Kaupin á eyrinni Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 07:30 Fremur erfitt er að taka ekki íbúafjölda Íslands inn í myndina í umræðum um Evrópusambandið þegar fyrir liggur að mælikvarðinn á vægi ríkja innan sambandsins er fyrst og fremst hversu fjölmenn þau eru. Hér er einfaldlega um að ræða reglur Evrópusambandsins sem kveðið er á um í Lissabon-sáttmála þess og við Íslendingar værum lagalega bundnir af ef til þess kæmi á einhverjum tímapunkti að við gengjum í sambandið. Þessar reglur eru ekki upp á punt heldur ráða því í langflestum tilfellum hvað nær fram að ganga innan þess. Fyrirfram hefði ég talið að miklir stuðningsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið, eins og Ingólfur Sverrisson, væri með það á hreinu hvernig kaupin gerðust á eyrinni innan sambandsins í þeim efnum. Sem betur fer er auðvelt að kynna sér það á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda er að finna hina ágætustu reiknivél á vef ráðherraráðs sambandsins þar sem reikna má út vægi einstakra ríkja þess við ákvarðanatöku í ráðinu. Það er því auðvelt bæði fyrir Ingólf og aðra að kynna sér málið. Í boði Evrópusambandsins. Ég hef þegar bent Ingólfi á þessar staðreyndir í fyrri svargrein minni á Vísir.is. Þrátt fyrir það vill hann afram meina að lögbundið vægi ríkja Evrópusambandsins innan þess skipti engu máli. Það eina sem máli skipti sé að færa góð rök fyrir máli sínu innan Evrópusambandsins. Þá yrðu ákvarðanir teknar á vettvangi þess sem hentuðu okkar hagsmunum. Þó það væri fjölmennari ríkjum innan sambandsins ekki að skapi og færi jafnvel gegn þeirra eigin hagsmunum. Langur vegur er hins vegar frá því að það samræmist veruleikanum. „Við áttum aldrei möguleika“ Fjölmörg dæmi eru þannig um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi beðið lægri hlut í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar, sem eru rúmar sjö milljónir, urðu um árið að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni. Ekki vantaði að írsk stjórnvöld hafi barizt af alefli gegn málinu eða að þingmenn stjórnarflokksins Fine Gael á þingi sambandsins hafi átt aðild að stærsta þingflokki þess. Allt kom fyrir ekki. Írar urðu að kyngja samningnum. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við írska dagblaðið Irish Examiner í kjölfar þess að samningurinn við Færeyinga var undirritaður. Málið er nefnilega einmitt það, „þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins“ og fyrst og fremst atkvæði fjölmennustu ríkja þess. Sama átti til dæmis við um Dani þegar þeir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Dönsk stjórnvöld beittu sér að sama skapi af alefli gegn aðgerðunum og þingmenn stjórnarflokkanna á þingi Evrópusambandsins voru hluti af tveimur af stærstu þingflokkunum. Það skilaði engu. Skilur ekki veruleika eyríkja „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virðist, miðað við mörg lagafrumvörp hennar, vera ófær um að skilja veruleika fólks sem býr í fámennunum eyríkjum á jaðri sambandsins,“ hafði dagblaðið Times of Malta eftir Cyrus Engerer, þáverandi þingmanni Verkamannaflokks Möltu á þingi Evrópusambandsins, í marz á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi löggjöf sambandsins um kolefnisskatta á samgöngur með flugi en maltnesk stjórnvöld hafa varað mjög við áhrifum hennar á hag eyríkisins sem er líkt og Ísland mjög háð flugsamgöngum. Hafa má í huga í þessu sambandi að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, handhafi framkvæmdavalds þess, hefur ein heimild til þess að leggja fram lagafrumvörp á vettvangi þess. Það væri hliðstætt við það að ríkisstjórnin hér á landi gæti ein lagt fram lagafrumvörp á Alþingi en ekki alþingismenn. Verkamannaflokkur Möltu hefur haldið um stjórnartaumana þar í landi frá árinu 2013. Þingmenn flokksins eru hluti af öðrum stærsta þingflokki þings sambandsins. Það hefur hins vegar dugað þeim afskaplega skammt í þessum efnum. Hins vegar er ekki nóg að vera fjölmennt ríki innan Evrópusambandsins ef ríkið sem um ræðir er á jaðri þess. Þannig gekk Bretland, með sínar rúmlega 67 milljónir íbúa, úr sambandinu meðal annars vegna þess að ekki hefði verið tekið nægjanlega tillit til brezkra hagsmuna við ákvarðanatöku innan þess. Öll þau mál sem Bretar greiddu til að mynda atkvæði gegn í ráðherraráði Evrópusambandsins 1996-2014 voru engu að síður samþykkt og urðu að lögum samkvæmt niðurstöðum rannsóknar samtakanna Business for Britain frá 2014. Vinnuregla ráðherraráðsins Hvað samanburð Ingólfs á NATO og Evrópusambandinu varðar eru allar ákvarðanir innan varnarbandalagsins teknar með einróma samþykki. Ólíkt því sem allajafna gerist innan sambandsins þar sem einróma samþykki heyrir í dag til undantekninga og nær til að mynda hvorki til sjávarútvegs- né orkumála. Þó vitað sé annars að Bandaríkin þrýstu á brezka ráðamenn í landhelgisdeilunum er ljóst að án frumkvæðis íslenzkra ráðamanna hefði efnahagslögsagan ekki verið færð út. Bandaríkjamenn hefðu seint fært hana úr fyrir okkur. Varðandi reglu Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika er í raun einungis um að ræða vinnureglu ráðherraráðs þess við úthlutun aflaheimilda. Reglan á þannig enga stoð í Lissabon-sáttmálanum og er einungis byggð á reglugerð 1380/2013 sem hægt væri auðveldlega að breyta án samþykkis Íslands þó landið væri innan sambandsins enda nær einróma samþykki sem áður segir ekki til sjávarútvegsmála. Þá breytir reglan engu um það að valdið yfir sjávarútvegsmálum er samkvæmt sáttmálanum í höndum sambandsins. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast annars allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar ákvarðanir eru teknar. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð íbúafjölda. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðasamstarf með eðlilegum formerkjum. Áherzla sambandsins á íbúafjölda í þeim efnum er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi um að til verði sambandsríki. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Fremur erfitt er að taka ekki íbúafjölda Íslands inn í myndina í umræðum um Evrópusambandið þegar fyrir liggur að mælikvarðinn á vægi ríkja innan sambandsins er fyrst og fremst hversu fjölmenn þau eru. Hér er einfaldlega um að ræða reglur Evrópusambandsins sem kveðið er á um í Lissabon-sáttmála þess og við Íslendingar værum lagalega bundnir af ef til þess kæmi á einhverjum tímapunkti að við gengjum í sambandið. Þessar reglur eru ekki upp á punt heldur ráða því í langflestum tilfellum hvað nær fram að ganga innan þess. Fyrirfram hefði ég talið að miklir stuðningsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið, eins og Ingólfur Sverrisson, væri með það á hreinu hvernig kaupin gerðust á eyrinni innan sambandsins í þeim efnum. Sem betur fer er auðvelt að kynna sér það á vefsíðum Evrópusambandsins. Til að mynda er að finna hina ágætustu reiknivél á vef ráðherraráðs sambandsins þar sem reikna má út vægi einstakra ríkja þess við ákvarðanatöku í ráðinu. Það er því auðvelt bæði fyrir Ingólf og aðra að kynna sér málið. Í boði Evrópusambandsins. Ég hef þegar bent Ingólfi á þessar staðreyndir í fyrri svargrein minni á Vísir.is. Þrátt fyrir það vill hann afram meina að lögbundið vægi ríkja Evrópusambandsins innan þess skipti engu máli. Það eina sem máli skipti sé að færa góð rök fyrir máli sínu innan Evrópusambandsins. Þá yrðu ákvarðanir teknar á vettvangi þess sem hentuðu okkar hagsmunum. Þó það væri fjölmennari ríkjum innan sambandsins ekki að skapi og færi jafnvel gegn þeirra eigin hagsmunum. Langur vegur er hins vegar frá því að það samræmist veruleikanum. „Við áttum aldrei möguleika“ Fjölmörg dæmi eru þannig um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi beðið lægri hlut í ráðherraráði Evrópusambandsins þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið í húfi. Líkt og þegar Írar, sem eru rúmar sjö milljónir, urðu um árið að sætta sig við makrílsamning við Færeyinga þvert á eigin hagsmuni. Ekki vantaði að írsk stjórnvöld hafi barizt af alefli gegn málinu eða að þingmenn stjórnarflokksins Fine Gael á þingi sambandsins hafi átt aðild að stærsta þingflokki þess. Allt kom fyrir ekki. Írar urðu að kyngja samningnum. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við írska dagblaðið Irish Examiner í kjölfar þess að samningurinn við Færeyinga var undirritaður. Málið er nefnilega einmitt það, „þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins“ og fyrst og fremst atkvæði fjölmennustu ríkja þess. Sama átti til dæmis við um Dani þegar þeir urðu að taka þátt í refsiaðgerðum sambandsins gegn Færeyjum, hluta af danska konungdæminu, vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu. Dönsk stjórnvöld beittu sér að sama skapi af alefli gegn aðgerðunum og þingmenn stjórnarflokkanna á þingi Evrópusambandsins voru hluti af tveimur af stærstu þingflokkunum. Það skilaði engu. Skilur ekki veruleika eyríkja „Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virðist, miðað við mörg lagafrumvörp hennar, vera ófær um að skilja veruleika fólks sem býr í fámennunum eyríkjum á jaðri sambandsins,“ hafði dagblaðið Times of Malta eftir Cyrus Engerer, þáverandi þingmanni Verkamannaflokks Möltu á þingi Evrópusambandsins, í marz á síðasta ári þar sem hann gagnrýndi löggjöf sambandsins um kolefnisskatta á samgöngur með flugi en maltnesk stjórnvöld hafa varað mjög við áhrifum hennar á hag eyríkisins sem er líkt og Ísland mjög háð flugsamgöngum. Hafa má í huga í þessu sambandi að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, handhafi framkvæmdavalds þess, hefur ein heimild til þess að leggja fram lagafrumvörp á vettvangi þess. Það væri hliðstætt við það að ríkisstjórnin hér á landi gæti ein lagt fram lagafrumvörp á Alþingi en ekki alþingismenn. Verkamannaflokkur Möltu hefur haldið um stjórnartaumana þar í landi frá árinu 2013. Þingmenn flokksins eru hluti af öðrum stærsta þingflokki þings sambandsins. Það hefur hins vegar dugað þeim afskaplega skammt í þessum efnum. Hins vegar er ekki nóg að vera fjölmennt ríki innan Evrópusambandsins ef ríkið sem um ræðir er á jaðri þess. Þannig gekk Bretland, með sínar rúmlega 67 milljónir íbúa, úr sambandinu meðal annars vegna þess að ekki hefði verið tekið nægjanlega tillit til brezkra hagsmuna við ákvarðanatöku innan þess. Öll þau mál sem Bretar greiddu til að mynda atkvæði gegn í ráðherraráði Evrópusambandsins 1996-2014 voru engu að síður samþykkt og urðu að lögum samkvæmt niðurstöðum rannsóknar samtakanna Business for Britain frá 2014. Vinnuregla ráðherraráðsins Hvað samanburð Ingólfs á NATO og Evrópusambandinu varðar eru allar ákvarðanir innan varnarbandalagsins teknar með einróma samþykki. Ólíkt því sem allajafna gerist innan sambandsins þar sem einróma samþykki heyrir í dag til undantekninga og nær til að mynda hvorki til sjávarútvegs- né orkumála. Þó vitað sé annars að Bandaríkin þrýstu á brezka ráðamenn í landhelgisdeilunum er ljóst að án frumkvæðis íslenzkra ráðamanna hefði efnahagslögsagan ekki verið færð út. Bandaríkjamenn hefðu seint fært hana úr fyrir okkur. Varðandi reglu Evrópusambandsins um hlutfallslegan stöðugleika er í raun einungis um að ræða vinnureglu ráðherraráðs þess við úthlutun aflaheimilda. Reglan á þannig enga stoð í Lissabon-sáttmálanum og er einungis byggð á reglugerð 1380/2013 sem hægt væri auðveldlega að breyta án samþykkis Íslands þó landið væri innan sambandsins enda nær einróma samþykki sem áður segir ekki til sjávarútvegsmála. Þá breytir reglan engu um það að valdið yfir sjávarútvegsmálum er samkvæmt sáttmálanum í höndum sambandsins. Milliríkja- og alþjóðasamstarf miðast annars allajafna við það að ríki sitji við sama borð þegar ákvarðanir eru teknar. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð íbúafjölda. Hins vegar er Evrópusambandið komið langt út fyrir það að geta talizt alþjóðasamstarf með eðlilegum formerkjum. Áherzla sambandsins á íbúafjölda í þeim efnum er hins vegar eðlileg í ljósi lokamarkmiðs samrunans innan þess allt frá upphafi um að til verði sambandsríki. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun