Þekktur svikahrappur kemur Trump í samband við rappara Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júlí 2024 08:38 Teymi Trumps leitar til Billy McFarland þegar það þarf að ná í ákveðnar stjörnur. Getty Forsetaframboðsteymi Donalds Trump hefur undanfarið reynt að halda viðburði eða fundi með fyrrverandi Bandaríkjaforsetanum annars vegar og röppurum og hip-hop-tónlistarmönnum hins vegar. Talið er að það sé gert til að höfða til hörundsdökkra kjósenda. Maður að nafni Billy McFarland er að sögn Rolling Stone-tímaritsins að vinna í því að tengja Trump við hina ýmsu rappara. McFarland þessi er hvað þekktastur fyrir að skipuleggja Fyre Fest-tónlistarhátíðina sem var í raun svikamylla. Árið 2018 hlaut hann sex ára fangelsisdóm fyrir að framvísa fölsuðum skjölum til að fá fjárfesta til að leggja 27 milljónir bandaríkjadali inn á fyrirtæki hans, Fyre Media. Dómarinn sem dæmdi McFarland er sagður hafa kallað hann „rað-svikahrapp“ sem hefði verið óheiðarlegur allt sitt líf. McFarland losnaði úr steininum árið 2022 en er enn á skilorði. Samkvæmt Rolling Stone kom McFarland rapparanum Icewear Vezzo í samband við Trump vegna fyrirhugaðrar heimsóknar frambjóðandans til Detroit-borgar. Þá hefur McFarland sjálfur sagst hafa tengt Trump við rapparana Sheff G og Sleepy Hallow sem varð til þess að þeir komu fram á viðburði hans í New York-borg. Þess má geta að Sheff G og Sleepy Hallow eru grunaðir um aðild að tólf skotárásum í gengjastríði í New York. Rolling Stone hefur eftir fólki innan úr kosningateymi hans að McFarland sé ekki í neinu formlegu hluverki í framboðinu. Hins vegar leiti teymið til hans þurfi að ná í ákveðna rappara, tónlistarmenn eða aðrar stjörnur. Markmiðið er sagt vera að fá rappara til að styðja við framboð Trump, og jafnvel taka þátt í kosningabaráttunni. Framboðsteymið er sagt sérstaklega spennt fyrir þeim sem munu hvetja fylgjendur sína til að kjósa ekki Demókrata heldur flykkja sér að baki Trump. Fyre-hátíðin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Maður að nafni Billy McFarland er að sögn Rolling Stone-tímaritsins að vinna í því að tengja Trump við hina ýmsu rappara. McFarland þessi er hvað þekktastur fyrir að skipuleggja Fyre Fest-tónlistarhátíðina sem var í raun svikamylla. Árið 2018 hlaut hann sex ára fangelsisdóm fyrir að framvísa fölsuðum skjölum til að fá fjárfesta til að leggja 27 milljónir bandaríkjadali inn á fyrirtæki hans, Fyre Media. Dómarinn sem dæmdi McFarland er sagður hafa kallað hann „rað-svikahrapp“ sem hefði verið óheiðarlegur allt sitt líf. McFarland losnaði úr steininum árið 2022 en er enn á skilorði. Samkvæmt Rolling Stone kom McFarland rapparanum Icewear Vezzo í samband við Trump vegna fyrirhugaðrar heimsóknar frambjóðandans til Detroit-borgar. Þá hefur McFarland sjálfur sagst hafa tengt Trump við rapparana Sheff G og Sleepy Hallow sem varð til þess að þeir komu fram á viðburði hans í New York-borg. Þess má geta að Sheff G og Sleepy Hallow eru grunaðir um aðild að tólf skotárásum í gengjastríði í New York. Rolling Stone hefur eftir fólki innan úr kosningateymi hans að McFarland sé ekki í neinu formlegu hluverki í framboðinu. Hins vegar leiti teymið til hans þurfi að ná í ákveðna rappara, tónlistarmenn eða aðrar stjörnur. Markmiðið er sagt vera að fá rappara til að styðja við framboð Trump, og jafnvel taka þátt í kosningabaráttunni. Framboðsteymið er sagt sérstaklega spennt fyrir þeim sem munu hvetja fylgjendur sína til að kjósa ekki Demókrata heldur flykkja sér að baki Trump.
Fyre-hátíðin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36 Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. 16. apríl 2021 11:36
Skipuleggjendur Fyre Festival: „Við héldum að við værum tilbúnir en svo komu allir“ Skipuleggjendur hinnar mislukkuðu Fyre Festival hátíðar harma mistökin sem gerð voru í aðdraganda og undirbúningi hátíðarinnar. Þeir segjast ekki hafa ráðið við mannfjöldann en ætla sér að halda hátíðina aftur á næsta ári. 30. apríl 2017 09:50