Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 09:12 Blair ráðleggur Starmer að hlaupast ekki undan vandamálunum heldur takast á við þau. epa Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. Blair er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum í Bretlandi, en í viðtali við Guardian sagði hann að á sama tíma og menn leituðu svara og lausna yrðu þeir að vera meðvitaðir um aðferðafræði andstæðinga sinna. „Popúlistinn skáldar ekki áhyggjuefni fólks, hann nýtir sér þau. Og ef þú vilt koma í veg fyrir að stuðningur við þá aukist þá verður þú að taka á áhyggjunum. Þess vegna er hárrétt hjá Keir að segja að við þurfum að hafa stjórn á aðflutningi fólks,“ sagði Blair en ítrekaði að innflytjendur hefðu haft verulega góð áhrif á Bretland. Hann sagði að stjórnvöld þyrftu að taka lög og reglu alvarlega og vera meðvitaðir um það hvernig þeir nálguðust ýmis samfélagsleg málefni sem hægrimenn hefðu nýtt sér til að afla sér fylgis. Rétta leiðin væri að leita á miðjuna. Varðandi Brexit og yfirlýsingar Starmer um að hann sæi ekki fyrir sér að Bretar gengju aftur í Evrópusambandið á næstu áratugum sagði Blair að það eina sem hann vissi fyrir víst væri að Bretar þyrftu að tilheyra „pólitískri fjölskyldu“ í eigin heimsálfu. „Hvaða form það tekur veit ég ekki. En það mikilvægasta fyrir ríki á borð við Bretland að skilja, því við höfum mikið verið að horfa inn á við, er að innan tveggja áratuga verða þrír risar í heiminum; Bandaríkin, Kína og líklega Indland. Og það eina sem önnur ríki munu hafa til að snúa sér að eru svæðisbundin bandalög sem munu færa þér það í sameningu sem þú getur ekki aflað einn.“ Umfjöllun Guardian. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Blair er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum í Bretlandi, en í viðtali við Guardian sagði hann að á sama tíma og menn leituðu svara og lausna yrðu þeir að vera meðvitaðir um aðferðafræði andstæðinga sinna. „Popúlistinn skáldar ekki áhyggjuefni fólks, hann nýtir sér þau. Og ef þú vilt koma í veg fyrir að stuðningur við þá aukist þá verður þú að taka á áhyggjunum. Þess vegna er hárrétt hjá Keir að segja að við þurfum að hafa stjórn á aðflutningi fólks,“ sagði Blair en ítrekaði að innflytjendur hefðu haft verulega góð áhrif á Bretland. Hann sagði að stjórnvöld þyrftu að taka lög og reglu alvarlega og vera meðvitaðir um það hvernig þeir nálguðust ýmis samfélagsleg málefni sem hægrimenn hefðu nýtt sér til að afla sér fylgis. Rétta leiðin væri að leita á miðjuna. Varðandi Brexit og yfirlýsingar Starmer um að hann sæi ekki fyrir sér að Bretar gengju aftur í Evrópusambandið á næstu áratugum sagði Blair að það eina sem hann vissi fyrir víst væri að Bretar þyrftu að tilheyra „pólitískri fjölskyldu“ í eigin heimsálfu. „Hvaða form það tekur veit ég ekki. En það mikilvægasta fyrir ríki á borð við Bretland að skilja, því við höfum mikið verið að horfa inn á við, er að innan tveggja áratuga verða þrír risar í heiminum; Bandaríkin, Kína og líklega Indland. Og það eina sem önnur ríki munu hafa til að snúa sér að eru svæðisbundin bandalög sem munu færa þér það í sameningu sem þú getur ekki aflað einn.“ Umfjöllun Guardian.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira