Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lögregla hafi verið með fasta viðveru við Guðmundarlund á meðan þessu stóð.
Hann segir fáa hafa haft áfengi um hönd en einhverja. Lögregla hafi ekki orðið vör við að önnur efni hafi verið notuð. Samkoman hafi að mestu verið friðsamleg. Flestir sem voru viðstaddir voru á aldrinum 16 til 18 ára og því einhverjir þeirra enn börn. Í þeim tilfellum þar sem lögregla hafði afskipti af börnum var barnavernd tilkynnt um málið.
Skógræktarfélag Kópavogs á og rekur lundinn. Á heimasíðu félagsins segir að Guðmundarlundur sé öllum opinn en sé lokaður um helgar.
„Það safnaðist saman mikill fjöldi unglinga,“ segir Heimir og augljóst hafi verið að þau hafi verið búin að ákveða að hittast þarna.
„Þetta gerist oft á sumrin. Þau eru að hittast einhvers staðar.“
Sama partý og fyrir ári
Fyrir nákvæmlegar ári síðan var haldið samskonar partý í Guðmundarlundi. Það var heldur rólegt og sögðu unglingarnir þá að það væri frekar vandræðalegt.