Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu hafin Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 09:15 Maðurinn fannst látinn í félagslegri íbúð í Bátavogi. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september síðasta árs, hófst í dag. Gert er ráð fyrir því að aðalmeðferðin taki þrjá daga og meðal gagna í málinu eru myndskeið þar sem sjá má og heyra Dagbjörtu valda brotaþola ítrekuðum líkamsmeiðingum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt, tæplega sextugan karlmann, margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. „Ég hafna þessu. Ég neita sök“ Dagbjört er ákærð fyrir manndráp og verði hún sakfelld á hún yfir höfði sér minnst fimm ára fangelsi. Þegar málið var þingfest í janúar síðastliðnum hafnaði Dagbjört því alfarið að hafa orðið manninum að bana. „Ég hafna þessu. Ég neita sök,“ sagði hún í gegnum fjarfundarbúnað. Tveir aðstandendur mannsins krefja Dagbjörtu hvort sig um átta milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins í dag hafnaði Dagbjört einnig því að hún bæri bótaskyldu. Vildi ekki annað geðmat Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi hennar, sagði við sama tilefni að Dagbjört hefði ekki áhuga á að framkvæmt yrði geðmat á henni sem yrði notað til að meta sakhæfi hennar. Búið væri að gera eitt slíkt mat og taldi hún ekki að breytt niðurstaða myndi koma úr nýju mati. Kolbrún Benediktssdóttir varahéraðssaksóknari vísaði til gagna málsins og sagði þau ekki benda til þess að Dagbjört hefði verið með ranghugmyndir þegar atburðir málsins áttu sér stað. Hins vegar væri tilefni til að skoða sakhæfi hennar betur. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt fórnarlamb sitt, tæplega sextugan karlmann, margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. „Ég hafna þessu. Ég neita sök“ Dagbjört er ákærð fyrir manndráp og verði hún sakfelld á hún yfir höfði sér minnst fimm ára fangelsi. Þegar málið var þingfest í janúar síðastliðnum hafnaði Dagbjört því alfarið að hafa orðið manninum að bana. „Ég hafna þessu. Ég neita sök,“ sagði hún í gegnum fjarfundarbúnað. Tveir aðstandendur mannsins krefja Dagbjörtu hvort sig um átta milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins í dag hafnaði Dagbjört einnig því að hún bæri bótaskyldu. Vildi ekki annað geðmat Arnar Kormákur Friðriksson, verjandi hennar, sagði við sama tilefni að Dagbjört hefði ekki áhuga á að framkvæmt yrði geðmat á henni sem yrði notað til að meta sakhæfi hennar. Búið væri að gera eitt slíkt mat og taldi hún ekki að breytt niðurstaða myndi koma úr nýju mati. Kolbrún Benediktssdóttir varahéraðssaksóknari vísaði til gagna málsins og sagði þau ekki benda til þess að Dagbjört hefði verið með ranghugmyndir þegar atburðir málsins áttu sér stað. Hins vegar væri tilefni til að skoða sakhæfi hennar betur.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira