sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. „Þau eru þá aukaaðilar eða tengd málum þar sem líkamsárásir, hótanir eða fíkniefnasala fer fram. Við göngum út frá því þegar talað er um hagnýtingu að börn jafnvel viti ekki hvaða aðstæður þau eru komin í og eru jafnvel beitt þvingunum eða hótunum af eldri einstaklingum.“ Gróf ofbeldismyndbönd birt á samfélagsmiðlum Einnig eru uppi áhyggjur af ofbeldismyndböndum og aðgöngum sem eru í umferð á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þar eru birt myndbönd af grófum slagsmálum þar sem unglingar standa jafnvel aðgerðarlausir í kring eða hvetja gerendur til dáða. „Ofbeldi er markvisst tekið upp og streymt á miðla. Það er umhugsunarvert hvort samfélagsmiðlar hafi breytt birtingarmynd ofbeldis og jafnvel stuðlað að neikvæðri þróun,“ segir Katrín Sif. Aðspurð um hvað sé hægt að gera til að bregðast við þessari þróun, segir Katrín að lykilaðilar þurfi að taka höndum saman og halda áfram vitundarvakningu og afbrotavörnum. Þá sé einnig mikilvægt að greina betur áhrif samfélagsmiðla á alvarleg ofbeldisbrot. Jafnframt þurfi að huga að inngildingu barna af erlendum uppruna.
Lögreglumál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira