Innlent

Bif­hjóla­maðurinn á Vest­fjörðum ekki í lífs­hættu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Horft yfir Bíldudal og Arnarfjörð frá Hálfdán. Óhappið varð í norðanverðum Arnarfirðinum.
Horft yfir Bíldudal og Arnarfjörð frá Hálfdán. Óhappið varð í norðanverðum Arnarfirðinum. Vísir/Vilhelm

Svo virðist sem bifhjólaslysið sem varð í norðanverðum Arnarfirði í gær hafi komið til vegna óhapps. Engin umferðarlagabrot virðast hafa átt stað, segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.

Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt eftir hádegi í gær vegna bifhjólaslyss í Arnarfirði, og ökumaðurinn var fluttur á Landsspítalann í Fossvogi.

Slysið varð í norðanverðum Arnarfirði nokkuð utarlega í firðinum, að minnsta kosti vestar en Hrafnseyri, telur Helgi. Á þessu stigi máls virðist þetta hafa verið bara óhapp, maðurinn hafi bara dottið af hjólinu.

„Þetta getur gerst þegar menn eru að leika sér, að ferðast á svona vegum sem eru ekki mjög góðir,“ segir Helgi.

Maðurinn ekki í lífshættu

„Við höfum ekki nákvæmar upplýsingar um heilsu mannsins, en við heyrðum af því að hann væri aðeins betri. Hann væri ekki í lífshættu,“ segir Helgi.

Málið sé ennþá í rannsókn og lögreglan muni skoða það betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×