Grillmeistari Íslands krýndur um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2024 12:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti var á meðal þeirra sem grilluðu kótelettur árið 2019. magnús hlynur hreiðarsson Von er á tíu til fimmtán þúsund manns á Selfoss um helgina þar sem Kótelettan fer fram. Grillmeistari Íslands verður krýndur í bænum og stórskotalið tónlistarfólks stígur á svið. Hátíðin fer fram í fjórtánda sinn og byrjar með óformlegum hætti annað kvöld þegar upphitunartónleikar fara fram. Frítt er inn á tónleikana og eru Stuðmenn, Aron Can og Patrik Atlason meðal þeirra sem koma fram. „Þeir hefja leikinn klukkan hálf átta annað kvöld. Það er ekkert aldurstakmark og allir velkomnir að koma og njóta,“ sagði Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stórskotalið tónlistarfólks Von er tíu til fimmtán þúsund manns á svæðið um helgina þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram á stærðarinnar tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. „Þar er stórskotalið enn og aftur, Stebbi Hilmars, Helgi Björns, SSSól gamli hópurinn, Stjórnin, Páll Óskar og fleiri og fleiri. Þar eru til miðar en því miður er laugardagskvöldið að verða uppselt.“ Frítt inn á fjölskylduhátíðina Á laugardeginum verður keppt um titilinn: Grillmeistari Íslands auk þess sem besta grillpylsan verður valin við mikinn fögnuð. „Og það er frítt inn á þetta líka. Fjölskylduhátíðin er algjörlega frí og allir geta komið og notið.“ Kenna Audda og Steinda að grilla Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna verður með kótelettusölu til styrktar félaginu og hvetur Einar fólk til að staldra þar við. „Steindi og Auddi verða heiðursgrillarar hjá þeim. Það verður mjög kyndugt að sjá þá grilla, ég er ekki viss um að þeir kunni neitt að grilla en þeim verður kennt það.“ Hann hvetur þá sem koma frá Suðvesturlandi að fara Þrengslin svo umferðarteppa myndist ekki um heiðina. „Ég skora á alla að kynna sér dagskrána á kotelettan.is og koma á Selfoss og njóta.“ Kótelettan Árborg Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Sjá meira
Hátíðin fer fram í fjórtánda sinn og byrjar með óformlegum hætti annað kvöld þegar upphitunartónleikar fara fram. Frítt er inn á tónleikana og eru Stuðmenn, Aron Can og Patrik Atlason meðal þeirra sem koma fram. „Þeir hefja leikinn klukkan hálf átta annað kvöld. Það er ekkert aldurstakmark og allir velkomnir að koma og njóta,“ sagði Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stórskotalið tónlistarfólks Von er tíu til fimmtán þúsund manns á svæðið um helgina þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram á stærðarinnar tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. „Þar er stórskotalið enn og aftur, Stebbi Hilmars, Helgi Björns, SSSól gamli hópurinn, Stjórnin, Páll Óskar og fleiri og fleiri. Þar eru til miðar en því miður er laugardagskvöldið að verða uppselt.“ Frítt inn á fjölskylduhátíðina Á laugardeginum verður keppt um titilinn: Grillmeistari Íslands auk þess sem besta grillpylsan verður valin við mikinn fögnuð. „Og það er frítt inn á þetta líka. Fjölskylduhátíðin er algjörlega frí og allir geta komið og notið.“ Kenna Audda og Steinda að grilla Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna verður með kótelettusölu til styrktar félaginu og hvetur Einar fólk til að staldra þar við. „Steindi og Auddi verða heiðursgrillarar hjá þeim. Það verður mjög kyndugt að sjá þá grilla, ég er ekki viss um að þeir kunni neitt að grilla en þeim verður kennt það.“ Hann hvetur þá sem koma frá Suðvesturlandi að fara Þrengslin svo umferðarteppa myndist ekki um heiðina. „Ég skora á alla að kynna sér dagskrána á kotelettan.is og koma á Selfoss og njóta.“
Kótelettan Árborg Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Fleiri fréttir Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Sjá meira