Merktir Íslandi og Grindavík á stóra sviðinu í Frankfurt Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2024 07:57 Arngrímur Anton Ólafsson og Pétur Rúðrik Guðmundsson mynda landslið Íslands á HM í pílukasti sem hefst í dag í Frankfurt. Vísir/Einar Fulltrúar Íslands á Heimsbikarmótinu í Pílukasti stíga á stóra sviðið í Frankfurt á föstudaginn kemur. Þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson mynda landslið Íslands á mótinu en þetta er í annað sinn sem Ísland er með þátttökurétt á mótinu sem fram fer í Frankfurt í Þýskalandi. Heimsmeistaramótin í Pílukasti eru þekkt fyrir mikið glens og gaman og myndast gríðarleg stemning á keppnisdögum mótsins. Stemning sem gæti orðið enn meiri í ár en Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi á sama tíma „Spennan er enn að byggjast upp,“ segir Arngrímur aðspurður hvernig líðan er nú þegar dregur nær því að íslenska landsliðið stigi á svið. „Ég hef aldrei áður upplifað það að fara í svona stóran sal. Aldrei farið á stóran körfuboltaleik, fótboltaleik, ekki neitt þessu líkt. Ég held að sprengjan komi þegar að ég kem upp. Við gerum bara okkar besta og ætlum að njóta saman á sviðinu. Við gefum ekkert eftir. Förum alla leið með þetta. Ég veit hvernig við Pétur spilum. Við erum hrikalega sterkir saman og styðjum hvorn annan alla leið.“ Keppt er í tvímenningi á mótinu og er Ísland í riðli með reynslumiklu liði Tékklands sem og Barein. Efsta lið riðilsins kemst áfram í næstu umferð en fyrirkomulagið tvímenningur reynir á stöðugleika pílukastaranna sem þurfa að bíða lengur eftir sinni umferð en gengur og gerist í einmenningi. Landslið Wales, með reynsluboltana Jonny Clayton og Gerwyn Price innanborðs, er ríkjandi heimsmeistari í tvímenningi.Vísir/Getty „Það hjálpar okkur,“ segir Pétur um fyrirkomulag mótsins. „Þegar að við lendum á móti góðum liðum, að sambandið hjá þeim sé ekki eins gott og hjá okkur. Fyrir okkur snýst þetta bara um að halda inn í mótið og njóta okkar því það virkar mjög vel fyrir okkur tvo að spila saman. Það mun hjálpa okkur þegar kemur að því að fara spila. En aðalmálið er náttúrulega að mæta tilbúinn í hausnum til að spila sinn leik. Ef við getum gert það báðir á sama tíma þá yrði það frábært.“ Pétur er Grindvíkingur og hefur, líkt og aðrir Grindvíkingar, gengið í gegnum krefjandi tíma sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hann verður vel merktur á sviðinu í Frankfurt með íslenska fánann málaðan í hægri hlið höfuð síns og hjarta í gula og bláa lit Grindavíkur og póstnúmersins 240 á vinstri hliðinni. Flottir fulltrúar Íslands en ekki síður Grindavíkur. „Það hefur hjálpað manni í gegnum þennan tíma að hafa píluna. Þannig að mér fannst ekkert annað í boði en að smella á íslenska fánanum öðru megin og svo Grindavík hinu megin.“ Pétur og Toni hefja leika á HM í pílukasti á föstudaginn kemur en mótið hefst í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Pílukast Grindavík Þýskaland Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Sjá meira
Heimsmeistaramótin í Pílukasti eru þekkt fyrir mikið glens og gaman og myndast gríðarleg stemning á keppnisdögum mótsins. Stemning sem gæti orðið enn meiri í ár en Evrópumótið í fótbolta fer fram í Þýskalandi á sama tíma „Spennan er enn að byggjast upp,“ segir Arngrímur aðspurður hvernig líðan er nú þegar dregur nær því að íslenska landsliðið stigi á svið. „Ég hef aldrei áður upplifað það að fara í svona stóran sal. Aldrei farið á stóran körfuboltaleik, fótboltaleik, ekki neitt þessu líkt. Ég held að sprengjan komi þegar að ég kem upp. Við gerum bara okkar besta og ætlum að njóta saman á sviðinu. Við gefum ekkert eftir. Förum alla leið með þetta. Ég veit hvernig við Pétur spilum. Við erum hrikalega sterkir saman og styðjum hvorn annan alla leið.“ Keppt er í tvímenningi á mótinu og er Ísland í riðli með reynslumiklu liði Tékklands sem og Barein. Efsta lið riðilsins kemst áfram í næstu umferð en fyrirkomulagið tvímenningur reynir á stöðugleika pílukastaranna sem þurfa að bíða lengur eftir sinni umferð en gengur og gerist í einmenningi. Landslið Wales, með reynsluboltana Jonny Clayton og Gerwyn Price innanborðs, er ríkjandi heimsmeistari í tvímenningi.Vísir/Getty „Það hjálpar okkur,“ segir Pétur um fyrirkomulag mótsins. „Þegar að við lendum á móti góðum liðum, að sambandið hjá þeim sé ekki eins gott og hjá okkur. Fyrir okkur snýst þetta bara um að halda inn í mótið og njóta okkar því það virkar mjög vel fyrir okkur tvo að spila saman. Það mun hjálpa okkur þegar kemur að því að fara spila. En aðalmálið er náttúrulega að mæta tilbúinn í hausnum til að spila sinn leik. Ef við getum gert það báðir á sama tíma þá yrði það frábært.“ Pétur er Grindvíkingur og hefur, líkt og aðrir Grindvíkingar, gengið í gegnum krefjandi tíma sökum jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Hann verður vel merktur á sviðinu í Frankfurt með íslenska fánann málaðan í hægri hlið höfuð síns og hjarta í gula og bláa lit Grindavíkur og póstnúmersins 240 á vinstri hliðinni. Flottir fulltrúar Íslands en ekki síður Grindavíkur. „Það hefur hjálpað manni í gegnum þennan tíma að hafa píluna. Þannig að mér fannst ekkert annað í boði en að smella á íslenska fánanum öðru megin og svo Grindavík hinu megin.“ Pétur og Toni hefja leika á HM í pílukasti á föstudaginn kemur en mótið hefst í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni.
Pílukast Grindavík Þýskaland Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Sjá meira