Var áfram með eiginmanninum þrátt fyrir brot hans gegn dótturinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júlí 2024 07:12 Munro, sem var virtur smásaganhöfundur, lést í maí síðastliðnum. Nú er komið í ljós að ýmsir vissu um kynferðisofbeldið sem dóttir hennar var beitt, meðal annars maðurinn sem ritaði ævisögu Munro. Getty/PA/Julien Behal Yngsta dóttir rithöfundarins og Nóbelsverðlaunahafans Alice Munro hefur stigið fram og greint frá því að hafa verið beitt kynferðisofbeldi af stjúpföður sínum. Hún segir móður sína hafa vitað af ofbeldinu en ákveðið að vera áfram með manninum. Hún hafi ákveðið að stíga fram þar sem hún hafi ekki getað hugsað sér að fleiri umfjallanir um móður hennar birtust þar sem ekki væri snert á því sem gerðist og viðbrögðum Munro. Andrea Robert Skinner segir frá því í grein í Toronto Star að ofbeldið hafi fyrst átt sér stað sumarið 1976, þegar hún var níu ára gömul og stjúpfaðir hennar Gerald Fremlin var á sextugsaldri. Skinner dvaldi jafnan hjá móður sinni á sumrin og misnotkunin hélt áfram í nokkur ár, eða þar til hún varð unglingur og Fremlin missti áhugann á henni. Að sögn Skinner greindi hún föður sínum, Jim Munro, frá ofbeldinu en hann ákvað að gera ekki neitt. Stjúpmóðir Skinner, Carole Sabiston, staðfestir að hafa sagt við barnið að hún þyrfti ekki að fara í aftur sumarheimsóknina en að Skinner hafi viljað verja tíma með móður sinni. Sjálf veigraði Skinner sér við því að segja móður sinni frá ofbeldinu, þar sem Munro hafði áður sagt við hana að Fremlin líkaði betur við Skinner en sig. Óttaðist dóttirinn þannig að móðir hennar myndi kenna sér um. Skinner greindi Munro frá ofbeldinu í bréfi árið 1992 en síðarnefnda er sögð hafa brugðist við eins og Skinner óttaðist; með því að upplifa ofbeldið meira eins og framhjáhald en barnaníð. Fremlin ýtti undir þessa túlkun og sagði Skinner hafa leitað á sig. Þá hótaði hann því að birta myndir opinberlega, meðal annars af Skinner í nærfötum af Fremlin. Munro yfirgaf Fremlin í nokkra mánuði en snéri síðan aftur og var með honum þar til hann lést árið 2013. Skinner tilkynnti ofbeldið til lögreglu árið 2005 og Fremlin játaði en að sögn Skinner lá málið áfram í þagnargildi vegna frægðar móður hennar. Skinner nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og þá hafa eigendur Munro Books, sem stofnað var af Alice og Jim en er nú í eigu annarra aðila, lýst yfir stuðningi við ákvörðun Skinner um að greina opinberlega frá. Umfjöllun BBC. Kanada Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hún hafi ákveðið að stíga fram þar sem hún hafi ekki getað hugsað sér að fleiri umfjallanir um móður hennar birtust þar sem ekki væri snert á því sem gerðist og viðbrögðum Munro. Andrea Robert Skinner segir frá því í grein í Toronto Star að ofbeldið hafi fyrst átt sér stað sumarið 1976, þegar hún var níu ára gömul og stjúpfaðir hennar Gerald Fremlin var á sextugsaldri. Skinner dvaldi jafnan hjá móður sinni á sumrin og misnotkunin hélt áfram í nokkur ár, eða þar til hún varð unglingur og Fremlin missti áhugann á henni. Að sögn Skinner greindi hún föður sínum, Jim Munro, frá ofbeldinu en hann ákvað að gera ekki neitt. Stjúpmóðir Skinner, Carole Sabiston, staðfestir að hafa sagt við barnið að hún þyrfti ekki að fara í aftur sumarheimsóknina en að Skinner hafi viljað verja tíma með móður sinni. Sjálf veigraði Skinner sér við því að segja móður sinni frá ofbeldinu, þar sem Munro hafði áður sagt við hana að Fremlin líkaði betur við Skinner en sig. Óttaðist dóttirinn þannig að móðir hennar myndi kenna sér um. Skinner greindi Munro frá ofbeldinu í bréfi árið 1992 en síðarnefnda er sögð hafa brugðist við eins og Skinner óttaðist; með því að upplifa ofbeldið meira eins og framhjáhald en barnaníð. Fremlin ýtti undir þessa túlkun og sagði Skinner hafa leitað á sig. Þá hótaði hann því að birta myndir opinberlega, meðal annars af Skinner í nærfötum af Fremlin. Munro yfirgaf Fremlin í nokkra mánuði en snéri síðan aftur og var með honum þar til hann lést árið 2013. Skinner tilkynnti ofbeldið til lögreglu árið 2005 og Fremlin játaði en að sögn Skinner lá málið áfram í þagnargildi vegna frægðar móður hennar. Skinner nýtur stuðnings fjölskyldu sinnar og þá hafa eigendur Munro Books, sem stofnað var af Alice og Jim en er nú í eigu annarra aðila, lýst yfir stuðningi við ákvörðun Skinner um að greina opinberlega frá. Umfjöllun BBC.
Kanada Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Bókmenntir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira