„Hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2024 20:52 Erlendur við árbakkann. Hann segist langþreyttur á baráttu sinni við kerfið, sem spanni áratugi en hafi litlu sem engu skilað. Vísir/Einar Bóndi í Landbroti í Vestur-Skaftafellssýslu lýsir miklum raunum í áratugalangri baráttu við kerfið, en á sem rennur um land hans er upp urin. Hrygningarfiskar í ánni eru flestir dauðir og útlitið er svart. Grenlækur, sem hefur verið þurr síðan í maí, en vatnsleysi hefur komið þar upp með nokkurra ára millibili, síðast 2021. „Þetta var fengsælasta silungsveiðivatn á Íslandi í nokkur ár, en svona er það í dag,“ sagði Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum við bakka Grenlækjar, þar sem fréttamaður ræddi við hann. Víða um árfarveginn má sjá hausa og bein úr dauðum fiskum, en minkar, refir og fuglar hafa gert sér mat úr hræjum sjóbirtinga sem hafa drepist vegna vatnsleysisins. Stjórnvöld löngu upplýst Erlendur segir stjórnvöldum strax hafa verið gert viðvart þegar þurrkurinn í ár gerði vart við sig. „Þeir hafa upplýsingar um þetta fyrir tveimur mánuðum síðan. Að það skuli ekkert hafa verið gert í kerfinu. Ekki neitt,“ segir Erlendur. Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði. Erlendur segir ástæðu þurrksins vera garða sem reistir til að vernda þjóðveginn og gróður í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni út á Eldhraun. „Þegar lækurinn er þurr, '98, þá er garðurinn rofinn. Þá var farvegurinn svona þurr, þá var garðurinn rofinn og vatn fór að renna fáum dögum seinna.“ Hér var áður hylur, og ein af hrygningarstöðvum Grenlækjar, en er aðeins lítill pollur í dag.Vísir/Einar Garðurinn hafi síðan verið reistur aftur, en Erlendur fékk kröfu sína um umhverfismat á framkvæmdinni ekki samþykkta, þar sem garðurinn ætti aðeins að standa í fjögur ár í tilraunaskyni. „Og hann stendur enn, 24 árum seinna.“ Hann hafi reynt að hreyfa andmælum við endurreisn garðsins. „Ég er búinn að berjast í áratugi, og sagði að þetta myndi gerast.“ Ólýsanlegt að sjá fiskana á víð og dreif Árið 2017 tapaði veiðifélag Grenlækjar skaðabótamáli fyrir Hæstarétti vegna garðanna, þar sem ekki var talið sannað að orsakasamband væri á milli garðanna og tjóns vegna samdráttar á veiði í læknum. Málið snúist þó ekki aðeins um fjárhagslega hagsmuni. „Þetta er allt lífríkið, allt vistkerfið. Þetta er bara hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað.“ Það sé erfitt að ganga um svæðið og sjá dauða fiskana á víð og dreif um farveginn, þar sem Grenlækur rann áður. „Það er ekki hægt að lýsa því, og ég er bara afskaplega þreyttur á þessu núna,“ segir Erlendur, og ljóst að ástandið á ánni tekur á hann. Mörg ráðuneyti en fábreytt svör Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, sem hóf að vekja athygli á ástandinu í Grenlæk við stjórnvöld í maí, eru áhrif þurrksins á lífríki árinnar líklegri til að vera varanleg eftir því sem nær líður göngutíma sjóbirtinga í ána. Þá hafi borist þau svör frá matvælaráðuneytinu að málið ætti heima á borði innviðaráðherra. Forsætisráðherra hefur þá tjáð fréttastofu að hann hafi beint því til umhverfisráðherra að skoða málið, en samkvæmt svörum innan úr umhverfisráðuneytinu er til skoðunar þar. Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Grenlækur, sem hefur verið þurr síðan í maí, en vatnsleysi hefur komið þar upp með nokkurra ára millibili, síðast 2021. „Þetta var fengsælasta silungsveiðivatn á Íslandi í nokkur ár, en svona er það í dag,“ sagði Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum við bakka Grenlækjar, þar sem fréttamaður ræddi við hann. Víða um árfarveginn má sjá hausa og bein úr dauðum fiskum, en minkar, refir og fuglar hafa gert sér mat úr hræjum sjóbirtinga sem hafa drepist vegna vatnsleysisins. Stjórnvöld löngu upplýst Erlendur segir stjórnvöldum strax hafa verið gert viðvart þegar þurrkurinn í ár gerði vart við sig. „Þeir hafa upplýsingar um þetta fyrir tveimur mánuðum síðan. Að það skuli ekkert hafa verið gert í kerfinu. Ekki neitt,“ segir Erlendur. Málinu hafi verið kastað milli ráðuneyta innviðamála, umhverfismála og matvæla, auk þess sem forsætisráðuneytið hefði einnig haft það á sínu borði. Erlendur segir ástæðu þurrksins vera garða sem reistir til að vernda þjóðveginn og gróður í Eldhrauni. Garðarnir, sem reistir voru 1992 og árin á eftir, hefti rennsli vatns úr árkvíslum sem renni út á Eldhraun. „Þegar lækurinn er þurr, '98, þá er garðurinn rofinn. Þá var farvegurinn svona þurr, þá var garðurinn rofinn og vatn fór að renna fáum dögum seinna.“ Hér var áður hylur, og ein af hrygningarstöðvum Grenlækjar, en er aðeins lítill pollur í dag.Vísir/Einar Garðurinn hafi síðan verið reistur aftur, en Erlendur fékk kröfu sína um umhverfismat á framkvæmdinni ekki samþykkta, þar sem garðurinn ætti aðeins að standa í fjögur ár í tilraunaskyni. „Og hann stendur enn, 24 árum seinna.“ Hann hafi reynt að hreyfa andmælum við endurreisn garðsins. „Ég er búinn að berjast í áratugi, og sagði að þetta myndi gerast.“ Ólýsanlegt að sjá fiskana á víð og dreif Árið 2017 tapaði veiðifélag Grenlækjar skaðabótamáli fyrir Hæstarétti vegna garðanna, þar sem ekki var talið sannað að orsakasamband væri á milli garðanna og tjóns vegna samdráttar á veiði í læknum. Málið snúist þó ekki aðeins um fjárhagslega hagsmuni. „Þetta er allt lífríkið, allt vistkerfið. Þetta er bara hreint og klárt vistmorð sem hér á sér stað.“ Það sé erfitt að ganga um svæðið og sjá dauða fiskana á víð og dreif um farveginn, þar sem Grenlækur rann áður. „Það er ekki hægt að lýsa því, og ég er bara afskaplega þreyttur á þessu núna,“ segir Erlendur, og ljóst að ástandið á ánni tekur á hann. Mörg ráðuneyti en fábreytt svör Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun, sem hóf að vekja athygli á ástandinu í Grenlæk við stjórnvöld í maí, eru áhrif þurrksins á lífríki árinnar líklegri til að vera varanleg eftir því sem nær líður göngutíma sjóbirtinga í ána. Þá hafi borist þau svör frá matvælaráðuneytinu að málið ætti heima á borði innviðaráðherra. Forsætisráðherra hefur þá tjáð fréttastofu að hann hafi beint því til umhverfisráðherra að skoða málið, en samkvæmt svörum innan úr umhverfisráðuneytinu er til skoðunar þar.
Stangveiði Skaftárhreppur Vegagerð Umhverfismál Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira