Pabbinn svekktur eftir að Klay valdi Mavericks yfir Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 09:00 Feðgarnir Mychal Thompson og Klay Thompson á góðri stundu. Getty/Charley Gallay Klay Thompson olli föður sínum vonbrigðum þegar hann valdi frekar að semja við Dallas Mavericks í staðinn fyrir að fara í Los Angeles Lakers. Það var ljóst að Thompson myndi ekki spila áfram með liði Golden State Warriors og fyrrnefnd tvö lið höfðu mestan áhuga á því að fá þessa öflugu skyttu til sín fyrir næsta tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Thompson ákvað að taka þriggja ára samningstilboði frá Dallas sem skilar honum fimmtíu milljónum Bandaríkjadala eða tæpum sjö milljörðum. Mychal Thompson, father of Klay Thompson & a 2x NBA champion with the Los Angeles Lakers, says he was disappointed that his son didn’t sign with the Lakers: “I’m not feeling too much in a congratulatory mood. I was hoping & praying that he’d finish his career with the Lakers.”… pic.twitter.com/qSBWJ7eMvb— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) July 2, 2024 „Ég er ekkert svo ánægður akkúrat núna,“ sagði Mychal Thompson, faðir Klay, í útvarpsviðtali á SiriusXM NBA Radio. Hann vildi sjá son sinn spila með Lakers alveg eins og hann gerði sjálfur í fjögur ár. Mychal lék nefnilega sjálfur með Los Angeles Lakers undir lok níunda áratugarins og varð NBA meistari með liðinu 1987 og 1988. Hann kom til Lakers frá San Antonio Spurs í skiptum fyrir Pétur Guðmundsson í febrúar 1987. „Þetta er auðvitað ákvörðun sem Klay tekur sjálfur. Þetta er hans líf,“ sagði Thompson. „Hann er fullorðinn maður, orðinn 34 ára gamall. Feður okkar gefa okkur ráð en við veljum okkar eigin leið og það er í lagi. Um það snýst lífið,“ sagði Thompson. „Ég er samt virkilega svekktur. Ég var að vonast eftir því að hann færi í Lakers. Hann var líka nálægt því að fara þangað. Þetta var á endanum val á milli Lakers og Mavs og Mavs vann. Ég var samt að vona og biðja fyrir því að hann myndi enda ferilinn með Lakers,“ sagði Thompson. Klay Thompson gat fengið betri samning hjá öðrum félögum en er sagður hafa valið Dallas Mavericks til að eiga meiri möguleika á að vinna sinn fimmta NBA titil sem og að skattarnir í Texas fylki eru mjög hagstæðir. "I'm not feeling too much in a congratulatory mood."Mychal Thompson had hopes that his son, Klay Thompson, would join the Lakers.@champagnennuts | @TheFrankIsola | @Scalabrine pic.twitter.com/8TH9bV3Ktw— SiriusXM NBA Radio (@SiriusXMNBA) July 2, 2024 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Það var ljóst að Thompson myndi ekki spila áfram með liði Golden State Warriors og fyrrnefnd tvö lið höfðu mestan áhuga á því að fá þessa öflugu skyttu til sín fyrir næsta tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Thompson ákvað að taka þriggja ára samningstilboði frá Dallas sem skilar honum fimmtíu milljónum Bandaríkjadala eða tæpum sjö milljörðum. Mychal Thompson, father of Klay Thompson & a 2x NBA champion with the Los Angeles Lakers, says he was disappointed that his son didn’t sign with the Lakers: “I’m not feeling too much in a congratulatory mood. I was hoping & praying that he’d finish his career with the Lakers.”… pic.twitter.com/qSBWJ7eMvb— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) July 2, 2024 „Ég er ekkert svo ánægður akkúrat núna,“ sagði Mychal Thompson, faðir Klay, í útvarpsviðtali á SiriusXM NBA Radio. Hann vildi sjá son sinn spila með Lakers alveg eins og hann gerði sjálfur í fjögur ár. Mychal lék nefnilega sjálfur með Los Angeles Lakers undir lok níunda áratugarins og varð NBA meistari með liðinu 1987 og 1988. Hann kom til Lakers frá San Antonio Spurs í skiptum fyrir Pétur Guðmundsson í febrúar 1987. „Þetta er auðvitað ákvörðun sem Klay tekur sjálfur. Þetta er hans líf,“ sagði Thompson. „Hann er fullorðinn maður, orðinn 34 ára gamall. Feður okkar gefa okkur ráð en við veljum okkar eigin leið og það er í lagi. Um það snýst lífið,“ sagði Thompson. „Ég er samt virkilega svekktur. Ég var að vonast eftir því að hann færi í Lakers. Hann var líka nálægt því að fara þangað. Þetta var á endanum val á milli Lakers og Mavs og Mavs vann. Ég var samt að vona og biðja fyrir því að hann myndi enda ferilinn með Lakers,“ sagði Thompson. Klay Thompson gat fengið betri samning hjá öðrum félögum en er sagður hafa valið Dallas Mavericks til að eiga meiri möguleika á að vinna sinn fimmta NBA titil sem og að skattarnir í Texas fylki eru mjög hagstæðir. "I'm not feeling too much in a congratulatory mood."Mychal Thompson had hopes that his son, Klay Thompson, would join the Lakers.@champagnennuts | @TheFrankIsola | @Scalabrine pic.twitter.com/8TH9bV3Ktw— SiriusXM NBA Radio (@SiriusXMNBA) July 2, 2024
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira