Hvað kostar krónan heimilin? Guðmundur Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 13:31 Í umræðum um gjaldmiðlamál og stöðu efnahagsmála á Íslandi er það oftast rök þeirra sem vilja halda í krónuna að fullyrða að hún bjargi okkur úr efnahagslægðum og áföllum. Þessi rök eru notuð til að blekkja almenning, en það er mikilvægt að skoða hvaða raunverulegan kostnað krónan leggur á heimilin og hvort hún raunverulega bætir líf okkar. Þetta er svipað og að halda því fram að brennuvargurinn sé blessun, vegna þess að hann hjálpaði til við að slökkva eldinn í einni íbúð af mörgum sem hann kveikti í og brunnu. Slíkan aðila á að taka úr umferð og það sama á við um krónuna. Vinnuþrælkun vegna krónunnar Ef við förum í að sundurliða þann óheyrilega kostnað sem almenningur hefur af sjálfstæðri örmynnt þá skilur maður ekki að nokkur skuli vera á móti því að losna við hana og taka upp sterkan gjaldmiðill.Ísland er fast í vaxtaokri og verðbólgu og við munum alltaf búa við hærri vexti en á evrusvæðinu, oft um 4,5% til 6,5% hærri, sem stafar af smæð gjaldmiðilsins hjá fámennri þjóð sem er á við bæjarfélag eins og Bergen í Noregi. Engin erlend þjóð myndi búa við svo smáan gjaldmiðil vegna mikillar áhættu og kostnaðar, enda er krónan ekki skiptanleg á erlendum mörkuðum, sem sýnir um leið algjört vantraust annarra landa á krónunni. Það er ekki sæmandi nokkurri þjóð að búa við slíka niðurlægingu eigin gjaldmiðils, svo ekki sé talað um fórnarkostnaðinn. Þetta þýðir að meðal Íslendingur eyðir mörgum auka árum af sínum vinnutíma bara í að greiða fyrir meiri vexti innan krónu en evru til að koma þaki yfir höfuðið á sér og sínum. Þannig greiða heimilin eina til tvær auka íbúðir umfram það sem væri með evru og skerðir sparnað um sömu upphæð. Þetta jafngildir því að heimilin og einstaklingarnir eru „mörg ár“ að vinna fyrir kostnaði krónunnar umfram evru, sem jafngildir einskonar vinnuþrælkun vegna krónuskattsins. Væntanlega vill ekkert heimili eða einstaklingur greiða auka krónuskatt sem nemur einni til tveim íbúðum eftir afborgunartíma til að viðhalda hér miklu hærri vaxtakostnaði en ef við værum með evru. Þetta skilja öll stærri fyrirtæki landsins afar vel enda hafa þau öll flúið krónuna sem geta og gera flest öll upp í evrum. Það eru bara einstaklingarnir og litlu fyrirtækin sem komast ekki út fyrir múra krónunnar og eru í fangelsi hennar. Krónan skapar því einskonar aðskilnaðarstefnu á Íslandi þó að stjórnarskráin kveði á um jafnræði. Þessi stöðuga mikla greiðslubyrði skerðir lífsgæði og veldur miklum mannlegum hörmungum og óhamingju sem ekki verður metið til fjár hjá einstaklingum og fjölskyldum. Fákeppni í samfélaginu Við búum einnig við fákeppni í mörgum greinum, eins og í tryggingarstarfsemi, bankastarfsemi, matvöruverslun, byggingavörum, olíuvörum og lyfjamarkaði vegna krónunnar. Fákeppni skerðir lífskjör okkar og er hluti af fórnarkostnaði við að hafa krónuna sem gjaldmiðil, þar sem erlendir aðilar koma ekki hingað á meðan krónan er. Þessi fákeppni hefur í för með sér hærra verðlag og minni kaupmátt og færri valkosti fyrir neytendur. Kostnaður ríkisins Fjórði stærsti liðurinn á fjárlögum eru afborganir og vextir af skuldum ríkissjóðs. Vaxtakostnaður A-hluta ríkisins af skuldum myndi lækka um 80 milljarða króna á ári með upptöku evru vegna langtíma vaxtamunar á milli krónu og evru. Til samanburðar kostar það um 80 milljarða króna að reka Landspítalann með 5000 starfsmönnum. Það er ekki hægt að réttlæta slíkt bruðl á fjármunum sem annars gætu verið notaðir til að bæta fjölmarga samfélagslega þjónustu og verkefni. Enda er staða okkar á öllum sviðum að verða mjög döpur. Hvort sem litið er á velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, vegakerfið, málefni barna og aldraðra svo eitthvað sé nefnt. Kaupmáttur og verðbólga Samkvæmt áliti frá ASÍ frá 2011 myndi upptaka evru leiða til varanlegrar lækkunar verðbólgu og vaxta, sem myndi auka kaupmátt um 30%. Þetta hefur ekki verið hrakið og stendur enn í dag. Aukinn kaupmáttur myndi bæta lífskjör okkar og gera almenningi kleift að spara og fjárfesta meira. Nýsköpun og atvinnulíf Nýsköpun í atvinnulífi á Íslandi þrífst ekki vel í krónuhagkerfi. Fyrirtæki sem skapa verðmæti þurfa oft að flytja úr landi til að dafna. Við erum að mennta ungt fólk sem á í erfiðleikum með að fá vinnu hér vegna þess að krónan gerir nýsköpunarfyrirtækum erfitt fyrir að vaxa og dafna. Til að skapa verðmæti og halda í menntaðan mannauð okkar þurfum við sterkan gjaldmiðil. Afleiðingin af krónuhagkerfinu er að hér þrífast helst atvinnugreinar sem byggja á innfluttu vinnuafli s.s. ferðaþjónusta, með minni framleiðni og verðmætasköpun en hátæknigreinar, sem aftur veldur lakari kaupmætti og lífskjörum. Á sama tíma fara Íslendingar úr landi. Aðild að Evrópusambandinu Við höfum einstakt tækifæri til að bæta lífskjör og kaupmátt okkar um yfir 30% með því að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið og taka upp evru. Við gerum það með því að koma með samning sem við munum geta tekið heiðarlega umræðu um kosti hans og galla. Síðan er það okkar að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu eða fella af hann er ekki okkur hagstæður. Þvílíkur lúxusstaða að eiga þennan möguleika til að auka hagsæld okkar. Þetta er tækifæri sem engri þjóð stendur til boða í dag. Við eigum að nýta þetta tækifæri til að bæta lífskjör okkar, auka samkeppni og lækka verðlag. Aðild að ESB myndi einnig opna dyr fyrir íslensk fyrirtæki til að starfa á stærri markaði með meiri stöðugleika.Maður veltir því fyrir sé hvort þeir sem eru á móti því að ljúka aðildarviðræðum og sjá samninginn vilji ekki bætt lífskjör almennings í landinu. Hvaða hvatir og hagsmunir liggi þar á baki? Niðurstaða Við verðum að leita allra leiða til að bæta lífskjör okkar. Krónan er að valda okkur efnahagslegum hörmungum og skerða lífsgæði okkar um meira en 30% á hverju ári. Við eigum betra skilið og þurfum að gera róttækar breytingar í efnahagsmálum okkar með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Með þessum breytingum getum við tryggt að lífskjör á Íslandi verði betri fyrir alla. Við verðum að viðurkenna að við erum komin á endastöð í verðmætasköpun með krónuna.Til að bæta lífskjör þurfum við að taka upp annan gjaldmiðil, sem laðar að fyrirtæki og tryggir að nýsköpunarfyrirtæki og þau sem fyrir eru geti starfað hér og skapað vel launuð störf. Eitt mesta verðmæti sem við eigum er mannauðurinn og hann eigum við að virkja til hagsældar. Það mun ekki takast með krónuna sem gjaldmiðil. Ég fullyrði að sú mikla hnignun sem er að eiga sér stað á mörgum sviðum íslensks samfélags er krónunni að kenna og lífskjör okkar munu versna ef við höldum áfram með hana. Við erum að eyða óheyrilegum fjármunum í gjaldmiðilinn krónuna, sem veldur okkur efnahagslegum skaða á hverjum degi.Í þessari litlu upptalningu sé ég ekkert dæmi þar sem krónan bætir hag okkar. Þvert á móti skerðir hún lífsgæði okkar, sem þýðir að við gætum haft það miklu betra á okkar frábæra landi. Til þess verðum við að gera róttækar breytingar í okkar efnahagsmálum með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Við eigum betra skilið en að vera föst í krónuokri og fákeppni. Kv. Guðmundur Ragnarsson,Varaþingmaður Viðreisnar og fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Íslenska krónan Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um gjaldmiðlamál og stöðu efnahagsmála á Íslandi er það oftast rök þeirra sem vilja halda í krónuna að fullyrða að hún bjargi okkur úr efnahagslægðum og áföllum. Þessi rök eru notuð til að blekkja almenning, en það er mikilvægt að skoða hvaða raunverulegan kostnað krónan leggur á heimilin og hvort hún raunverulega bætir líf okkar. Þetta er svipað og að halda því fram að brennuvargurinn sé blessun, vegna þess að hann hjálpaði til við að slökkva eldinn í einni íbúð af mörgum sem hann kveikti í og brunnu. Slíkan aðila á að taka úr umferð og það sama á við um krónuna. Vinnuþrælkun vegna krónunnar Ef við förum í að sundurliða þann óheyrilega kostnað sem almenningur hefur af sjálfstæðri örmynnt þá skilur maður ekki að nokkur skuli vera á móti því að losna við hana og taka upp sterkan gjaldmiðill.Ísland er fast í vaxtaokri og verðbólgu og við munum alltaf búa við hærri vexti en á evrusvæðinu, oft um 4,5% til 6,5% hærri, sem stafar af smæð gjaldmiðilsins hjá fámennri þjóð sem er á við bæjarfélag eins og Bergen í Noregi. Engin erlend þjóð myndi búa við svo smáan gjaldmiðil vegna mikillar áhættu og kostnaðar, enda er krónan ekki skiptanleg á erlendum mörkuðum, sem sýnir um leið algjört vantraust annarra landa á krónunni. Það er ekki sæmandi nokkurri þjóð að búa við slíka niðurlægingu eigin gjaldmiðils, svo ekki sé talað um fórnarkostnaðinn. Þetta þýðir að meðal Íslendingur eyðir mörgum auka árum af sínum vinnutíma bara í að greiða fyrir meiri vexti innan krónu en evru til að koma þaki yfir höfuðið á sér og sínum. Þannig greiða heimilin eina til tvær auka íbúðir umfram það sem væri með evru og skerðir sparnað um sömu upphæð. Þetta jafngildir því að heimilin og einstaklingarnir eru „mörg ár“ að vinna fyrir kostnaði krónunnar umfram evru, sem jafngildir einskonar vinnuþrælkun vegna krónuskattsins. Væntanlega vill ekkert heimili eða einstaklingur greiða auka krónuskatt sem nemur einni til tveim íbúðum eftir afborgunartíma til að viðhalda hér miklu hærri vaxtakostnaði en ef við værum með evru. Þetta skilja öll stærri fyrirtæki landsins afar vel enda hafa þau öll flúið krónuna sem geta og gera flest öll upp í evrum. Það eru bara einstaklingarnir og litlu fyrirtækin sem komast ekki út fyrir múra krónunnar og eru í fangelsi hennar. Krónan skapar því einskonar aðskilnaðarstefnu á Íslandi þó að stjórnarskráin kveði á um jafnræði. Þessi stöðuga mikla greiðslubyrði skerðir lífsgæði og veldur miklum mannlegum hörmungum og óhamingju sem ekki verður metið til fjár hjá einstaklingum og fjölskyldum. Fákeppni í samfélaginu Við búum einnig við fákeppni í mörgum greinum, eins og í tryggingarstarfsemi, bankastarfsemi, matvöruverslun, byggingavörum, olíuvörum og lyfjamarkaði vegna krónunnar. Fákeppni skerðir lífskjör okkar og er hluti af fórnarkostnaði við að hafa krónuna sem gjaldmiðil, þar sem erlendir aðilar koma ekki hingað á meðan krónan er. Þessi fákeppni hefur í för með sér hærra verðlag og minni kaupmátt og færri valkosti fyrir neytendur. Kostnaður ríkisins Fjórði stærsti liðurinn á fjárlögum eru afborganir og vextir af skuldum ríkissjóðs. Vaxtakostnaður A-hluta ríkisins af skuldum myndi lækka um 80 milljarða króna á ári með upptöku evru vegna langtíma vaxtamunar á milli krónu og evru. Til samanburðar kostar það um 80 milljarða króna að reka Landspítalann með 5000 starfsmönnum. Það er ekki hægt að réttlæta slíkt bruðl á fjármunum sem annars gætu verið notaðir til að bæta fjölmarga samfélagslega þjónustu og verkefni. Enda er staða okkar á öllum sviðum að verða mjög döpur. Hvort sem litið er á velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, vegakerfið, málefni barna og aldraðra svo eitthvað sé nefnt. Kaupmáttur og verðbólga Samkvæmt áliti frá ASÍ frá 2011 myndi upptaka evru leiða til varanlegrar lækkunar verðbólgu og vaxta, sem myndi auka kaupmátt um 30%. Þetta hefur ekki verið hrakið og stendur enn í dag. Aukinn kaupmáttur myndi bæta lífskjör okkar og gera almenningi kleift að spara og fjárfesta meira. Nýsköpun og atvinnulíf Nýsköpun í atvinnulífi á Íslandi þrífst ekki vel í krónuhagkerfi. Fyrirtæki sem skapa verðmæti þurfa oft að flytja úr landi til að dafna. Við erum að mennta ungt fólk sem á í erfiðleikum með að fá vinnu hér vegna þess að krónan gerir nýsköpunarfyrirtækum erfitt fyrir að vaxa og dafna. Til að skapa verðmæti og halda í menntaðan mannauð okkar þurfum við sterkan gjaldmiðil. Afleiðingin af krónuhagkerfinu er að hér þrífast helst atvinnugreinar sem byggja á innfluttu vinnuafli s.s. ferðaþjónusta, með minni framleiðni og verðmætasköpun en hátæknigreinar, sem aftur veldur lakari kaupmætti og lífskjörum. Á sama tíma fara Íslendingar úr landi. Aðild að Evrópusambandinu Við höfum einstakt tækifæri til að bæta lífskjör og kaupmátt okkar um yfir 30% með því að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið og taka upp evru. Við gerum það með því að koma með samning sem við munum geta tekið heiðarlega umræðu um kosti hans og galla. Síðan er það okkar að samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu eða fella af hann er ekki okkur hagstæður. Þvílíkur lúxusstaða að eiga þennan möguleika til að auka hagsæld okkar. Þetta er tækifæri sem engri þjóð stendur til boða í dag. Við eigum að nýta þetta tækifæri til að bæta lífskjör okkar, auka samkeppni og lækka verðlag. Aðild að ESB myndi einnig opna dyr fyrir íslensk fyrirtæki til að starfa á stærri markaði með meiri stöðugleika.Maður veltir því fyrir sé hvort þeir sem eru á móti því að ljúka aðildarviðræðum og sjá samninginn vilji ekki bætt lífskjör almennings í landinu. Hvaða hvatir og hagsmunir liggi þar á baki? Niðurstaða Við verðum að leita allra leiða til að bæta lífskjör okkar. Krónan er að valda okkur efnahagslegum hörmungum og skerða lífsgæði okkar um meira en 30% á hverju ári. Við eigum betra skilið og þurfum að gera róttækar breytingar í efnahagsmálum okkar með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Með þessum breytingum getum við tryggt að lífskjör á Íslandi verði betri fyrir alla. Við verðum að viðurkenna að við erum komin á endastöð í verðmætasköpun með krónuna.Til að bæta lífskjör þurfum við að taka upp annan gjaldmiðil, sem laðar að fyrirtæki og tryggir að nýsköpunarfyrirtæki og þau sem fyrir eru geti starfað hér og skapað vel launuð störf. Eitt mesta verðmæti sem við eigum er mannauðurinn og hann eigum við að virkja til hagsældar. Það mun ekki takast með krónuna sem gjaldmiðil. Ég fullyrði að sú mikla hnignun sem er að eiga sér stað á mörgum sviðum íslensks samfélags er krónunni að kenna og lífskjör okkar munu versna ef við höldum áfram með hana. Við erum að eyða óheyrilegum fjármunum í gjaldmiðilinn krónuna, sem veldur okkur efnahagslegum skaða á hverjum degi.Í þessari litlu upptalningu sé ég ekkert dæmi þar sem krónan bætir hag okkar. Þvert á móti skerðir hún lífsgæði okkar, sem þýðir að við gætum haft það miklu betra á okkar frábæra landi. Til þess verðum við að gera róttækar breytingar í okkar efnahagsmálum með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. Við eigum betra skilið en að vera föst í krónuokri og fákeppni. Kv. Guðmundur Ragnarsson,Varaþingmaður Viðreisnar og fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar