Innherji

Veru­lega er farið að hægja á vexti út­lána líf­eyris­sjóða til heimila

Hörður Ægisson skrifar
Heimilin fóru í vaxandi mæli að sækja í íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum á árunum 2022 og 2023 samtímis því að vextir fóru ört hækkandi.
Heimilin fóru í vaxandi mæli að sækja í íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum á árunum 2022 og 2023 samtímis því að vextir fóru ört hækkandi. Vilhelm Gunnarsson

Vísbendingar eru um að mjög sé farið að hægja á útlánavexti lífeyrissjóða til heimila en sjóðirnir hafa ekki veitt minna af slíkum lánum frá því á haustmánuðum ársins 2021. Frá áramótum hafa sjóðsfélagalánin nærri helmingast miðað við sama tímabil í fyrra þegar lífeyrissjóðirnir buðu upp á hagstæðari kjör en bankarnir.


Tengdar fréttir

Ekkert lát er á auknum verð­tryggðum í­búða­lánum hjá líf­eyris­sjóðum

Umskipti hafa orðið á íbúðalánamarkaði á síðustu mánuðum og misserum þar sem neytendur eru í síauknu mæli farnir að sækja á ný í verðtryggð íbúðalán umfram óvertryggð, bæði hjá bönkunum og lífeyrissjóðum, samhliða ört hækkandi vaxtastigi. Ný verðtryggð útlán lífeyrissjóða til heimila í nóvember á liðnu ári hafa ekki verið meiri frá því í marsmánuði við upphaf faraldursins 2020.

Ó­ljóst hvernig SÍ vill taka á um­svifum líf­eyris­sjóða á lána­markaði

Æðstu stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa síðustu misserum kallað eftir því að regluverkinu í kringum lífeyrissjóði verði breytt í samræmi við aukin umsvif sjóðanna á húsnæðislánamarkaði og hefur jafnvel komið fram í máli seðlabankastjóra að honum hugnist ekki þátttaka lífeyrissjóða á markaðinum. En þrátt fyrir að stjórnendur bankans hafi haft uppi stór orð um auknar kröfur gagnvart lífeyrissjóðum er ekki ljóst hvernig þeir vilja taka á lánastarfsemi sjóðanna nú þegar hlutdeild þeirra á markaðinum fer aftur vaxandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×