Ætlar að pakka inn yfir milljón birkifræjum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 16:20 Halla Hrund fer með þakkarkortin í póstinn. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og fyrrverandi forsetaframbjóðandi hyggst senda sjálfboðaliðum sínum yfir þúsund þakkarkort og lætur fylgja með birkifræ í hverju einasta korti. Hún er búin að pakka inn fjögur hundruð kortum en á rúm sexhundruð eftir. „Að reka kosningabaráttu er mikil vinna en eitt af því fallegasta við ferðalagið var að sjá sjálfboðaliða á öllum aldri spretta fram í hundraða tali. Allt í einu verður til hópur fólks sem deilir sýn á framtíð Íslands og vinnur saman að henni,“ segir Halla Hrund í samtali við Vísi. Halla Hrund fór með himinskautum í skoðanakönnunm í aðdraganda forsetakosninga og lenti að lokum í þriðja sæti með rúm sextán prósent atkvæða. Halla segist hafa byrjað þann 17. júní að senda fyrstu þakklætisvotta til sjálfboðaliða sinna. Þakklætisvotturinn sé íslenskt birkifræ í takt við áherslu framboðsins á að láta tækifærin vaxa og dafna um allt land. Líklega séu því eitthvað um eða yfir milljón birkifræ í umslögunum. Það tekur tíma að pakka birkifræjunum niður. Frábært fjölskylduverkefni „Birkifræin eru frá Skógræktinni og við endurpökkuðum þeim í litla poka sem rúmast í umslagi sem berast nú með póstinum eins og heitar lummur. Ætli ég sé ekki búin með rúmlega fjögurhundruð þakkarkort, og á svona sexhundruð eftir. Sumarfríið nýtist því einstaklega vel, svo ég tali nú ekki um rigningardagana!“ segir Halla Hrund. „Þetta er reyndar frábært fjölskylduverkefni, eldri dóttir mín er dugleg að skrifa utan á kortin og við njótum þess að hugsa með þakklæti til alls þessa góða og atorkusama fólks sem lagði okkur lið. Það var ómetanlegt. Við erum ekki með heimilisföng hjá öllum og fólk getur því sent mér sitt til að tryggja sér fræ á meðan birgðir endast. Vonandi verða til litlir birkilundar um allt land, sem minna á að með samvinnu og örlítið af bjartsýni og gleði er hægt að koma ótrúlegum hlutum í verk.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira
„Að reka kosningabaráttu er mikil vinna en eitt af því fallegasta við ferðalagið var að sjá sjálfboðaliða á öllum aldri spretta fram í hundraða tali. Allt í einu verður til hópur fólks sem deilir sýn á framtíð Íslands og vinnur saman að henni,“ segir Halla Hrund í samtali við Vísi. Halla Hrund fór með himinskautum í skoðanakönnunm í aðdraganda forsetakosninga og lenti að lokum í þriðja sæti með rúm sextán prósent atkvæða. Halla segist hafa byrjað þann 17. júní að senda fyrstu þakklætisvotta til sjálfboðaliða sinna. Þakklætisvotturinn sé íslenskt birkifræ í takt við áherslu framboðsins á að láta tækifærin vaxa og dafna um allt land. Líklega séu því eitthvað um eða yfir milljón birkifræ í umslögunum. Það tekur tíma að pakka birkifræjunum niður. Frábært fjölskylduverkefni „Birkifræin eru frá Skógræktinni og við endurpökkuðum þeim í litla poka sem rúmast í umslagi sem berast nú með póstinum eins og heitar lummur. Ætli ég sé ekki búin með rúmlega fjögurhundruð þakkarkort, og á svona sexhundruð eftir. Sumarfríið nýtist því einstaklega vel, svo ég tali nú ekki um rigningardagana!“ segir Halla Hrund. „Þetta er reyndar frábært fjölskylduverkefni, eldri dóttir mín er dugleg að skrifa utan á kortin og við njótum þess að hugsa með þakklæti til alls þessa góða og atorkusama fólks sem lagði okkur lið. Það var ómetanlegt. Við erum ekki með heimilisföng hjá öllum og fólk getur því sent mér sitt til að tryggja sér fræ á meðan birgðir endast. Vonandi verða til litlir birkilundar um allt land, sem minna á að með samvinnu og örlítið af bjartsýni og gleði er hægt að koma ótrúlegum hlutum í verk.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti Tónlist Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Lífið Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Leikjavísir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Fleiri fréttir Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Sjá meira