Ekki hægt að sitja bara á Bessastöðum og bíða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2024 23:13 Guðni gróðursetti tré með börnunum. Vísir/Vésteinn Fráfarandi forseti lýðveldisins segir heimsóknir á leikskóla og hjúkrunarheimili mikilvægan hluta af verkefnum forseta, ekki síður en fundi með mikilsmetnum þjóðhöfðingjum. Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins er 56 ára í dag og leit af því tilefni við á leikskólanum Brekkuborg til að heilsa upp á krakkana og gróðursetja svokallað lýðveldistré. Guðni segir að sér hafi þótt viðeigandi, á síðasta afmælisdeginum í embætti, að heilsa upp á ungu kynslóðina. Síðar í dag muni hann heimsækja annað afmælisbarn, sem fagnar 100 ára afmæli. „Þannig að þegar þetta kom til tals, að ég gæti heimsótt leikskóla og líka 100 ára öldung, þá fannst mér gott að ramma inn íslenskt samfélag á þennan hátt,” segir forsetinn fráfarandi. Hann segir verkefni sem þessi mikilvæg, þó ekki í stjórnskipulegum skilningi. „Ef maður fer að setja einhverja mælistiku á það, að það sé ekkert voðalega flott að heilsa upp á einhverja krakka þegar maður ætti að vera að heilsa upp á einhverja þjóðhöfðingja, þá er maður á villigötum.” Í aðdraganda forsetakosninga fór lítið fyrir umræðum um þessi verkefni forseta, en meira var rætt um völd forseta, rödd hans út á við og hlutverk hans í erfiðum málum, sem Guðni segir vissulega geta komið upp. „Maður getur ekki bara setið á Bessastöðum og beðið í angist eftir því að þurfa að takast á við það, eða eftirvæntingu, eftir því hvernig á það er litið. Þess á milli getur maður notið þess að finna takt samfélagsins, vera á meðal fólks.” Forseti Íslands Tímamót Leikskólar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti lýðveldisins er 56 ára í dag og leit af því tilefni við á leikskólanum Brekkuborg til að heilsa upp á krakkana og gróðursetja svokallað lýðveldistré. Guðni segir að sér hafi þótt viðeigandi, á síðasta afmælisdeginum í embætti, að heilsa upp á ungu kynslóðina. Síðar í dag muni hann heimsækja annað afmælisbarn, sem fagnar 100 ára afmæli. „Þannig að þegar þetta kom til tals, að ég gæti heimsótt leikskóla og líka 100 ára öldung, þá fannst mér gott að ramma inn íslenskt samfélag á þennan hátt,” segir forsetinn fráfarandi. Hann segir verkefni sem þessi mikilvæg, þó ekki í stjórnskipulegum skilningi. „Ef maður fer að setja einhverja mælistiku á það, að það sé ekkert voðalega flott að heilsa upp á einhverja krakka þegar maður ætti að vera að heilsa upp á einhverja þjóðhöfðingja, þá er maður á villigötum.” Í aðdraganda forsetakosninga fór lítið fyrir umræðum um þessi verkefni forseta, en meira var rætt um völd forseta, rödd hans út á við og hlutverk hans í erfiðum málum, sem Guðni segir vissulega geta komið upp. „Maður getur ekki bara setið á Bessastöðum og beðið í angist eftir því að þurfa að takast á við það, eða eftirvæntingu, eftir því hvernig á það er litið. Þess á milli getur maður notið þess að finna takt samfélagsins, vera á meðal fólks.”
Forseti Íslands Tímamót Leikskólar Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira