Stundum hefur Gunnar Smári rétt fyrir sér Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 3. júlí 2024 07:29 Það er ekki mikið af góðum fréttum að utan núna. Stríðin geysa áfram í Úkraínu og á Gaza og ekki útlit fyrir að neitt lát verði á því í bráð. Það stefnir í stórsigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sem, ef af verður, mun kasta sandi í tannhjól samstöðu Evrópusambandsins með Úkraínu í áðurnefndu stríði og hafa margháttaðar aðrar afleiðingar, fæstar til góðs. Í Bandaríkjunum blasir við öllum með augu í hausnum að frambjóðandi Demókrata til forsetamebættis ríkisins, sitjandi forseti Joe Biden, er ekki í neinu standi til að gegna þessu valdamikla embætti í fjögur ár í viðbót. Meðal annars þess vegna er nánast öruggt að Donald Trump mun taka við völdum í janúar á næsta ári. Ég segi meðal annars, vegna þess að það er ekki eina ástæðan. Ég les oftast það sem Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar skrifar á vegginn sinn og annarra á facebook. Oft er Gunnar Smári með eiturskarpar greiningar á stöðunni í stjórnmálunum. Honum er reyndar jafnan lagið að bæta inn í þær persónulegu skítkasti og drulli yfir allt og alla, sérstaklega okkur í Samfylkingunni, (sem honum er, að hætti vinstri sósíalista fjórða áratugar síðustu aldar, sérstaklega uppsigað við) þannig að manni er alveg fyrirmunað að læka þær, en engu að síður, oft er ég sammála þeim. Greiningunum hans það er að segja. Ein slík greining kom fram í svari við áhyggjum Guðmundar Andra Thorssonar, rithöfundar og varaþingmanns Samfylkingarinnar, af stöðu frjálslynds lýðræðis í ljósi þess sem er að eiga sér stað í Frakklandi og Bandaríkjunum. Gunnar Smári segir „Lýðræði hvílir á þeirri meginstoð að stjórnvöld stýri landinu í takt við hagsmuni, vilja og væntingar almennings. Þetta hefur brugðist í okkar heimshluta. Eftir skammvinnan tíma á eftirstríðsárunum hafa stjórnvöld í æ ríkara mæli snúið sér frá almenningi, og sérstaklega þeim sem háðastir eru réttlátri uppbyggingu samhjálpar og samvinnu. Og snúið sér að auðstéttinni og þjónað henni með skattalækkunum, takmörkunum á réttindum launafólks til verkalýðsbaráttu, skerðingu ríkisvalds og auknu valdi hins svokallaða markaðar (sem í reynd leiðir til aukinna valda hinna ríku), einkavæðingu almannaeigna og auðlinda og notað ríkisvaldið með öðrum hætti til að þjóna auðvaldinu. Þetta hefur veikt almannavaldið, sem er framkvæmdaarmur LÝÐræðisins (þar sem hver hefur eitt atkvæði) en magnað upp AUÐvaldið (vettvang þar sem hver króna hefur eitt atkvæði).“(GSE 2.7.2024). Þarna hittir Gunnar Smári naglann á höfuðið því miður. Síðastliðin 40 ár hefur jafnt og þétt molnað undan almannavaldinu undir áhrifum kenninga Miltons Friedmans o.fl. sem var hrint í framkvæmd af Ronald Reagan í Bandaríkjunum og Margréti Thatcher í Bretlandi. Í kjölfarið komu svo lærisveinar þeirra, m.a. Davíð Oddsson og Eimreiðarhópurinn hér á Íslandi og framkvæmdu „fagnaðarerindið“. Þetta hefur leitt til gríðarlegrar auðsöfnunnar hinna fáu og birtingarmynd þess er auðvitað ofurefli stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna hér á Íslandi en Gunnar Smári segir um það “Auðræðið hefur kerfisbundið grafið undan lýðræðinu, fært áherslur frá því að samfélagið sé mótað með atkvæði hvers manns yfir í að það er mótað með hverri krónu hinna allra auðugustu. Vald Samherja er svo mikið að það er ekki hægt að dæma eigendur þess á Íslandi þótt mál vegna brota fyrirtækisins hafi leitt til ákæru og sekta í Namibíu, Noregi og Færeyjum.” (GSE 2.7.2024). Það má bæta því við að þessi fyrirtæki hafa átt stóran þátt í að koma í veg fyrir það í 30 ár að Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru með hreðjataki sínu á Sjálfstæðisflokknum, sem hefur ráðið þessu landi langt umfram kjörfylgi allt of lengi. Smári klykkir út með áhugaverðum punkti: „Hrun lýðræðis hefur leitt til minnkandi almannavalds og margfaldað auðvaldið, sem nú ætlar að auka enn völd sín með innleiðingu fasisma. Þau sem auðguðust á tíma nýfrjálshyggjunnar munu verja auð sinn með fasisma. Þetta er gömul saga og ný, gerðist líka fyrir tæpum hundrað árum.“ (GSE 2.7.2024). Þannig verður til þessi þverstæðukennda stjórnmálasúpa sem við erum að upplifa í dag. Kjósendur, sem eru búnir að fá sig fullsadda á þjónkun lýðræðislega kjörinna stjórnvalda við fjármagnseigendur kjósa yfir sig lýðskrumara á borð við Le Pen og Trump, sem munu í raun bara standa vörð um ójöfnuðinn og magna hann upp ef eitthvað er. Það þarf ekki annað en að hlusta á það sem Trump segir til að átta sig á því. En kjósendur hans kjósa að heyra það ekki. Þeir heyra bara að hann segist vera á móti „spillta Joe“. Og að hann ætli að byggja vegg til að halda úti “mexíkönskum glæpamönnum”. Hitler og Mussolini náðu aldrei meirihluta í lýðræðislegum kosningum í sínum heimalöndum. Þeir komust til valda með stuðningi „hófsamari“ hægri flokka. Við sjáum því miður svipað gerast núna, þegar tvær ríkisstjórnir hægri flokka á Norðurlöndum treysta á stuðning lýðhyggjuflokka. Þegar er farið að sjá undir iljar Repúblikana í Frakklandi yfir til Þjóðfylkingar Le Pen. Í Hollandi eru hægri flokkarnir búnir að leiða Geert Wilders til valda og Trump hefur tekið yfir hægrið í Bandaríkjunum með húð og hári. Þetta eru nýju línurnar sem eru að teiknast upp í stjórnmálum Vesturlanda. Hægrið plús lýðhyggjuflokkarnir og svo vinstrið. Miðjan getur dottið í hvora áttina sem er, því miður. En sem betur fer eru ekki bara vondar fréttir að utan. Nú stefnir í að einhverri slöppustu ríkisstjórn í sögu Bretlandseyja verði komið frá völdum í vikunni og að Verkamannaflokki Keirs Starmer verði veitt umboð til að spreyta sig. Keir hefur gengið til þessara kosninga með loforð um að hlusta á áhyggjur kjósenda af niðurbroti velferðarkerfisins undir ríkisstjórnum Íhaldsflokksins síðastliðin 12 ár. Það er nákvæmlega verkefni okkar sem viljum snúa Evrópu af leið þjóðernisöfga og lýðhyggju. Það verður að hlusta á réttmætar áhyggjur kjósenda og fara að byggja upp velferðarkerfið að nýju eftir áratuga niðurbrot nýfrjálshyggjunnar og kasta þeirri óheillakreddu á öskuhauga sögunnar fyrir blandað hagkerfi og jafnaðarstefnu. Það getum við blessunarlega gert hér á Íslandi líka innan fárra mánaða. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er ekki mikið af góðum fréttum að utan núna. Stríðin geysa áfram í Úkraínu og á Gaza og ekki útlit fyrir að neitt lát verði á því í bráð. Það stefnir í stórsigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sem, ef af verður, mun kasta sandi í tannhjól samstöðu Evrópusambandsins með Úkraínu í áðurnefndu stríði og hafa margháttaðar aðrar afleiðingar, fæstar til góðs. Í Bandaríkjunum blasir við öllum með augu í hausnum að frambjóðandi Demókrata til forsetamebættis ríkisins, sitjandi forseti Joe Biden, er ekki í neinu standi til að gegna þessu valdamikla embætti í fjögur ár í viðbót. Meðal annars þess vegna er nánast öruggt að Donald Trump mun taka við völdum í janúar á næsta ári. Ég segi meðal annars, vegna þess að það er ekki eina ástæðan. Ég les oftast það sem Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar skrifar á vegginn sinn og annarra á facebook. Oft er Gunnar Smári með eiturskarpar greiningar á stöðunni í stjórnmálunum. Honum er reyndar jafnan lagið að bæta inn í þær persónulegu skítkasti og drulli yfir allt og alla, sérstaklega okkur í Samfylkingunni, (sem honum er, að hætti vinstri sósíalista fjórða áratugar síðustu aldar, sérstaklega uppsigað við) þannig að manni er alveg fyrirmunað að læka þær, en engu að síður, oft er ég sammála þeim. Greiningunum hans það er að segja. Ein slík greining kom fram í svari við áhyggjum Guðmundar Andra Thorssonar, rithöfundar og varaþingmanns Samfylkingarinnar, af stöðu frjálslynds lýðræðis í ljósi þess sem er að eiga sér stað í Frakklandi og Bandaríkjunum. Gunnar Smári segir „Lýðræði hvílir á þeirri meginstoð að stjórnvöld stýri landinu í takt við hagsmuni, vilja og væntingar almennings. Þetta hefur brugðist í okkar heimshluta. Eftir skammvinnan tíma á eftirstríðsárunum hafa stjórnvöld í æ ríkara mæli snúið sér frá almenningi, og sérstaklega þeim sem háðastir eru réttlátri uppbyggingu samhjálpar og samvinnu. Og snúið sér að auðstéttinni og þjónað henni með skattalækkunum, takmörkunum á réttindum launafólks til verkalýðsbaráttu, skerðingu ríkisvalds og auknu valdi hins svokallaða markaðar (sem í reynd leiðir til aukinna valda hinna ríku), einkavæðingu almannaeigna og auðlinda og notað ríkisvaldið með öðrum hætti til að þjóna auðvaldinu. Þetta hefur veikt almannavaldið, sem er framkvæmdaarmur LÝÐræðisins (þar sem hver hefur eitt atkvæði) en magnað upp AUÐvaldið (vettvang þar sem hver króna hefur eitt atkvæði).“(GSE 2.7.2024). Þarna hittir Gunnar Smári naglann á höfuðið því miður. Síðastliðin 40 ár hefur jafnt og þétt molnað undan almannavaldinu undir áhrifum kenninga Miltons Friedmans o.fl. sem var hrint í framkvæmd af Ronald Reagan í Bandaríkjunum og Margréti Thatcher í Bretlandi. Í kjölfarið komu svo lærisveinar þeirra, m.a. Davíð Oddsson og Eimreiðarhópurinn hér á Íslandi og framkvæmdu „fagnaðarerindið“. Þetta hefur leitt til gríðarlegrar auðsöfnunnar hinna fáu og birtingarmynd þess er auðvitað ofurefli stóru sjávarútvegsfyrirtækjanna hér á Íslandi en Gunnar Smári segir um það “Auðræðið hefur kerfisbundið grafið undan lýðræðinu, fært áherslur frá því að samfélagið sé mótað með atkvæði hvers manns yfir í að það er mótað með hverri krónu hinna allra auðugustu. Vald Samherja er svo mikið að það er ekki hægt að dæma eigendur þess á Íslandi þótt mál vegna brota fyrirtækisins hafi leitt til ákæru og sekta í Namibíu, Noregi og Færeyjum.” (GSE 2.7.2024). Það má bæta því við að þessi fyrirtæki hafa átt stóran þátt í að koma í veg fyrir það í 30 ár að Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru með hreðjataki sínu á Sjálfstæðisflokknum, sem hefur ráðið þessu landi langt umfram kjörfylgi allt of lengi. Smári klykkir út með áhugaverðum punkti: „Hrun lýðræðis hefur leitt til minnkandi almannavalds og margfaldað auðvaldið, sem nú ætlar að auka enn völd sín með innleiðingu fasisma. Þau sem auðguðust á tíma nýfrjálshyggjunnar munu verja auð sinn með fasisma. Þetta er gömul saga og ný, gerðist líka fyrir tæpum hundrað árum.“ (GSE 2.7.2024). Þannig verður til þessi þverstæðukennda stjórnmálasúpa sem við erum að upplifa í dag. Kjósendur, sem eru búnir að fá sig fullsadda á þjónkun lýðræðislega kjörinna stjórnvalda við fjármagnseigendur kjósa yfir sig lýðskrumara á borð við Le Pen og Trump, sem munu í raun bara standa vörð um ójöfnuðinn og magna hann upp ef eitthvað er. Það þarf ekki annað en að hlusta á það sem Trump segir til að átta sig á því. En kjósendur hans kjósa að heyra það ekki. Þeir heyra bara að hann segist vera á móti „spillta Joe“. Og að hann ætli að byggja vegg til að halda úti “mexíkönskum glæpamönnum”. Hitler og Mussolini náðu aldrei meirihluta í lýðræðislegum kosningum í sínum heimalöndum. Þeir komust til valda með stuðningi „hófsamari“ hægri flokka. Við sjáum því miður svipað gerast núna, þegar tvær ríkisstjórnir hægri flokka á Norðurlöndum treysta á stuðning lýðhyggjuflokka. Þegar er farið að sjá undir iljar Repúblikana í Frakklandi yfir til Þjóðfylkingar Le Pen. Í Hollandi eru hægri flokkarnir búnir að leiða Geert Wilders til valda og Trump hefur tekið yfir hægrið í Bandaríkjunum með húð og hári. Þetta eru nýju línurnar sem eru að teiknast upp í stjórnmálum Vesturlanda. Hægrið plús lýðhyggjuflokkarnir og svo vinstrið. Miðjan getur dottið í hvora áttina sem er, því miður. En sem betur fer eru ekki bara vondar fréttir að utan. Nú stefnir í að einhverri slöppustu ríkisstjórn í sögu Bretlandseyja verði komið frá völdum í vikunni og að Verkamannaflokki Keirs Starmer verði veitt umboð til að spreyta sig. Keir hefur gengið til þessara kosninga með loforð um að hlusta á áhyggjur kjósenda af niðurbroti velferðarkerfisins undir ríkisstjórnum Íhaldsflokksins síðastliðin 12 ár. Það er nákvæmlega verkefni okkar sem viljum snúa Evrópu af leið þjóðernisöfga og lýðhyggju. Það verður að hlusta á réttmætar áhyggjur kjósenda og fara að byggja upp velferðarkerfið að nýju eftir áratuga niðurbrot nýfrjálshyggjunnar og kasta þeirri óheillakreddu á öskuhauga sögunnar fyrir blandað hagkerfi og jafnaðarstefnu. Það getum við blessunarlega gert hér á Íslandi líka innan fárra mánaða. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun