Myndskeið af flugi loftbelgs yfir Rangárvöllum í morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2024 14:29 Loftbelgurinn á flugi norðan við byggðina á Hellu snemma í morgun. Sveinbjörn Darri Matthíasson Fyrsta loftbelgsflugið yfir Rangárvöllum í morgun stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund og tókst að óskum. Ljósmyndir og myndskeið úr flugferðinni frá Flugmálafélagi Íslands fylgja þessari frétt. Eftir að búið var að fylla loftbelginn af heitu lofti tókst hann á loft frá flugvellinum á Hellu upp úr klukkan sex. Fjórir menn voru um borð í körfunni, tveir þýskir loftbelgsflugmenn og tveir farþegar, þeir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, og Ágúst Guðmundsson, fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþjóðaflugmálafélagsins. Í fyrstu stýrði hægur andvari úr suðaustri flugi belgsins til norðvesturs frá Helluflugvelli norður með þorpinu í átt að Ytri-Rangá. Yfir ánni tók við hægur andvari úr suðvestri sem stýrði belgnum til norðausturs upp með ánni. Þegar hann nálgaðist Árbæjarfoss ákváðu flugmennirnir að lækka flugið svo loftbelgsfarar gætu notið þess að svífa lágt yfir fossinum. Loftbelgsfarar komnir um borð í körfuna.Sveinbjörn Darri Matthíasson Loftbelgurinn sveif síðan áfram til norðausturs upp með vesturbakka Ytri-Rangár. Á leiðinni vakti hann forvitni hrossastóðs. Hrossin voru í fyrstu róleg en fældust þegar kveikt var upp í gasbrennara loftbelgsins með tilheyrandi hávaða en tóku belginn svo aftur í sátt. Belgurinn tók flugið af Helluflugvellli upp úr klukkan sex í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá að loftbelgsmenn flugu einnig upp í skýjahæð. Þeir voru raunar ofar skýjum um tíma en þó með sýn til jarðar í gegnum skýjaglufur. Loftbelgurinn gægist yfir hæðina fjær. Þar handan er hann að svífa lágt yfir Ytri-Rangá.Sveinbjörn Darri Matthíasson Upp úr klukkan hálf átta var honum lent í landi Heklusels í Landi, um tólf kílómetra norðaustan Hellu en um tvo kílómetra vestan Ytri-Rangár. Næsta flug loftbelgsins er fyrirhugað um klukkan 18:30 í kvöld. Stefnt er að því að það verði sýnt í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Belgurinn á flugi lágt yfir sveitum Rangárvallasýslu í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Eins og fram kom á Vísi í morgun er áformað að loftbelgurinn fljúgi yfir Suðurlandi næstu daga, eftir því sem veður leyfir. Hann er kominn til landsins frá Þýskalandi í tengslum við flughátíðina Allt sem flýgur sem fram fer á flugvellinum á Helluflugvelli um næstu helgi. Loftbelgurinn lentur í landi Heklusels.Matthías Sveinbjörnsson Flugmálafélag Íslands stendur fyrir komu loftbelgsins í samvinnu við Icelandair, bílaleiguna Hertz og Hótel Rangá. Loftbelgurinn kemur frá H2 Ballooning sem þýskir atvinnumenn á sviði loftbelgjaflugs reka með Dominik Haggeney sem aðalflugmann. Forvitnir hestar fylgdust með loftbelgsmönnum pakka belgnum saman eftir lendingu.Matthías Sveinbjörnsson Samhliða stendur yfir Íslandsmót í flugi. Flugkeppnin hefst í dag, þriðjudag, og stendur fram á fimmtudag, en keppt er í nokkrum mismunandi þrautum. Ljósmyndirnar og myndskeiðin sem hér fylgja tóku þeir Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira
Eftir að búið var að fylla loftbelginn af heitu lofti tókst hann á loft frá flugvellinum á Hellu upp úr klukkan sex. Fjórir menn voru um borð í körfunni, tveir þýskir loftbelgsflugmenn og tveir farþegar, þeir Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélags Íslands, og Ágúst Guðmundsson, fulltrúi í framkvæmdastjórn Alþjóðaflugmálafélagsins. Í fyrstu stýrði hægur andvari úr suðaustri flugi belgsins til norðvesturs frá Helluflugvelli norður með þorpinu í átt að Ytri-Rangá. Yfir ánni tók við hægur andvari úr suðvestri sem stýrði belgnum til norðausturs upp með ánni. Þegar hann nálgaðist Árbæjarfoss ákváðu flugmennirnir að lækka flugið svo loftbelgsfarar gætu notið þess að svífa lágt yfir fossinum. Loftbelgsfarar komnir um borð í körfuna.Sveinbjörn Darri Matthíasson Loftbelgurinn sveif síðan áfram til norðausturs upp með vesturbakka Ytri-Rangár. Á leiðinni vakti hann forvitni hrossastóðs. Hrossin voru í fyrstu róleg en fældust þegar kveikt var upp í gasbrennara loftbelgsins með tilheyrandi hávaða en tóku belginn svo aftur í sátt. Belgurinn tók flugið af Helluflugvellli upp úr klukkan sex í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá að loftbelgsmenn flugu einnig upp í skýjahæð. Þeir voru raunar ofar skýjum um tíma en þó með sýn til jarðar í gegnum skýjaglufur. Loftbelgurinn gægist yfir hæðina fjær. Þar handan er hann að svífa lágt yfir Ytri-Rangá.Sveinbjörn Darri Matthíasson Upp úr klukkan hálf átta var honum lent í landi Heklusels í Landi, um tólf kílómetra norðaustan Hellu en um tvo kílómetra vestan Ytri-Rangár. Næsta flug loftbelgsins er fyrirhugað um klukkan 18:30 í kvöld. Stefnt er að því að það verði sýnt í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Belgurinn á flugi lágt yfir sveitum Rangárvallasýslu í morgun.Sveinbjörn Darri Matthíasson Eins og fram kom á Vísi í morgun er áformað að loftbelgurinn fljúgi yfir Suðurlandi næstu daga, eftir því sem veður leyfir. Hann er kominn til landsins frá Þýskalandi í tengslum við flughátíðina Allt sem flýgur sem fram fer á flugvellinum á Helluflugvelli um næstu helgi. Loftbelgurinn lentur í landi Heklusels.Matthías Sveinbjörnsson Flugmálafélag Íslands stendur fyrir komu loftbelgsins í samvinnu við Icelandair, bílaleiguna Hertz og Hótel Rangá. Loftbelgurinn kemur frá H2 Ballooning sem þýskir atvinnumenn á sviði loftbelgjaflugs reka með Dominik Haggeney sem aðalflugmann. Forvitnir hestar fylgdust með loftbelgsmönnum pakka belgnum saman eftir lendingu.Matthías Sveinbjörnsson Samhliða stendur yfir Íslandsmót í flugi. Flugkeppnin hefst í dag, þriðjudag, og stendur fram á fimmtudag, en keppt er í nokkrum mismunandi þrautum. Ljósmyndirnar og myndskeiðin sem hér fylgja tóku þeir Matthías Sveinbjörnsson og Sveinbjörn Darri Matthíasson.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Tengdar fréttir Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54 Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira
Loftbelgur á flugi yfir Suðurlandi í morgun Stærðarinnar loftbelgur er þessa stundina á flugi yfir Rangárvöllum. Byrjað var eldsnemma í morgun að blása hann upp á Helluflugvelli. Sást hann taka flugið upp úr klukkan sex og hefur hann svifið yfir nágrenni Hellu og Ytri-Rangá síðustu klukkustund. 9. júlí 2024 06:54
Loftbelgnum brást bogalistin í beinni Það er gömul saga og ný að það getur allt gerst í beinni útsendingu. Það sannaðist heldur betur í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þegar áætlað var að sýna frá í beinni útsendingu, í fyrsta sinn í íslenskri sjónvarpssögu, frá loftbelgsflugi og hugðist Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2 vera um borð í körfu loftbelgsins. 31. maí 2019 21:30