Freyja snýr sér að þáttastjórnun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júní 2024 21:14 Útvapsþátturinn Við eldhúsborðið verður á dagskrá á Rás 1 í sumar. Vísir/Bjarni Einars Freyja Haraldsdóttir baráttukona og doktorsnemi er þáttastjórnandi nýrra útvarpsþátta sem verða á dagskrá Rásar 1 í sumar. Þættirnir heita Við eldhúsborðið og fjalla um málefni fatlaðs fólks. Frá þessu greinir Freyja á Facebook síðu sinni. Þar kemur fram að í Við eldhúsborðið verði rætt við langveikt og fatlað fólk um fötlunarréttlæti sem eigi sér stað í litlum og stórum skrefum, í gegnum baráttustarf og listsköpun, og í hversdagsleikanum, stundum við eldhúsborðið. Hún segist hafa sótt innblástur í breska og bandaríska útvarpsþætti sem var stýrt af fötluðu fólki. „Það var svo hressandi að heyra fatlað fólk stjórna dagskránni og spurningunum og tala við annað fólk,“ segir í færslu Freyju. Í kjölfarið hafi hugmyndin um útvarpsþáttinn kviknað. Þá útskýrir Freyja hvers vegna þátturinn heiti Við eldhúsborðið. „Í gegnum þau 20 ár sem ég hef verið í einhverskonar aktivisma, persónulega og pólitískt, hef ég eytt ófáum stundum við eldhúsborðið, mitt eigið og annarra. Við eldhúsborðið höfum við skipulagt aðgerðir og skrifað greinar og yfirlýsingar, við höfum drukkið mikið kaffi, undirbúið dómsmál á þremur stigum og átt samtöl sem hafa breytt okkur. Við höfum grátið og hlegið og verið andlaus og full af krafti. Þar gerast töfrar.“ Þátturinn er á dagskrá næstu fimm mánudaga klukkan þrjár mínútur yfir fimm á Rás 1. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18 Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar Í dómi Hæstaréttar var m.a. litið til þess að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess verða fósturforeldri væri um margt óljós. 30. október 2019 11:01 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Frá þessu greinir Freyja á Facebook síðu sinni. Þar kemur fram að í Við eldhúsborðið verði rætt við langveikt og fatlað fólk um fötlunarréttlæti sem eigi sér stað í litlum og stórum skrefum, í gegnum baráttustarf og listsköpun, og í hversdagsleikanum, stundum við eldhúsborðið. Hún segist hafa sótt innblástur í breska og bandaríska útvarpsþætti sem var stýrt af fötluðu fólki. „Það var svo hressandi að heyra fatlað fólk stjórna dagskránni og spurningunum og tala við annað fólk,“ segir í færslu Freyju. Í kjölfarið hafi hugmyndin um útvarpsþáttinn kviknað. Þá útskýrir Freyja hvers vegna þátturinn heiti Við eldhúsborðið. „Í gegnum þau 20 ár sem ég hef verið í einhverskonar aktivisma, persónulega og pólitískt, hef ég eytt ófáum stundum við eldhúsborðið, mitt eigið og annarra. Við eldhúsborðið höfum við skipulagt aðgerðir og skrifað greinar og yfirlýsingar, við höfum drukkið mikið kaffi, undirbúið dómsmál á þremur stigum og átt samtöl sem hafa breytt okkur. Við höfum grátið og hlegið og verið andlaus og full af krafti. Þar gerast töfrar.“ Þátturinn er á dagskrá næstu fimm mánudaga klukkan þrjár mínútur yfir fimm á Rás 1.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18 Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar Í dómi Hæstaréttar var m.a. litið til þess að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess verða fósturforeldri væri um margt óljós. 30. október 2019 11:01 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“ Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve. 10. maí 2023 00:18
Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar Í dómi Hæstaréttar var m.a. litið til þess að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess verða fósturforeldri væri um margt óljós. 30. október 2019 11:01