Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Bjarki Sigurðsson skrifar 25. júní 2024 18:57 Vinstri myndin er af tjaldinu sem sett var upp í Þrastaskógi og myndin til hægri er úr auglýsingamyndbandi fyrir útileguna. Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. Miðstjórnarferð Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands er árlegur viðburður þar sem nemendur fara í útilegu og skemmta sér langt fram á nótt. Nemendur skólans eru á aldrinum sextán til átján ára og í ár var farið í Þrastaskóg í Grímsnesi. Um 600 Verzlingar og vinir mættu og borguðu 5.500 krónur fyrir. Í tjaldhafinu í Þrastaskógi skar eitt tjald sig úr. Það var tjald merkt veðmálafyrirtækinu Coolbet. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk nemendafélagið tjaldið að láni frá Coolbet, sem og gefins fatnað, merktan fyrirtækinu, til að nota sem vinninga í lukkuhjóli. Þá klæddust nemendur fatnaði Coolbet í auglýsingu fyrir útileguna og hvöttu fólk til að fylgja veðmálafyrirtækinu á samfélagsmiðlum. Guðrún Inga Sívertsen er skólastjóri Verzlunarskólans. Hún segir framhaldsskólaviðburð þar sem gestir eru margir hverjir undir átján ára aldri og auglýsingar veðmálafyrirtækja alls ekki fara saman. Það sé galið að Coolbet hafi auglýst sig í útilegunni og hún hafði ekki hugmynd um aðkomu þeirra fyrr en eftir helgi. Skólinn kemur ekki nálægt skipulagningu hennar heldur er hún eingöngu á vegum nemendafélagsins. Guðrún Inga Sívertsen er skólastjóri Verzlunarskóla Íslands.Vísir/Egill Þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki skráð hér á landi, enda veðmálastarfsemi ólögleg, eru íslenskir notendur Coolbet sagðir þrjátíu þúsund talsins. @coolbetmerch 🇮🇸30.000 SINNUM TAKK🇮🇸 30.000 Íslendingar á Coolbet! Þakklæti er okkur efst í huga! Eins og Patti sagði þá fær 1 heppinn Íslendingur €3.000! Það eina sem þú þarft að gera er að veðja a.m.k. 1x á EM til að vera í pottinum🗳️ Ath! Það skiptir engu máli hver upphæðin er eða hvort veðmálið vannst eða tapaðist. Drögum út eftir helgi👀 - Veðbanki íslensku þjóðarinnar ♬ original sound - Coolbet Ísland Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi. Ólöglegt er að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá þeim mjög áberandi. Fjölmiðlanefnd, sem hefur áður sektað fjölmiðla fyrir að auglýsa veðmálasíður, er ekki með eftirlit þar. Nefndin hefur þó áhyggjur af auknum sýnileika þeirra á samfélagsmiðlum og sendi Sýslumanninum á Suðurlandi erindi þess efnis í nóvember 2022. Sýslumaður á að hafa eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Einu og hálfu ári síðar hefur ekkert svar borist. Í desember 2022 skilaði starfshópur á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem var dómsmálaráðherra þegar hópurinn var settur á laggirnar, skýrslu þar sem kom fram að skerpa þyrfti á banni við auglýsingum á ólöglegri netspilun og tryggja að slíku banni væri fylgt eftir. Síðan hefur lítið gerst en athygli vakti þegar Áslaug mætti í viðtal hjá Coolbet rúmu ári síðar og spáði um úrslit í leikjum á HM í handbolta. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af fulltrúum Coolbet á Íslandi en án árangurs. Fjölmiðlar Fjárhættuspil Stjórnsýsla Framhaldsskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. 10. maí 2024 20:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Miðstjórnarferð Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands er árlegur viðburður þar sem nemendur fara í útilegu og skemmta sér langt fram á nótt. Nemendur skólans eru á aldrinum sextán til átján ára og í ár var farið í Þrastaskóg í Grímsnesi. Um 600 Verzlingar og vinir mættu og borguðu 5.500 krónur fyrir. Í tjaldhafinu í Þrastaskógi skar eitt tjald sig úr. Það var tjald merkt veðmálafyrirtækinu Coolbet. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk nemendafélagið tjaldið að láni frá Coolbet, sem og gefins fatnað, merktan fyrirtækinu, til að nota sem vinninga í lukkuhjóli. Þá klæddust nemendur fatnaði Coolbet í auglýsingu fyrir útileguna og hvöttu fólk til að fylgja veðmálafyrirtækinu á samfélagsmiðlum. Guðrún Inga Sívertsen er skólastjóri Verzlunarskólans. Hún segir framhaldsskólaviðburð þar sem gestir eru margir hverjir undir átján ára aldri og auglýsingar veðmálafyrirtækja alls ekki fara saman. Það sé galið að Coolbet hafi auglýst sig í útilegunni og hún hafði ekki hugmynd um aðkomu þeirra fyrr en eftir helgi. Skólinn kemur ekki nálægt skipulagningu hennar heldur er hún eingöngu á vegum nemendafélagsins. Guðrún Inga Sívertsen er skólastjóri Verzlunarskóla Íslands.Vísir/Egill Þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki skráð hér á landi, enda veðmálastarfsemi ólögleg, eru íslenskir notendur Coolbet sagðir þrjátíu þúsund talsins. @coolbetmerch 🇮🇸30.000 SINNUM TAKK🇮🇸 30.000 Íslendingar á Coolbet! Þakklæti er okkur efst í huga! Eins og Patti sagði þá fær 1 heppinn Íslendingur €3.000! Það eina sem þú þarft að gera er að veðja a.m.k. 1x á EM til að vera í pottinum🗳️ Ath! Það skiptir engu máli hver upphæðin er eða hvort veðmálið vannst eða tapaðist. Drögum út eftir helgi👀 - Veðbanki íslensku þjóðarinnar ♬ original sound - Coolbet Ísland Illa hefur gengið að ná utan um starfsemi veðmálasíðna á Íslandi. Ólöglegt er að auglýsa veðmálasíður en á samfélagsmiðlum eru auglýsingar frá þeim mjög áberandi. Fjölmiðlanefnd, sem hefur áður sektað fjölmiðla fyrir að auglýsa veðmálasíður, er ekki með eftirlit þar. Nefndin hefur þó áhyggjur af auknum sýnileika þeirra á samfélagsmiðlum og sendi Sýslumanninum á Suðurlandi erindi þess efnis í nóvember 2022. Sýslumaður á að hafa eftirlit með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Einu og hálfu ári síðar hefur ekkert svar borist. Í desember 2022 skilaði starfshópur á vegum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem var dómsmálaráðherra þegar hópurinn var settur á laggirnar, skýrslu þar sem kom fram að skerpa þyrfti á banni við auglýsingum á ólöglegri netspilun og tryggja að slíku banni væri fylgt eftir. Síðan hefur lítið gerst en athygli vakti þegar Áslaug mætti í viðtal hjá Coolbet rúmu ári síðar og spáði um úrslit í leikjum á HM í handbolta. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af fulltrúum Coolbet á Íslandi en án árangurs.
Fjölmiðlar Fjárhættuspil Stjórnsýsla Framhaldsskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. 10. maí 2024 20:01 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28
Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. 10. maí 2024 20:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent