Þar kemur einnig fram að þó nokkrir hafi verið stöðvaðir og eiga annað hvort von á sekt eða voru handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Í dagbókinni er einnig fjallað um alelda bifreið við Rauðavatn, eignaspjöll á bíl í Breiðholti og rúðubrot í verslun í Fossvogi. Þá var aðili sem ónáðaði gesti veitingastaðar í hverfi 105 en honum var vísað út án vandræða.