Semja um 27 milljarða króna Tækniskóla í Hafnarfirði Árni Sæberg skrifar 27. júní 2024 10:58 Frá undirritun í Hafnarfirði í dag. Vísir Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis í dag. Næstu skref eru undirbúningur hönnunar og framkvæmdar með áætluð verklok haustið 2029. Heildarkostnaður er áætlaður 27 milljarðar króna. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Tækniskólinn sé einn af burðarásum iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði hans sé komið til ára sinna en í dag fari starfsemi skólans fram í átta byggingum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Bygging nýs Tækniskóla marki umbyltingu í aðstöðu til iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu og sé liður í aðgerðum stjórnvalda til að auka veg þess á Íslandi. Markmiðið sé að efla námið og aðstöðu, koma allri starfseminni fyrir á einum stað, bregðast við aukinni eftirspurn eftir náminu og mæta þörfum atvinnulífsins. Risavaxið skref „Þessi undirskrift hér í dag er risavaxið skref í eflingu verk- og starfsnáms, núna er loksins hægt að koma framkvæmdum af stað. Þetta hefur verið forgangsmál mitt sem menntamálaráðherra og ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili og er mikið gleðiefni að sjá enn einn áfangann á þeirri vegferð verða að veruleika. Eftirspurnin er til staðar, bæði meðal nemenda og atvinnulífsins og því ánægjulegt að við stígum þetta mikilvæga skref nú saman til að mæta þessari þörf,“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Haft er eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans að nú sé byggt af stórhug til framtíðar og það sé löngutímabært að sameina starfsemi skólans á einum stað. „Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi og við erum afar þakklát stjórnvöldum og Hafnarfjarðarbæ fyrir þann stuðning og traust sem þau sýna skólanum með aðkomu sinni að þessu stóra verkefni. Ábyrgð skólans er mikil og við höfum undirbúið verkefnið af kostgæfni og erum sannfærð um að nýbygging skólans og hugmyndafræðin að baki grunnhönnun hennar muni stórefla iðn-, starfs- og tækninám í landinu.“ Þrjátíu þúsund fermetrar Fyrirhuguð sé þrjátíu þúsnd fermetra bygging sem rúmi um þrjú þúsund nemendur á gróskumiklu hafnarsvæði í námunda við fjölbreytta atvinnustarfsemi. Framkvæmdin verði í tveimur áföngum, í fyrri áfanga verði byggð um 24 þúsund fermetra bygging og í seinni áfanga um sex þúsund í viðbót. Þá sé gert ráð fyrir frekari stækkunarmöguleikum á lóðinni í framtíðinni. „Lífið á hafnarbakkanum tekur miklum breytingum þegar Tækniskólinn rís við Suðurhöfnina og þúsundir nemenda sækja þangað nám. Skólinn mun falla vel inn í þá uppbyggingu sem framundan er á hafnarsvæðinu. Við Hafnfirðingar erum spennt að fá skólann í bæinn og erum viss um að koma hans mun auka umsvif og efla mannlíf enn frekar,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Í tilkynningu segir að áætlaður heildarkostnaður sé 27 milljarðar króna, á verðlagi í janúar 2023 samkvæmt áætlun verkefnisstjórnar. Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framhaldsskólar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Tækniskólinn sé einn af burðarásum iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði hans sé komið til ára sinna en í dag fari starfsemi skólans fram í átta byggingum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Bygging nýs Tækniskóla marki umbyltingu í aðstöðu til iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu og sé liður í aðgerðum stjórnvalda til að auka veg þess á Íslandi. Markmiðið sé að efla námið og aðstöðu, koma allri starfseminni fyrir á einum stað, bregðast við aukinni eftirspurn eftir náminu og mæta þörfum atvinnulífsins. Risavaxið skref „Þessi undirskrift hér í dag er risavaxið skref í eflingu verk- og starfsnáms, núna er loksins hægt að koma framkvæmdum af stað. Þetta hefur verið forgangsmál mitt sem menntamálaráðherra og ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili og er mikið gleðiefni að sjá enn einn áfangann á þeirri vegferð verða að veruleika. Eftirspurnin er til staðar, bæði meðal nemenda og atvinnulífsins og því ánægjulegt að við stígum þetta mikilvæga skref nú saman til að mæta þessari þörf,“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Haft er eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans að nú sé byggt af stórhug til framtíðar og það sé löngutímabært að sameina starfsemi skólans á einum stað. „Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi og við erum afar þakklát stjórnvöldum og Hafnarfjarðarbæ fyrir þann stuðning og traust sem þau sýna skólanum með aðkomu sinni að þessu stóra verkefni. Ábyrgð skólans er mikil og við höfum undirbúið verkefnið af kostgæfni og erum sannfærð um að nýbygging skólans og hugmyndafræðin að baki grunnhönnun hennar muni stórefla iðn-, starfs- og tækninám í landinu.“ Þrjátíu þúsund fermetrar Fyrirhuguð sé þrjátíu þúsnd fermetra bygging sem rúmi um þrjú þúsund nemendur á gróskumiklu hafnarsvæði í námunda við fjölbreytta atvinnustarfsemi. Framkvæmdin verði í tveimur áföngum, í fyrri áfanga verði byggð um 24 þúsund fermetra bygging og í seinni áfanga um sex þúsund í viðbót. Þá sé gert ráð fyrir frekari stækkunarmöguleikum á lóðinni í framtíðinni. „Lífið á hafnarbakkanum tekur miklum breytingum þegar Tækniskólinn rís við Suðurhöfnina og þúsundir nemenda sækja þangað nám. Skólinn mun falla vel inn í þá uppbyggingu sem framundan er á hafnarsvæðinu. Við Hafnfirðingar erum spennt að fá skólann í bæinn og erum viss um að koma hans mun auka umsvif og efla mannlíf enn frekar,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Í tilkynningu segir að áætlaður heildarkostnaður sé 27 milljarðar króna, á verðlagi í janúar 2023 samkvæmt áætlun verkefnisstjórnar.
Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framhaldsskólar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira