Nýr verjandi Quang Le segir búið að dæma skjólstæðing sinn Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2024 11:53 Sveinn Andri segir Quang Lé hafa mátt sæta ótrúlegu harðræði, nokkuð sem enginn af íslensku bergi hefði mátt þola. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður hefur tekið við máli Quang Lé og er nú verjandi hans. Sveinn segir skjólstæðing sinn grátt leikinn, og enginn Íslendingur hefði mátt þola annað eins. Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars síðastliðinn. Alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Sveinn Andri segir það furðanlega langan tíma. Allar rannsóknir sýni að svo langur tími geti haft gríðarlega skaðleg áhrif á andlega heilsu manna. „Eftir sjö vikur eru menn orðnir blaðsalat. Þetta eru almenn viðmið frá læknum og fyrrverandi Landlæknir ritaði um þetta fræga grein. Þrjár vikur eru algjört hámark ef einangrunin á ekki að bitna varanlega á þeim sem því sætir,“ segir Sveinn Andri. Eftir að einangrun fólksins var aflétt mátti það sæta gæsluvarðhaldi til 14. júní síðastliðins, talsvert lengur en almenn tólf vikna hámarkslengd gæsluvarðhalds. Þegar búið að dæma Quang Lé Hann segir reyndar Quang Lé sæmilega brattan en sömu sögu sé ekki að segja af öðrum í fjölskyldunni sem máttu þola þetta. Sveinn Andri segir þetta mál hið einkennilegasta og öllu sé á haus snúið. Það hefði aldrei átt að þurfa að taka allan þennan tíma í að rannsaka málið. Þetta snúist um vinnuréttarsamband við slatta af starfsfólki og ætlað peningaþvætti. Allt liggi þetta meira og minna fyrir og þurfi ekki lengi að vesenast með það. „Einangrunin er notuð til að brjóta fólk niður,“ segir Sveinn Andri. Ef Quang Lé væri af íslensku bergi brotinn þá hefði hann aldrei í lífinu þurft að þola annað eins. En hann hafi hins vegar þegar tekið út refsingu í málinu. „Venjulega eru mál rannsökuð, svo er dæmt og menn sekir eða sýknaðir eftir atvikum. Og taka þá afleiðingum gjörða sinna. Hann hefur verið gersamlega knésettur áður en nokkuð af þessu liggur fyrir. Hann er þegar farinn að taka afleiðingum áður en dæmt er. Það er búið að hafa af honum öll viðskipti, félög hans knúin í gjaldþrot, búið að loka á öll bankaviðskipti … hann er að verða fyrir tjóni sem nemur hundruðum milljóna.“ Sveinn Andri segir svo umfangsmikla umfjöllun og verið hefur um málið hljóti að smitast, allir þeir sem lesi fréttir hafi myndað sér skoðun á því. Hann vonar bara að dómurum takist að halda sér hlutlausum gagnvart viðfangsefninu. Segir lögreglu ekki með málið á hreinu Og Sveinn Andri setur fram þá kenningu að aldrei hefði til þessa komið ef lögreglan væri með almennilegt mál í höndunum. Það sé hans reynsla að ef lögreglan leki upplýsingum, þá ríki óvissa um málin. „Verjendum hafa verið skömmtuð málsgögn og mörgum þeirra hefur verið haldið frá verjendum. Blaðamenn virðast í sumum tilfellum vita meira um málið en verjandinn.“ Sveinn Andri segir þetta minna á villta vestrið, það sé í raun búið að festa sinn mann upp í hæsta tré. „Mér skilst að það sé stefnt að því að ljúka rannsókn þessa máls með haustinu, svo á þetta eftir að fara til héraðssaksóknara. Fólkið er í farbanni og þá er ætlast til að það gangi hraðar en ella en ég sé ekki fyrir að málið fari í dóm fyrr en á næsta ári.“ Sveinn Andri segir lögreglan og saksóknari hafi farið mikinn í málinu nú þegar, það bendi til þess að ekki sé allt klippt og klárt og tímabært að einhver andmæli því sem frá lögreglu hefur komið um málið. Þeirri stefnu að svara ekki fyrir sig í fjölmiðlum, henni hafi nú verið breytt. Uppfært 14:52. Mishermt var að Quang Le hafi verið þrjár vikur í einangrun meðan hann dvaldi í gæsluvarðhaldi. Hið rétta er að hann dvaldi í sjö vikur í gæsluvarðhaldi. Eru lesendur beðnir afsökunar á þessu. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Quang Lé, eiginkona hans og bróðir, sættu sjö vikna vikna einangrun í gæsluvarðhaldi frá handtöku þann 5. mars síðastliðinn. Alls 15 vikur í gæsluvarðhaldi. Sveinn Andri segir það furðanlega langan tíma. Allar rannsóknir sýni að svo langur tími geti haft gríðarlega skaðleg áhrif á andlega heilsu manna. „Eftir sjö vikur eru menn orðnir blaðsalat. Þetta eru almenn viðmið frá læknum og fyrrverandi Landlæknir ritaði um þetta fræga grein. Þrjár vikur eru algjört hámark ef einangrunin á ekki að bitna varanlega á þeim sem því sætir,“ segir Sveinn Andri. Eftir að einangrun fólksins var aflétt mátti það sæta gæsluvarðhaldi til 14. júní síðastliðins, talsvert lengur en almenn tólf vikna hámarkslengd gæsluvarðhalds. Þegar búið að dæma Quang Lé Hann segir reyndar Quang Lé sæmilega brattan en sömu sögu sé ekki að segja af öðrum í fjölskyldunni sem máttu þola þetta. Sveinn Andri segir þetta mál hið einkennilegasta og öllu sé á haus snúið. Það hefði aldrei átt að þurfa að taka allan þennan tíma í að rannsaka málið. Þetta snúist um vinnuréttarsamband við slatta af starfsfólki og ætlað peningaþvætti. Allt liggi þetta meira og minna fyrir og þurfi ekki lengi að vesenast með það. „Einangrunin er notuð til að brjóta fólk niður,“ segir Sveinn Andri. Ef Quang Lé væri af íslensku bergi brotinn þá hefði hann aldrei í lífinu þurft að þola annað eins. En hann hafi hins vegar þegar tekið út refsingu í málinu. „Venjulega eru mál rannsökuð, svo er dæmt og menn sekir eða sýknaðir eftir atvikum. Og taka þá afleiðingum gjörða sinna. Hann hefur verið gersamlega knésettur áður en nokkuð af þessu liggur fyrir. Hann er þegar farinn að taka afleiðingum áður en dæmt er. Það er búið að hafa af honum öll viðskipti, félög hans knúin í gjaldþrot, búið að loka á öll bankaviðskipti … hann er að verða fyrir tjóni sem nemur hundruðum milljóna.“ Sveinn Andri segir svo umfangsmikla umfjöllun og verið hefur um málið hljóti að smitast, allir þeir sem lesi fréttir hafi myndað sér skoðun á því. Hann vonar bara að dómurum takist að halda sér hlutlausum gagnvart viðfangsefninu. Segir lögreglu ekki með málið á hreinu Og Sveinn Andri setur fram þá kenningu að aldrei hefði til þessa komið ef lögreglan væri með almennilegt mál í höndunum. Það sé hans reynsla að ef lögreglan leki upplýsingum, þá ríki óvissa um málin. „Verjendum hafa verið skömmtuð málsgögn og mörgum þeirra hefur verið haldið frá verjendum. Blaðamenn virðast í sumum tilfellum vita meira um málið en verjandinn.“ Sveinn Andri segir þetta minna á villta vestrið, það sé í raun búið að festa sinn mann upp í hæsta tré. „Mér skilst að það sé stefnt að því að ljúka rannsókn þessa máls með haustinu, svo á þetta eftir að fara til héraðssaksóknara. Fólkið er í farbanni og þá er ætlast til að það gangi hraðar en ella en ég sé ekki fyrir að málið fari í dóm fyrr en á næsta ári.“ Sveinn Andri segir lögreglan og saksóknari hafi farið mikinn í málinu nú þegar, það bendi til þess að ekki sé allt klippt og klárt og tímabært að einhver andmæli því sem frá lögreglu hefur komið um málið. Þeirri stefnu að svara ekki fyrir sig í fjölmiðlum, henni hafi nú verið breytt. Uppfært 14:52. Mishermt var að Quang Le hafi verið þrjár vikur í einangrun meðan hann dvaldi í gæsluvarðhaldi. Hið rétta er að hann dvaldi í sjö vikur í gæsluvarðhaldi. Eru lesendur beðnir afsökunar á þessu.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögmennska Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira