Unnur Anna nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 10:26 Unnur Anna Valdimarsdóttir er nýr forseti Heilbriðgisvísindasviðs Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur verið ráðin nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún tekur við starfinu af Unni Þorsteinsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum. En þar er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor að fengur sé af því að fá Unni Önnu til starfa. „Unnur Anna hefur afar metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Heilbrigðisvísindasvið, mikla reynslu af vísindastörfum, leiðbeiningu rannsóknanema og víðtæka stjórnunarreynslu. Hún hefur því allt til að bera til að vera öflugur talsmaður heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands,“ er haft eftir Jóni Atla í tilkynningunni. Mikilvægt að fá Unni Önnu til starfa á þessum tímamótum Þar lýsir hann því yfir að mikilvægt sé að fá Unni Önnu í hóp lykilstjórnenda Háskóla Íslands á þeim tímamótum sem fram undan eru í starfi Heilbrigðisvísindasviðs með byggingu nýs heilbrigðisvísindahúss á lóð Landspítalans og mikilli grósku og nýsköpun í kennslu og rannsóknum á sviðinu. „Ég hlakka til að vinna með Unni Önnu og óska henni velfarnaðar við að stýra þessu mikilvæga fræðasviði,“ segir Jón Atli í tilkynningunni. Heilbrigðisvísindasvið er eitt fimm fræðasviða Háskóla Íslands. Innan þess eru sex deildir, Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Unnur Anna sér mörg tækifæri í kortunum Unnur Anna sjálf er ánægð með skipunina og segist full tilhlökkunar að takast á við þetta mikilvæga verkefni. „Það er einstakur heiður að fá leiða áframhaldandi þróun Heilbrigðisvísindasviðs við Háskóla Íslands næstu árin með öllu því frábæra samstarfsfólki sem þar er. Við höfum náð einstökum árangri í heilbrigðisvísindum og í menntun heilbrigðisstarfsfólks og ég sé mörg tækifæri til þess að gera enn betur með sameiginlegri uppbyggingu rannsóknarinnviða, miðlun vísinda til samfélagsins og framþróun í kennslu og þjálfun í virkri innlendri og alþjóðlegri samvinnu,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að Unnur Anna hafi hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vísindastörf sín, meðal annars Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2010 og viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum árið 2017. Hún var valin háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna sama ár og þá hlaut Unnur Anna Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til rannsókna á sviði faraldsfræði árið 2023. Háskólar Vistaskipti Skóla- og menntamál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum. En þar er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor að fengur sé af því að fá Unni Önnu til starfa. „Unnur Anna hefur afar metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir Heilbrigðisvísindasvið, mikla reynslu af vísindastörfum, leiðbeiningu rannsóknanema og víðtæka stjórnunarreynslu. Hún hefur því allt til að bera til að vera öflugur talsmaður heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands,“ er haft eftir Jóni Atla í tilkynningunni. Mikilvægt að fá Unni Önnu til starfa á þessum tímamótum Þar lýsir hann því yfir að mikilvægt sé að fá Unni Önnu í hóp lykilstjórnenda Háskóla Íslands á þeim tímamótum sem fram undan eru í starfi Heilbrigðisvísindasviðs með byggingu nýs heilbrigðisvísindahúss á lóð Landspítalans og mikilli grósku og nýsköpun í kennslu og rannsóknum á sviðinu. „Ég hlakka til að vinna með Unni Önnu og óska henni velfarnaðar við að stýra þessu mikilvæga fræðasviði,“ segir Jón Atli í tilkynningunni. Heilbrigðisvísindasvið er eitt fimm fræðasviða Háskóla Íslands. Innan þess eru sex deildir, Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Unnur Anna sér mörg tækifæri í kortunum Unnur Anna sjálf er ánægð með skipunina og segist full tilhlökkunar að takast á við þetta mikilvæga verkefni. „Það er einstakur heiður að fá leiða áframhaldandi þróun Heilbrigðisvísindasviðs við Háskóla Íslands næstu árin með öllu því frábæra samstarfsfólki sem þar er. Við höfum náð einstökum árangri í heilbrigðisvísindum og í menntun heilbrigðisstarfsfólks og ég sé mörg tækifæri til þess að gera enn betur með sameiginlegri uppbyggingu rannsóknarinnviða, miðlun vísinda til samfélagsins og framþróun í kennslu og þjálfun í virkri innlendri og alþjóðlegri samvinnu,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að Unnur Anna hafi hlotið fjölda viðurkenninga fyrir vísindastörf sín, meðal annars Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2010 og viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Þórðar Harðarsonar og Árna Kristinssonar í læknisfræði og skyldum greinum árið 2017. Hún var valin háskólakona ársins af Félagi háskólakvenna sama ár og þá hlaut Unnur Anna Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til rannsókna á sviði faraldsfræði árið 2023.
Háskólar Vistaskipti Skóla- og menntamál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent