Læknirinn sem varð fyrir árásinni ætlar lengra með málið Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 15:56 Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu i miðbænum. Vísir/Vilhelm Heimilislæknir sem varð fyrir árás sjúklings á heilsugæslu í Reykjavík en fær ekki bætur frá ríkinu vegna málsins hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Þetta staðfestir Snorri Stefánsson, lögmaður læknisins, í samtali við fréttastofu. Snorri hefur heyrt að það sé tilfinningin hjá læknum almennt að kjarasamningsákvæði ætti að vernda þá betur en þessi dómur gefur til kynna, enda séu þeir oft að vinna við erfiðar aðstæður. „Mönnum líður auðvitað betur ef þeir eru tryggðir.“ Atvik málsins áttu sér stað árið 2021 þegar sjúklingur sem vildi fá morfínlyf, sem læknirinn hafði neitað honum um, réðst á hann. Læknirinn höfðaði mál á hendur gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins. Dómurinn leit svo á að til þess að ríkið sé bótaskylt hafi sjúklingurinn þurft að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum. Að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess, en árásarmaðurinn hlaut sextíu daga fangelsisdóm vegna málsins. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag var fjallað um að málum þar sem heilbrigðistarfsfólki er hótað eða beitt ofbeldi væri að fjölga. ' Fram kom að mál heimilislæknisins hefði vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar, og að síðan hefði öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ sagði Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Þetta staðfestir Snorri Stefánsson, lögmaður læknisins, í samtali við fréttastofu. Snorri hefur heyrt að það sé tilfinningin hjá læknum almennt að kjarasamningsákvæði ætti að vernda þá betur en þessi dómur gefur til kynna, enda séu þeir oft að vinna við erfiðar aðstæður. „Mönnum líður auðvitað betur ef þeir eru tryggðir.“ Atvik málsins áttu sér stað árið 2021 þegar sjúklingur sem vildi fá morfínlyf, sem læknirinn hafði neitað honum um, réðst á hann. Læknirinn höfðaði mál á hendur gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins. Dómurinn leit svo á að til þess að ríkið sé bótaskylt hafi sjúklingurinn þurft að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum. Að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess, en árásarmaðurinn hlaut sextíu daga fangelsisdóm vegna málsins. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag var fjallað um að málum þar sem heilbrigðistarfsfólki er hótað eða beitt ofbeldi væri að fjölga. ' Fram kom að mál heimilislæknisins hefði vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar, og að síðan hefði öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ sagði Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira