Erlent

Ævi­langt fangelsi fyrir morðið og nauðganirnar

Árni Sæberg skrifar
Westh myrti Emilie Meng árið 2016.
Westh myrti Emilie Meng árið 2016. Vísir/DR

Philip Westh, 33 ára Dani, hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða hina sautján ára Emilie Meng árið 2016 og fjölda kynferðisbrota.

Þetta var niðurstaða dómara í Næstved á Sjálandi, sem kvað upp dóm klukkan 13. Westh var í morgun sakfelldur fyrir fjölda brota gegn þremur stúlkum. Danska ríkisútvarpið greinir frá.

Auk þess að hafa myrt og reynt að nauðga Emilie Meng, frelssisvipti Westh þrettán ára stúlku í 27 klukkustundir og nauðgaði ítrekað í mars í fyrra. Þá var hann sakfelldur fyrir að reyna að nauðga fimmtán ára stúlku í Sorø í nóvember árið 2022.

Hann var dæmdur til þess að greiða móður Meng 140 þúsund danskar krónur, um 2,8 milljónir króna, í miskabætur og tveimur systkinum hennar 50 þúsund, um eina milljón króna. Þá var hann dæmdur til að greiða þrettán ára stúlkunni 300 þúsund danskar, um sex milljónir króna, og þeirri fimmtán ára 40 þúsund, um 800 þúsund krónur.


Tengdar fréttir

Ákærður fyrir morðið á Emilie Meng

Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar.

Telja að maðurinn hafi kyrkt Emili­e Meng

Saksóknarnar í Danmörku telja að 32 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa rænt og nauðgað þrettán ára stúlku á Sjálandi í mars, hafi kyrkt hina sautján ára Emilie Meng árið 2016 og komið líki hennar fyrir í stöðuvatni.

„Að­eins skrímsli gæti gert barni þetta“

Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×