Segir Dagbjörtu ekki hafa sýnt iðrun Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 14:11 Andlátið sem málið varðar átti sér stað í Bátavogi í Reykjavík í september í fyrra. Vísir/Vilhelm Rannsóknarlögreglumaður sem fór með rannsókna á Bátavogsmálinu svokallaða segist ekki hafa orðið var við að Dagbjört Rúnarsdóttir, sem er grunuð um að hafa orðið tæplega sextugum manni að bana í Bátavogi í september í fyrra, hafi sýnt iðrun eða samúð vegna andláts mannsins Fyrir dómi í dag sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að það hafi gengið erfiðlega að taka skýrslur af Dagbjörtu. Spurður út í hvers vegna það væri sagði rannsóknarlögreglumaðurinn það vera vegna þess að hún væri ótrúverðug. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. „Hún sagði eitt og svo allt annað mínútu síðar, og þrætti svo fyrir það skömmu síðar,“ útskýrði rannsóknarlögreglumaðurinn fyrir dómi og bætti við að skýrslutökurnar hefðu verið erfiðar. Eina orðið sem honum datt í hug til að lýsa henni var „delusional“, það er að segja að hún væri uppfull af ranghugmyndum. Hann minntist á að hún hafi til að mynda rætt um byssuna sem varð Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Áður hefur verið greint frá því að hún hafi sagt hinn látna hafa aflað sér byssunnar sem var notuð við tilræðið. Rannsóknarlögreglumaðurinn tók fjórar skýrslur af Dagbjörtu á fjórum vikum í upphafi rannsóknarinnar. Hann segir að ranghugmyndirnar hafi minnkað eftir að á leið, en framburður hennar hafi hins vegar ekki orðið skýrari. Eyddi gögnum eftir að hafa rætt við lögreglu Annar rannsóknarlögreglumaður, sem tilkynnti Dagbjörtu um að maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn, sagði það ekki hafa fengið á hana. Hún sagði fyrir dómi að sér hafi þótt allt rosalega sérstakt eftir að hún tilkynnti henni um andlátið. Þá sagði hann að eftir að Dagbjört hafi gefið þeim leyfi til að skoða símann sinn, og þá hafi komið í ljós að hún hafi verið eyða gögnum úr símanum sínum fyrr um kvöldið, eftir að hún talaði fyrst við lögreglu. Sá sem stjórnaði rannsókninni sagði Dagbjörtu ekki bara hafa verið handtekna vegna áverka á líkama hins látna, heldur líka vegna þess að hún hafi eytt gögnum. Farið var í aðgerðir til að endurheimta myndefni sem hún hafði eytt. Fyrrnefndi rannsóknarlögreglumaðurinn sagði að það hefði gengið vel, en talið er að takist hafi að endurheimta meira en níutíu prósent af því sem var eytt. Fyrir dómi í morgun var Dagbjört spurð út í það að hún hafi verið að eyða gögnum. Hún sagðist hafa gert það til að búa til pláss á símanum sínum sem væri fullur, og hefði orðið til þess að hún gæti ekki haft samskipti í gegnum app í símanum. Minnst var á í þinghaldinu að í lögregluskýrslu hafi hún sagst vera að eyða slæmum minningum. Góðkunningjar lögreglu Hann sagði Dagbjörtu og hinn látna eiga sögu hjá lögreglu. Lögreglumenn sem vinna á svæðinu hefðu verið vel kunnugir þeim og farið í útköll sem vörðuðu kannabisræktun, nágrannaerjur og ölvunarútköll. Eftir að þau tóku saman hafi útköllum sem tengdust honum fækkað. Lögreglumanninum minnti ekki að farið hafi verið í útköll vegna ofbeldis, en hann hafði heyrt að Dagbjört hafi beitt hann ofbeldi og hann ekki svarað fyrir sig. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Fyrir dómi í dag sagði rannsóknarlögreglumaðurinn að það hafi gengið erfiðlega að taka skýrslur af Dagbjörtu. Spurður út í hvers vegna það væri sagði rannsóknarlögreglumaðurinn það vera vegna þess að hún væri ótrúverðug. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. „Hún sagði eitt og svo allt annað mínútu síðar, og þrætti svo fyrir það skömmu síðar,“ útskýrði rannsóknarlögreglumaðurinn fyrir dómi og bætti við að skýrslutökurnar hefðu verið erfiðar. Eina orðið sem honum datt í hug til að lýsa henni var „delusional“, það er að segja að hún væri uppfull af ranghugmyndum. Hann minntist á að hún hafi til að mynda rætt um byssuna sem varð Olaf Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sem var myrtur árið 1986. Áður hefur verið greint frá því að hún hafi sagt hinn látna hafa aflað sér byssunnar sem var notuð við tilræðið. Rannsóknarlögreglumaðurinn tók fjórar skýrslur af Dagbjörtu á fjórum vikum í upphafi rannsóknarinnar. Hann segir að ranghugmyndirnar hafi minnkað eftir að á leið, en framburður hennar hafi hins vegar ekki orðið skýrari. Eyddi gögnum eftir að hafa rætt við lögreglu Annar rannsóknarlögreglumaður, sem tilkynnti Dagbjörtu um að maðurinn hefði verið úrskurðaður látinn, sagði það ekki hafa fengið á hana. Hún sagði fyrir dómi að sér hafi þótt allt rosalega sérstakt eftir að hún tilkynnti henni um andlátið. Þá sagði hann að eftir að Dagbjört hafi gefið þeim leyfi til að skoða símann sinn, og þá hafi komið í ljós að hún hafi verið eyða gögnum úr símanum sínum fyrr um kvöldið, eftir að hún talaði fyrst við lögreglu. Sá sem stjórnaði rannsókninni sagði Dagbjörtu ekki bara hafa verið handtekna vegna áverka á líkama hins látna, heldur líka vegna þess að hún hafi eytt gögnum. Farið var í aðgerðir til að endurheimta myndefni sem hún hafði eytt. Fyrrnefndi rannsóknarlögreglumaðurinn sagði að það hefði gengið vel, en talið er að takist hafi að endurheimta meira en níutíu prósent af því sem var eytt. Fyrir dómi í morgun var Dagbjört spurð út í það að hún hafi verið að eyða gögnum. Hún sagðist hafa gert það til að búa til pláss á símanum sínum sem væri fullur, og hefði orðið til þess að hún gæti ekki haft samskipti í gegnum app í símanum. Minnst var á í þinghaldinu að í lögregluskýrslu hafi hún sagst vera að eyða slæmum minningum. Góðkunningjar lögreglu Hann sagði Dagbjörtu og hinn látna eiga sögu hjá lögreglu. Lögreglumenn sem vinna á svæðinu hefðu verið vel kunnugir þeim og farið í útköll sem vörðuðu kannabisræktun, nágrannaerjur og ölvunarútköll. Eftir að þau tóku saman hafi útköllum sem tengdust honum fækkað. Lögreglumanninum minnti ekki að farið hafi verið í útköll vegna ofbeldis, en hann hafði heyrt að Dagbjört hafi beitt hann ofbeldi og hann ekki svarað fyrir sig.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira