Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2024 21:07 Að minnsta kosti 125 eru særðir eftir sprengingarnar. EPA/Vladyslav Musiienko Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. Rússar eru sagðir hafa skotið yfir fjörutíu eldflaugum á borgir víðsvegar um Úkraínu. Okhmatdyt-barnaspítalinn í Kænugarði fór einna verst úti. „Við heyrðum fyrstu sprenginguna, hún var ekki langt í burtu. Við brugðumst hratt við. Dóttir mín öskraði. Ég hljóp inn á deildina. Okkur var sagt að fara niður í kjallara. Ég greip dóttur mína á ganginum og þá kom önnur sprenging. Þau hjálpuðu okkur niður. Nú heyrum við í annarri loftvarnarflautunni og þau létu mig fara með dóttur mína niður í kjallara,“ segir Inna Bereznytska, móðir sjúklings á barnaspítalanum. Gríðarleg eyðilegging blasti við á spítalanum eftir árásina og alvarlega veik börn leituðu huggunar í fangi foreldra sinna, þar sem þau virtu fyrir sér rústirnar. Þá var íbúðarhús í vesturhluta Kænugarðs allt að því jafnað við jörðu. Íbúi í húsinu náði að leita skjóls úti á gangi rétt áður en íbúð hennar var sprengd í loft upp. „Þið sjáið að fjórða og fimmta hæð hússins okkar eru gjöreyðilagðar. Börn liggja undir rústunum. Nú er verið að leita að þeim. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju heimsbyggðin áttar sig ekki á því að Rússar eru að ráðast á okkur. Og enginn stöðvar þá. Úkraínumenn hafa sætt þessu ofbeldi af hálfu Rússa síðan 2013,“ segir Halina Sichievka, íbúi hússins. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að draga verði Rússa til ábyrgðar og heitir hefndum. Látinna var minnst með þögn á fundi forsetans í Varsjá í dag. Þar tilkynnti Selenskí einnig að Úkraínumenn hefðu beðið um neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa, einkum þeirrar sem þeir gerðu á barnaspítalann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Rússar eru sagðir hafa skotið yfir fjörutíu eldflaugum á borgir víðsvegar um Úkraínu. Okhmatdyt-barnaspítalinn í Kænugarði fór einna verst úti. „Við heyrðum fyrstu sprenginguna, hún var ekki langt í burtu. Við brugðumst hratt við. Dóttir mín öskraði. Ég hljóp inn á deildina. Okkur var sagt að fara niður í kjallara. Ég greip dóttur mína á ganginum og þá kom önnur sprenging. Þau hjálpuðu okkur niður. Nú heyrum við í annarri loftvarnarflautunni og þau létu mig fara með dóttur mína niður í kjallara,“ segir Inna Bereznytska, móðir sjúklings á barnaspítalanum. Gríðarleg eyðilegging blasti við á spítalanum eftir árásina og alvarlega veik börn leituðu huggunar í fangi foreldra sinna, þar sem þau virtu fyrir sér rústirnar. Þá var íbúðarhús í vesturhluta Kænugarðs allt að því jafnað við jörðu. Íbúi í húsinu náði að leita skjóls úti á gangi rétt áður en íbúð hennar var sprengd í loft upp. „Þið sjáið að fjórða og fimmta hæð hússins okkar eru gjöreyðilagðar. Börn liggja undir rústunum. Nú er verið að leita að þeim. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju heimsbyggðin áttar sig ekki á því að Rússar eru að ráðast á okkur. Og enginn stöðvar þá. Úkraínumenn hafa sætt þessu ofbeldi af hálfu Rússa síðan 2013,“ segir Halina Sichievka, íbúi hússins. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu segir að draga verði Rússa til ábyrgðar og heitir hefndum. Látinna var minnst með þögn á fundi forsetans í Varsjá í dag. Þar tilkynnti Selenskí einnig að Úkraínumenn hefðu beðið um neyðarfund í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa, einkum þeirrar sem þeir gerðu á barnaspítalann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26
Áróður Kremls gegn Úkraínu og NATO Á undanförnum árum hafa átökin í Úkraínu og afstaða Vesturlanda gagnvart Rússlandi leitt til þess að Kreml hefur stundað umfangsmikla áróðursherferð. 1. júlí 2024 11:31
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07