Glæsilegt gullregn og hlynur í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júlí 2024 20:04 Adda Hörn og Ólafur Jóhann, sem búa við götuna Reykjamörk í Hveragerði hér hjá glæsilega gullregninu sínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt glæsilegasta gullregn landsins, ef ekki það glæsilegasta er í garði í Hveragerði en það hefur aldrei blómstrað jafn mikið og í sumar. Þá er líka glæsilegur hlynur í garðinum. Það er einstaklega gaman að koma í garðinn hjá þeim Öddu Hörn og Ólafi Jóhanni í Reykjamörkinni því garðurinn er svo vel hirtur og fallegur. Fallegast er þó gullregnið þeirra, sem er í miklum blóma þessa dagana eins og gullregn svo víða á Suðurlandi á þessum árstíma. „Við höldum að það hafi verið sett niður einhvern tímann rétt eftir 1970. Það er mjög fallegt en það er aðeins mismunandi á milli ára hvernig það er en ég segi oft, ég held að það hafi aldrei blómstrað eins mikið og núna en kannski er þetta bara svipað og það var. Í fyrra komu bara nokkrar greinar með blóm en það er mjög flott núna í ár,” segir Adda. Hverju þakkar þú það að það sé svona flott núna? „Ég veit það ekki, það tengist eitthvað veðrinu þegar það springa út bara nokkur blóm, það tengist eitthvað vorveðrinu held ég.” Og Adda segir tréð vekja mikla athygli í Hveragerði. „Jú, jú, ég sé það alveg, fólk er að mynda það hérna, fólk, sem kemur í Listaskálann og svo bara gangandi vegfarendur, þeir stoppa hérna við og mynda, enda mjög fallegt tré,” segir Adda. Gullregnið hefur líklega aldrei blómstrað eins fallega og í sumar enda er það mjög glæsilegt eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara glæsilegt gullregn í garðinum því þar er líka mjög fallegur hlynur eða garðahlynur eins og hann heitir. „Já, hann er líka mjög glæsilegur.“ En hvort er nú í meira upphaldi, hlynurinn eða gullregnið hjá Öddu? „Gullregnið á meðan það er í blóma en hlynurinn svo líka, ekki síður, hann er mjög fallegur, gefur gott skjól og svona.“ Og gæðastundir hjónanna í Reykjamörkinni eru í nýja gróðurhúsinu þar sem er sumar allt árið. „Við setjumst oft út á morgnanna með kaffibollann við hjónin og þetta lengir bæði sumarið og fram á haust og líka að maður geti sést út þegar það er rigning og hlustað bara á rigninguna í gróðurhúsin, það er mjög gott,” segir Adda alsæl með garðinn sinn, lífið og nýja gróðurhúsið. Garðahlynurinn er einstaklega fallegur hjá þeim Öddu og Ólafi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Blóm Tré Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Það er einstaklega gaman að koma í garðinn hjá þeim Öddu Hörn og Ólafi Jóhanni í Reykjamörkinni því garðurinn er svo vel hirtur og fallegur. Fallegast er þó gullregnið þeirra, sem er í miklum blóma þessa dagana eins og gullregn svo víða á Suðurlandi á þessum árstíma. „Við höldum að það hafi verið sett niður einhvern tímann rétt eftir 1970. Það er mjög fallegt en það er aðeins mismunandi á milli ára hvernig það er en ég segi oft, ég held að það hafi aldrei blómstrað eins mikið og núna en kannski er þetta bara svipað og það var. Í fyrra komu bara nokkrar greinar með blóm en það er mjög flott núna í ár,” segir Adda. Hverju þakkar þú það að það sé svona flott núna? „Ég veit það ekki, það tengist eitthvað veðrinu þegar það springa út bara nokkur blóm, það tengist eitthvað vorveðrinu held ég.” Og Adda segir tréð vekja mikla athygli í Hveragerði. „Jú, jú, ég sé það alveg, fólk er að mynda það hérna, fólk, sem kemur í Listaskálann og svo bara gangandi vegfarendur, þeir stoppa hérna við og mynda, enda mjög fallegt tré,” segir Adda. Gullregnið hefur líklega aldrei blómstrað eins fallega og í sumar enda er það mjög glæsilegt eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara glæsilegt gullregn í garðinum því þar er líka mjög fallegur hlynur eða garðahlynur eins og hann heitir. „Já, hann er líka mjög glæsilegur.“ En hvort er nú í meira upphaldi, hlynurinn eða gullregnið hjá Öddu? „Gullregnið á meðan það er í blóma en hlynurinn svo líka, ekki síður, hann er mjög fallegur, gefur gott skjól og svona.“ Og gæðastundir hjónanna í Reykjamörkinni eru í nýja gróðurhúsinu þar sem er sumar allt árið. „Við setjumst oft út á morgnanna með kaffibollann við hjónin og þetta lengir bæði sumarið og fram á haust og líka að maður geti sést út þegar það er rigning og hlustað bara á rigninguna í gróðurhúsin, það er mjög gott,” segir Adda alsæl með garðinn sinn, lífið og nýja gróðurhúsið. Garðahlynurinn er einstaklega fallegur hjá þeim Öddu og Ólafi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Blóm Tré Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira