Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2024 19:10 Mynd af broti úr eldflauginni sem Úkraínumenn birtu í dag. Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. Björgunarstarf stóð víða langt fram á nótt í Kænugarði eftir árásir Rússa í gær. Að minnsta kosti 190 særðust í árásunum, þar á meðal nokkrir þegar sprengju var varpað á Ohmatdyt-barnaspítalann í borginni, sem vakið hefur mesta reiði alþjóðasamfélagsins. „Sárasti missirinn er fólkið okkar. Við misstum mjög hæfileikaríkan lækni sem helgaði sig börnunum og kom í veg fyrir mikið mannfall. Við misstum einnig ungan, hæfileikaríkan sérfræðing. Svo misstum við auðvitað bygginguna. Hún er gjöreyðilögð,“ sagði Volodymyr Zhovnir, forstöðumaður spítalans á vettvangi í dag. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum börnum líður. Þó að þau hafi ekki hlotið líkamlega áverka hafa þau hlotið áverka á anda og sál, brotnar persónur. Þau eru einmitt á mótunarárunum.“ Rússar þræta fyrir ábyrgð á árásinni á spítalann, segja að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnarkerfi Úkraínumanna sem bilaði. En sú fullyrðing stenst ekki skoðun, til að mynda samkvæmt sérfræðingum BBC sem rýnt hafa í myndir af eldflauginni rétt áður en hún skall á sjúkrahúsinu. Úkraínsk stjórnvöld birtu enn fremur myndir af sprengjubrotum í dag, sem rennir enn frekari stoðum undir það að rússnesk stýriflaug af gerðinni KH 101 hafi verið að verki. Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að fordæma árásina síðasta sólarhringinn, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti sem sagði hana hryllilega áminningu um grimmd Rússa. Þá var hart sótt að Rússum á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. „Spítalar njóta sérstakrar verndar í alþjóðamannréttindalögum. Að ráðast af ásetningi á verndaðan spítala er stríðsglæpur og árásarmennirnir verða að sæta ábyrgð,“ sagði Joyce Msuya, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Björgunarstarf stóð víða langt fram á nótt í Kænugarði eftir árásir Rússa í gær. Að minnsta kosti 190 særðust í árásunum, þar á meðal nokkrir þegar sprengju var varpað á Ohmatdyt-barnaspítalann í borginni, sem vakið hefur mesta reiði alþjóðasamfélagsins. „Sárasti missirinn er fólkið okkar. Við misstum mjög hæfileikaríkan lækni sem helgaði sig börnunum og kom í veg fyrir mikið mannfall. Við misstum einnig ungan, hæfileikaríkan sérfræðing. Svo misstum við auðvitað bygginguna. Hún er gjöreyðilögð,“ sagði Volodymyr Zhovnir, forstöðumaður spítalans á vettvangi í dag. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þessum börnum líður. Þó að þau hafi ekki hlotið líkamlega áverka hafa þau hlotið áverka á anda og sál, brotnar persónur. Þau eru einmitt á mótunarárunum.“ Rússar þræta fyrir ábyrgð á árásinni á spítalann, segja að um hafi verið að ræða flugskeyti úr loftvarnarkerfi Úkraínumanna sem bilaði. En sú fullyrðing stenst ekki skoðun, til að mynda samkvæmt sérfræðingum BBC sem rýnt hafa í myndir af eldflauginni rétt áður en hún skall á sjúkrahúsinu. Úkraínsk stjórnvöld birtu enn fremur myndir af sprengjubrotum í dag, sem rennir enn frekari stoðum undir það að rússnesk stýriflaug af gerðinni KH 101 hafi verið að verki. Þjóðarleiðtogar hafa keppst við að fordæma árásina síðasta sólarhringinn, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti sem sagði hana hryllilega áminningu um grimmd Rússa. Þá var hart sótt að Rússum á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. „Spítalar njóta sérstakrar verndar í alþjóðamannréttindalögum. Að ráðast af ásetningi á verndaðan spítala er stríðsglæpur og árásarmennirnir verða að sæta ábyrgð,“ sagði Joyce Msuya, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum á fundi öryggisráðsins í dag.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
„Rússnesku hryðjuverkamennirnir verða að svara fyrir þetta“ Í það minnsta 41 er látinn eftir sprengjuárás Rússlands í Úkraínu í gær. Einn stærsti barnaspítali borgarinnar varð fyrir sprengjum. Um er að ræða eina banvænustu sprengjuárás síðustu mánaða en hún átti sér stað um miðjan dag. 9. júlí 2024 06:29
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20
Byrjaði að öskra við fyrstu sprengingu Að minnsta kosti 36 almennir borgarar létust í árásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Árásirnar eru einar þær mannskæðustu frá upphafi stríðs. Fimm létust og fólks er enn leitað í rústum stærsta barnaspítala Úkraínu, sem Rússar sprengdu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á neyðarfundi á morgun vegna árásarinnar. 8. júlí 2024 21:07