Í þáttunum keppast pör og fjölskyldur við að taka fjármálin sín í gegn og stendur eitt par eftir sem sigurvegari. Í fimm mánuði fá þátttakendur ýmis verkefni og áskoranir með það að markmiði að bæta fjárhaginn sinn og búa til góðar venjur til framtíðar þegar kemur að fjármálum.
Það par sem nær að spara og auka tekjur sínar mest á tímabilinu stendur uppi sem sigurvegari og fær eina milljón að launum. Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að tala opinskátt um fjármálin sín og leyfa þáttastjórnendum að fara yfir öll fjárhagsleg gögn.
Umsóknarfrestur rennur út 11. ágúst 2024.
Fyrri þáttaröð hóf göngu sína í byrjun árs. Rætt var við Hrefnu í Íslandi í dag á Stöð 2 í febrúar síðastliðinn um þættina. Brot má sjá úr innslaginu hér að neðan.