Innlent

Ís­lendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Dan­mörku

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Lögreglukona á frívakt varð vitni að árásinni.
Lögreglukona á frívakt varð vitni að árásinni. Getty

33 ára íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Danmörku fyrir líkamárás á unnustu sína.

Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi í bænum Esbjerg á Jótlandi þann 12. júní síðastliðinn.

Danski miðilinn ONP greinir frá málinu.

Fram kemur að maðurinn hafi verið fundinn sekur um að hafa kýlt unnustu sína margsinnis í andlitið þar sem þau voru stödd á bílastæði.

Lögreglukona á frívakt,sem var stödd á svæðinu fyrir tilviljun, varð vitni að atvikinu og brást við. Að sögn saksóknara kom hún kærustu mannsins því til bjargar.

Þá kemur fram að auk fangelsisrefsingarinnar eigi maðurinn einnig yfir höfði sér að vera vísað úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×