Belgnum var sleppt í Kiruna í norðanverðri Svíþjóð í gær og á langt ferðalag fyrir höndum alla leið yfir Norður-Atlantshafið til Kanada.
Belgurinn er hluti af verkefninu Sweden Long-Duration Scientific Balloon Campaign sem myndi útsetjast yfir á íslensku sem Svíþjóðar langvarandi rannsóknarloftbelgsverkefnið. Fjórum stærðarinnar blöðrum hefur verið sleppt frá Kiruna sem bera hin og þessi rannsóknarverkefni.
Í belgnum sem er um þessar mundir á flugi meðfram norðurströnd Íslands er búnaður á vegum SUNRISE-III-verkefnisins. Það er eins konar stjörnustöð sem tekur myndir af lögum sólarinnar í hárri upplausn. Henni er ætlað að mæla segulsvið, hitastig og fleira á sólinni. Kjörið að taka myndir af slíku hér við heimskautamörkin þar sem sólin skín stærstan hluta sólarhringsins.
Meira má lesa um verkefnið á heimasíðu bandarísku geimvísindastofnunarinnar.
Belgurinn tókst á loft snemma í gærmorgun og hægt er að fylgjast með för hans um norðurslóðir með því að smella hér.