Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júlí 2024 13:57 Lagt er til að Landspítalinn hanni verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Vísir/Vilhelm Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkað sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Þá kemur fram að á Íslandi sé ekki til verklag um hvernig eigi að opna á umræðu um limlestingar á kynfærum barna. Í nágrannalöndum Íslands sé hins vegar víða til skýrt ferli um hvernig eigi að nálgast slík mál og hvaða úrræði eigi að nýta til að koma í veg fyrir limlestingarnar. Þess má þó geta að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Samkvæmt skýrslunni eru limlestingar á kynfærum stúlkubarna ólöglegar í flestum löndum, en að minnsta kosti 200 milljónir stúlkna eða kvenna hafi orðið fyrir slíku í rúmlega þrjátíu löndum um allan heim. „Þessar limlestingar eru algengastar á vissum svæðum í Afríku, miðausturlöndum og suðaustur Asíu. Fórnarlömb limlestinga af þessu tagi eru að finna í flestum löndum í hópi innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn óskaði eftir upplýsingum um fjölda aðgerða sem flokkast sem umskurður á kynfærum barna frá árinu 2019 til síðasta árs. Átta einstaklingar, allt drengir, féllu í þennan hóp samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er lagt til að fest verði í sessi fyrirkomulag um að komi upp mál sem varðar limlestingu barna skuli því beint í sama farveg og heilbrigðisþjónustu vegna annars konar kynferðisofbeldis í garð barna. Hópurinn leggur til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Á sama tíma muni Landspítalinn hanna verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Þeirri vinnu eigi að ljúka fyrir 1. mars á næsta ári. Umdeilt frumvarp Árið 2018 var mikil umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem lagði til að umskurður drengja yrði bannaður með lögum hér á landi, nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Á fimmta hundrað íslenskra lækna skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings frumvarpinu. Hins vegar líkti talsmaður kaþólsku kirkjunnar því við útrýmingarstefnu nasista. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ sagði Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Heilbrigðismál Landspítalinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
Hópurinn afmarkað sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Þá kemur fram að á Íslandi sé ekki til verklag um hvernig eigi að opna á umræðu um limlestingar á kynfærum barna. Í nágrannalöndum Íslands sé hins vegar víða til skýrt ferli um hvernig eigi að nálgast slík mál og hvaða úrræði eigi að nýta til að koma í veg fyrir limlestingarnar. Þess má þó geta að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Samkvæmt skýrslunni eru limlestingar á kynfærum stúlkubarna ólöglegar í flestum löndum, en að minnsta kosti 200 milljónir stúlkna eða kvenna hafi orðið fyrir slíku í rúmlega þrjátíu löndum um allan heim. „Þessar limlestingar eru algengastar á vissum svæðum í Afríku, miðausturlöndum og suðaustur Asíu. Fórnarlömb limlestinga af þessu tagi eru að finna í flestum löndum í hópi innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn óskaði eftir upplýsingum um fjölda aðgerða sem flokkast sem umskurður á kynfærum barna frá árinu 2019 til síðasta árs. Átta einstaklingar, allt drengir, féllu í þennan hóp samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er lagt til að fest verði í sessi fyrirkomulag um að komi upp mál sem varðar limlestingu barna skuli því beint í sama farveg og heilbrigðisþjónustu vegna annars konar kynferðisofbeldis í garð barna. Hópurinn leggur til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Á sama tíma muni Landspítalinn hanna verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Þeirri vinnu eigi að ljúka fyrir 1. mars á næsta ári. Umdeilt frumvarp Árið 2018 var mikil umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem lagði til að umskurður drengja yrði bannaður með lögum hér á landi, nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Á fimmta hundrað íslenskra lækna skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings frumvarpinu. Hins vegar líkti talsmaður kaþólsku kirkjunnar því við útrýmingarstefnu nasista. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ sagði Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira