Hetjuleg barátta dugði ekki til sigurs gegn Evrópumeisturunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2024 15:31 Framundan er erfitt verkefni hjá íslenska liðinu gegn ríkjandi Evrópumeisturum Ungverjalands. HSÍ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri laut í lægra haldi gegn Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi í framlengdum leik átta liða úrslitum á HM í kvöld. Stelpurnar okkar sýndu hetjulega baráttu í leiknum. Fyrir leik var ljóst að stelpurnar okkar myndu þurfa að hitta á sinn besta dag til þess að skáka öflugu liði Ungverjalands. Íslenska liðið hafði þó sýnt það fram að leik dagsins á mótinu að þær voru til alls líklegar. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir bæði lið því eftir aðeins um eina mínútu fór rafmagnið af höllinni í Norður-Makedóníu þar sem að leikurinn fór fram og fór svo að ekki tókst að hefja leika aftur fyrr en tuttugu mínútum síðar. Leikar stóðu 19-12 Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi, sjö marka forysta þeim í vil í hálfleik. Stelpurnar okkar bitu þó frá sér í seinni hálfleik og náðu fljótt að saxa á forystu Evrópumeistaranna og skildu aðeins tvö mörk liðin að þegar að fjórar mínútur eftir lifðu af leiknum, 28-26, Ungverjum í vil. Það býr mikill kraftur í okkar stelpum sem náðu að minnka muninn niður í eitt mark þegar að innan við mínúta eftir lifði leiks. 29-28, Ungverjarnir brunuðu síðan í sókn en töpuðu boltanum. Tækifæri fyrir Ísland að jafna leikinn. Íslensku stelpurnar geystust fram í sókn og fengu vítakast. Lilja Ágústsdóttir skoraði úr því vítakasti og jafnaði leikinn. Hreint út sagt lygileg endurkoma hjá okkar stelpum sem knúðu fram framlengingu eftir að hafa brúað sjö marka forystu Evrópumeistaranna frá því í háflleik. Ungverjarnir reyndust þó sterkari í framlengingunni og fóru að lokum með þriggja marka sigur af hólmi, 34-31. Það verður þó ekki tekið af stelpunum okkar að barátta þeirra var hetjuleg með meiru. Íslenska liðið mun í framhaldinu leika um sæti fimm til átta á HM. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að stelpurnar okkar myndu þurfa að hitta á sinn besta dag til þess að skáka öflugu liði Ungverjalands. Íslenska liðið hafði þó sýnt það fram að leik dagsins á mótinu að þær voru til alls líklegar. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir bæði lið því eftir aðeins um eina mínútu fór rafmagnið af höllinni í Norður-Makedóníu þar sem að leikurinn fór fram og fór svo að ekki tókst að hefja leika aftur fyrr en tuttugu mínútum síðar. Leikar stóðu 19-12 Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi, sjö marka forysta þeim í vil í hálfleik. Stelpurnar okkar bitu þó frá sér í seinni hálfleik og náðu fljótt að saxa á forystu Evrópumeistaranna og skildu aðeins tvö mörk liðin að þegar að fjórar mínútur eftir lifðu af leiknum, 28-26, Ungverjum í vil. Það býr mikill kraftur í okkar stelpum sem náðu að minnka muninn niður í eitt mark þegar að innan við mínúta eftir lifði leiks. 29-28, Ungverjarnir brunuðu síðan í sókn en töpuðu boltanum. Tækifæri fyrir Ísland að jafna leikinn. Íslensku stelpurnar geystust fram í sókn og fengu vítakast. Lilja Ágústsdóttir skoraði úr því vítakasti og jafnaði leikinn. Hreint út sagt lygileg endurkoma hjá okkar stelpum sem knúðu fram framlengingu eftir að hafa brúað sjö marka forystu Evrópumeistaranna frá því í háflleik. Ungverjarnir reyndust þó sterkari í framlengingunni og fóru að lokum með þriggja marka sigur af hólmi, 34-31. Það verður þó ekki tekið af stelpunum okkar að barátta þeirra var hetjuleg með meiru. Íslenska liðið mun í framhaldinu leika um sæti fimm til átta á HM.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira