Kæmi mjög á óvart sigri annar flokkur en Verkamannaflokkurinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 21:43 Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur. Vísir Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag. Rishi Sunak, forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins, og Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins greiddu báðir atkvæði í morgun með eiginkonur sínar sér við hlið. Sunak boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara á dögunum. Skoðanakannanir spá því að íhaldsflokkurinn bíði afhroð og að Sunak sjálfur sé í hættu á að ná ekki inn á þing. Verkamannaflokknum er spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám, eða 410 þingsætum. Íhaldsflokknum er spáð 131 sæti. Kjósendur sem rætt var við á kjörstað í morgun voru flestir sammála um að breytinga væri þörf. „Mér finnst ekkert hafa farið vel á síðustu fjórtán árum og ég tel mjög mikilvægt að við fáum rétt úrslit. Ég var meira að segja spenntur fyrir því að við fengjum aðra andstöðu fyrir stóru flokkana tvo. Ég held reyndar að það gerist ekki en það væri frábært. Ég sé bara möguleika á miklum breytingum og það er það sem ég vonast eftir,“ sagði kjósandinn James Erskine sem starfar í auglýsingabransanum. Sindri ræddi við Hafstein Birgi Einarsson stjórnmálafræðing í Kvöldfréttum. Miðað við skoðanakannanir segir Hafsteinn útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn fari með stórsigur. „Þau gætu verið að fara úr því að vera með eitt af hverju þingsæti í tvö af hverju þingsæti, tvöfaldað þingmannafjöldann sinn og jafnvel er möguleiki á að það verði sögulegur sigur.“ Aðspurður hvers vegna Íhaldsflokkurinn missi svo mikið fylgi nefnir hann bæði efnahagsmál og þá röð hneykslismála sem upp hafa komið. „Við vorum með Boris Johnson sem hélt partý í Downingstræti tíu þegar útgöngubann stóð yfir. Síðan fengum við Liz Truss. Hún þótti hafa sett fram afar ótrúverðuga efnahagsstefnu. Síðan kemur Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra, þykir ver hæfur en ekki mjög spennandi frambjóðandi.“ Allir aldurshópar kjósi Verkamannaflokkinn Hafsteinn segir bæði persónuleika frambjóðenda og málefnin skipta máli þegar kemur að kosningabaráttunni. „Auðvitað vilja kjósendur fá leiðtoga sem er trúverðugur, sem getur fylgt fram þeirri stefnu sem leiðtoginn skiptir máli.“ Mun raunverulega eitthvað breytast? Finnur almenningur fyrir því hvort sem Verkamanna- eða Íhaldsflokkurinn er við stjórnvölinn? „Ég held það sé óhætt að segja það. Ég held að þó að Starmer sé töluvert nær miðjunni heldur en forveri hans í embætti formanns verkamannaflokksins, þá ber mikið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í stefnu,“ segir Hafsteinn. Þannig megi búast við við brotthvarf frá aðalstefnunni í ríkisfjármálum landsins og aukna áherslu á velferðarmál í staðinn. Hafsteinn segir hefðbundna mynstrið í aldursdreifingu þannig að yngra fólk kjósi Verkamannaflokkinn og eldra fólk Íhaldsflokkinn. „En þegar það eru svona stórsigrar eins og stefnir í þarna, þá eru bara allir aldurshópar að fara að kjósa meira og minna það sama.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Sunak boðaði til kosninganna með skömmum fyrirvara á dögunum. Skoðanakannanir spá því að íhaldsflokkurinn bíði afhroð og að Sunak sjálfur sé í hættu á að ná ekki inn á þing. Verkamannaflokknum er spáð stórsigri samkvæmt útgönguspám, eða 410 þingsætum. Íhaldsflokknum er spáð 131 sæti. Kjósendur sem rætt var við á kjörstað í morgun voru flestir sammála um að breytinga væri þörf. „Mér finnst ekkert hafa farið vel á síðustu fjórtán árum og ég tel mjög mikilvægt að við fáum rétt úrslit. Ég var meira að segja spenntur fyrir því að við fengjum aðra andstöðu fyrir stóru flokkana tvo. Ég held reyndar að það gerist ekki en það væri frábært. Ég sé bara möguleika á miklum breytingum og það er það sem ég vonast eftir,“ sagði kjósandinn James Erskine sem starfar í auglýsingabransanum. Sindri ræddi við Hafstein Birgi Einarsson stjórnmálafræðing í Kvöldfréttum. Miðað við skoðanakannanir segir Hafsteinn útlit fyrir að Verkamannaflokkurinn fari með stórsigur. „Þau gætu verið að fara úr því að vera með eitt af hverju þingsæti í tvö af hverju þingsæti, tvöfaldað þingmannafjöldann sinn og jafnvel er möguleiki á að það verði sögulegur sigur.“ Aðspurður hvers vegna Íhaldsflokkurinn missi svo mikið fylgi nefnir hann bæði efnahagsmál og þá röð hneykslismála sem upp hafa komið. „Við vorum með Boris Johnson sem hélt partý í Downingstræti tíu þegar útgöngubann stóð yfir. Síðan fengum við Liz Truss. Hún þótti hafa sett fram afar ótrúverðuga efnahagsstefnu. Síðan kemur Rishi Sunak, núverandi forsætisráðherra, þykir ver hæfur en ekki mjög spennandi frambjóðandi.“ Allir aldurshópar kjósi Verkamannaflokkinn Hafsteinn segir bæði persónuleika frambjóðenda og málefnin skipta máli þegar kemur að kosningabaráttunni. „Auðvitað vilja kjósendur fá leiðtoga sem er trúverðugur, sem getur fylgt fram þeirri stefnu sem leiðtoginn skiptir máli.“ Mun raunverulega eitthvað breytast? Finnur almenningur fyrir því hvort sem Verkamanna- eða Íhaldsflokkurinn er við stjórnvölinn? „Ég held það sé óhætt að segja það. Ég held að þó að Starmer sé töluvert nær miðjunni heldur en forveri hans í embætti formanns verkamannaflokksins, þá ber mikið á milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í stefnu,“ segir Hafsteinn. Þannig megi búast við við brotthvarf frá aðalstefnunni í ríkisfjármálum landsins og aukna áherslu á velferðarmál í staðinn. Hafsteinn segir hefðbundna mynstrið í aldursdreifingu þannig að yngra fólk kjósi Verkamannaflokkinn og eldra fólk Íhaldsflokkinn. „En þegar það eru svona stórsigrar eins og stefnir í þarna, þá eru bara allir aldurshópar að fara að kjósa meira og minna það sama.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira