Sjúklingur réðst á lækni sem fær ekki bætur frá ríkinu Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 12:21 Árásin átti sér stað á heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni. Getty Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfum heimilislæknis sem varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna árásarinnar yrði viðurkennd, en ríkislögmaður hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki rétt á bótum frá ríkinu þar sem hann hafi ekki verið „að sinna“ sjúklingnum þegar árásin átti sér stað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar bæri sjúklingurinn, sjálfur árásarmaðurinn, ábyrgð á árásinni, en hann hefur hlotið dóm vegna hennar. Ósáttur eftir synjun um morfínlyf Atvikum málsins, sem áttu sér stað á ótilgreindri heilsugæslu árið 2021 þegar heimilislæknirinn var á síðdegisvakt. Árásarmaðurinn hafi komið á heilsugæsluna, og viljað hitta lækni í því skyni að fá ávísað morfínlyfjum. Hann er sagður hafa komið daginn áður í sömu erindagjörðum. Læknirinn synjaði honum um lyfið þessa tvo daga, en fram kemur að fyrri daginn hafi árásarmaðurinn ekki verið sáttur, og seinni daginn mjög ósáttur. Fyrir sjálfa árásina hafi móttökuritari tilkynnt lækninum að sjúklingurinn væri kominn aftur en læknirinn sagt að svörin væru þau sömu og áður. Þar að auki væri vaktin fullbókið og hann ætlaði ekki að taka sjúklinginn að sér aukalega. Þegar læknirinn var að kalla í síðasta sjúklinginn sinn hafi árásarmaðurinn verið búinn að stilla sér upp í ógnandi stillingum í dyragætt biðstofunnar og byrjaður að hóta lækninum. Hann hafi sagt að ef hann fengi ekki lyfið myndi hann bíða eftir honum niðrir eða koma heim til hans og „berja hann í klessu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fékk bylmingshögg og skall í gólfið Læknirinn ítrekaði svör sín aftur, en þá hafi sjúklingurinn „vaðið að sér svona með brjóstið fram og frussandi“. Læknirinn kærði sig ekki um það vegna þess að hann vissi að sjúklingurinn væri smitandi af ótilgreindum sjúkdómi eða öðrum kvilla. Hann hafi því sett lófann sinn á milli þeirra og síðan snúið sér við, en heyrt sjúklinginn segja: „Ertu að kýla mig, helvítið þitt?“ Síðan hafi læknirinn fengið bylmingshögg í hæga heyrað, henst í vegginn og svo skollið í gólfið. Hann hafi vankast, en þegar hann rankaði við sér var árásarmaðurinn farinn. Hann hafi legið eftir og fundið hátíðnisuð í eyranu. Læknirinn sinnti síðan síðasta sjúklingnum sínum, svo kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan fór hann sjálfur á Læknavaktina. Fram kemur að eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að taka ekki aftur á móti sjúklingnum á þessari heilsugæslustöð. Erfiðar afleiðingar árásarinnar Í kjölfar árásarinnar hefur læknirinn glímt við afleiðingar hennar. Það hafi breytt framtíðaráformum hans, en svo virðist sem honum hafi ekki tekist að hefja störf almennilega á ný. Sjúklingurinn, sem játaði sök, var dæmdur í sextíu daga fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða lækninum miskabætur. Læknirinn gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldunni líkt og áður segir vegna þess að hann leit svo á að læknirinn hafi ekki verið „að sinna“ árásarmanninum. Þá höfðaði læknirinn mál á hendur ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi vissulega verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins vegna þess að til þess að ríkið sé bótaskylt þurfi sjúklingurinn að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum, og að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins vegna árásarinnar yrði viðurkennd, en ríkislögmaður hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki rétt á bótum frá ríkinu þar sem hann hafi ekki verið „að sinna“ sjúklingnum þegar árásin átti sér stað. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar bæri sjúklingurinn, sjálfur árásarmaðurinn, ábyrgð á árásinni, en hann hefur hlotið dóm vegna hennar. Ósáttur eftir synjun um morfínlyf Atvikum málsins, sem áttu sér stað á ótilgreindri heilsugæslu árið 2021 þegar heimilislæknirinn var á síðdegisvakt. Árásarmaðurinn hafi komið á heilsugæsluna, og viljað hitta lækni í því skyni að fá ávísað morfínlyfjum. Hann er sagður hafa komið daginn áður í sömu erindagjörðum. Læknirinn synjaði honum um lyfið þessa tvo daga, en fram kemur að fyrri daginn hafi árásarmaðurinn ekki verið sáttur, og seinni daginn mjög ósáttur. Fyrir sjálfa árásina hafi móttökuritari tilkynnt lækninum að sjúklingurinn væri kominn aftur en læknirinn sagt að svörin væru þau sömu og áður. Þar að auki væri vaktin fullbókið og hann ætlaði ekki að taka sjúklinginn að sér aukalega. Þegar læknirinn var að kalla í síðasta sjúklinginn sinn hafi árásarmaðurinn verið búinn að stilla sér upp í ógnandi stillingum í dyragætt biðstofunnar og byrjaður að hóta lækninum. Hann hafi sagt að ef hann fengi ekki lyfið myndi hann bíða eftir honum niðrir eða koma heim til hans og „berja hann í klessu“. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Fékk bylmingshögg og skall í gólfið Læknirinn ítrekaði svör sín aftur, en þá hafi sjúklingurinn „vaðið að sér svona með brjóstið fram og frussandi“. Læknirinn kærði sig ekki um það vegna þess að hann vissi að sjúklingurinn væri smitandi af ótilgreindum sjúkdómi eða öðrum kvilla. Hann hafi því sett lófann sinn á milli þeirra og síðan snúið sér við, en heyrt sjúklinginn segja: „Ertu að kýla mig, helvítið þitt?“ Síðan hafi læknirinn fengið bylmingshögg í hæga heyrað, henst í vegginn og svo skollið í gólfið. Hann hafi vankast, en þegar hann rankaði við sér var árásarmaðurinn farinn. Hann hafi legið eftir og fundið hátíðnisuð í eyranu. Læknirinn sinnti síðan síðasta sjúklingnum sínum, svo kom lögreglan og tók skýrslu af honum og síðan fór hann sjálfur á Læknavaktina. Fram kemur að eftir þetta atvik hafi verið ákveðið að taka ekki aftur á móti sjúklingnum á þessari heilsugæslustöð. Erfiðar afleiðingar árásarinnar Í kjölfar árásarinnar hefur læknirinn glímt við afleiðingar hennar. Það hafi breytt framtíðaráformum hans, en svo virðist sem honum hafi ekki tekist að hefja störf almennilega á ný. Sjúklingurinn, sem játaði sök, var dæmdur í sextíu daga fangelsi vegna árásarinnar og gert að greiða lækninum miskabætur. Læknirinn gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Ríkislögmaður hafnaði bótaskyldunni líkt og áður segir vegna þess að hann leit svo á að læknirinn hafi ekki verið „að sinna“ árásarmanninum. Þá höfðaði læknirinn mál á hendur ríkinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi vissulega verið að sinna sjúklingnum. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins vegna þess að til þess að ríkið sé bótaskylt þurfi sjúklingurinn að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum, og að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent